Fimmtudagur 15.12.2011 - 22:43 - 3 ummæli

Hræsnin gagnvart Geir Haarde

Það voru fullkomlega réttlætanleg rök  fyrir því að Alþingi leiddi fyrir Landsdóm þá fjóra ráðherra sem Alþingi var gefin kostur á að leiða fyrir Landsdóm.  Það voru einnig fullkomlega réttlætanleg rök fyrir því að Alþingi leiddi ekki fyrir Landsdóm þá fjóra ráðherra sem Alþingi var gefin kostur á að leiða fyrir Landsdóm.

En það voru engin rök fyrir því Alþingi leiddi einungis Geir Haarde fyrir Landsdóm.

Engin.

Þess vegna er það réttlætismál að Alþingi dragi til baka mál gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi.

Enda breytti hópur þingmanna Samfylkingarinnar Landsdómsmálinu úr réttlætismáli í pólitíska hefndarför með því að greiða atkvæði með því að stefna Geir Haarde fyrir Landsdóm en greiða atkvæði gegn því að fyrrum formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði jafnframt dregin fyrir dóminn.

Hræsni dauðans.

En ég ber virðingu fyrir þeim sem annað hvort greiddu atkvæði gegn því að draga ráðherrana fyrir Landsdóm eða greiddu atkvæði með því að draga alla þá ráðherra sem til greina komu fyrir Landsdóm. Allt það fólk tók heiðarlega afstöðu á grundvelli fullkomlega gildra taka. Raka sem menn geta verið ósammála um – en byggðu ekki á persónulegri eða pólitískri aðför.

Það er ekki unnt að segja það sama um þá angans þingmenn sem skildu ekki gildi málsins og misstu sig í pólitískar skotgrafir. Skutu Geir en þyrmdu Ingibjörgu.  Á pólitískum forsendum – ekki heiðarlegum forsendum!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Leifur A. Benediktsson

    Það er sama hvað okkur finnst um niðurstöðu Alþingis í Landsdómsmálinu.

    Alþingi Á ekki að koma nálægt þessu Landsdómsmáli framar. Gert er gert, og Geir á að standa frammi fyrir orðnum hlut.
    Það er Landsdóms að ákveða um sýkn eða sekt. EKKI Alþingis.

    Ef hann er þess fullviss, að hann er með hreina samvisku og dómurinn kemst að hinu sama,er málið þar með úr sögunni.

    Þetta dæmalausa rugl í Alþingismönnum í dag,segir mér bara eitt. Það er skítalykt af þessari tillögu. Hér liggur fiskur úldin undir steini.

    Hver hann er,það mun aldrei koma í ljós nema fyrir Landsdómi, þegar og ef að Geir lýkur upp Pandórukistu mútuþega Alþingis.

  • Halldór Halldórsson

    Ég er aldeilis ekki sammála röksemdafærslu þinni um réttlætanleg rök fyrir að senda fjóra ráðherra fyrir landsdóm. Það er alveg fullljóst í mínum huga að það var einungis hefndarhugur sem réð för hjá þrjátíu og þremur sem ákváðu að senda Geir Haarde fyrir dóminn á sínum tíma. Nú virðast einhverjir hafa séð að sér og ætla að reyna að bæta fyrir óskapnaðinn og níðingsskapinn. Guð láti gott á vita, en ég er ekki viss um að þetta nægi. Hatrið og níðingsskapurin nær dýpra en svo að þeir skoði rök í réttu ljósi. Björn Valur Gíslason er ljósasta dæmið um slíkt!

  • Leifur A. Benediktsson

    Björn Valur talar hreint út,ólíkt öðrum druslum sem sitja á Alþingi.

    Að koma fram með þessa þingsályktun er lýsandi dæmi fyrir mannleysurnar sem sitja þetta 2009 þing.

    Geir á og mun þurfa að svara til saka sem verkstjóri og fyrirliði Hrunstjórnarinnar.

    Hitt er allt annað mál,Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde hefði ÖLL , átt að sitja frammi fyrir Landsdómi.

    Kosningarnar 2013 munu hreinsa út af Alþingi þessar Hrundræsur sem enn sitja. Það gleður mitt hjarta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur