Laugardagur 17.12.2011 - 14:23 - 5 ummæli

Framsóknarhvöt

Framsóknarflokkurinn varð 95 ára 16. desember. Hvað sem mönnum finnst um þennan gamla flokk sem ég starfaði með í aldarfjórðung þar til ég sagði mig úr honum 1. desemer 2010 – þá er saga flokksins merk.

Í tilefni af afmælinu langar mig að birta kvæði Sigurðar Einarssonar á Hoffelli sem birtist í Skinfaxa árið 1916 – nokkrum mánuðum áður en Framsóknarflokkurinn var stofnaður sem þingflokkur á Alþingi.  Kvæðið nefnist „Framsóknarhvöt“ og lýsir þeirri stemmingu sem var á þessum tíma:

Nú berast okkur boð frá æðra heim,

sem bylgjur þau að huga vorum svífa

og með sér sterka æsku andans hrífa

með undur -þýðum, töfrasterkum hreim.

Ó, látum hann úr læðing okkur rífa

og leiða oss um tilverunnar geim.

Þá munum græða gull og andans seim,

ef gerum ekki þreki voru hlífa.

Við höfum setið svörtu myrkri í

með sálu krepta vanþekkingar böndum.

Ó hversu margir þungir hlekkir þjá!

En nú er mál, að vakna víst á ný

og veg sér ryðja á  auðum hrjósturlöndum

Vort háa  takmark heimur þar má sjá.

Eg sé í anda árdags mörkin skýr,

sem inst í djúpi þjóðar minnar kvika.

Eg sé í fjarlægð björtu ljósin blika,

sem boða dag er nóttin myrka flýr.

Þá mun í Íslands  háa hamrasal

hin horfna menning bústað aftur þiggja,

ef við að hofi hennar leggjum  grunninn.

Í hverjum grœnum, skógi skrýddum dal

mun skari mikill frjálsra hölda byggja.

Þá  „Gullöld“ Íslands önnur upp er  runnin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Finnur Ingólfsson er persónugervingur framsóknarhvatarinnar í nútímanum.

    Hvernig getur svona flokkur átt framtíð eftir frjálshyggjuhrunið sem hann átti þátt í að koma á legg?

    Og þá er eftir að nefna spillingarferilinn!

  • Hallur Magnússon

    Sig.Kr.

    Eins og ég sagði þá hef ég sagt mig úr Framsóknarflokknum – en þér til upplýsingar þá hefur Finnur Ingólfsson ekki tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins frá því hann tók við sem forstjóri VÍS árið 2002 – sem mér telst til að sé áratugur.

  • Ársfjórðung? Þú hefur verið fljótur að átta þig.

  • Hallur Magnússon

    @Björn!
    Þetta var doldið fyndið:) Kennir manni að skilja rithaminn aldrei eftir opinn!

  • Hallur, það var ágætt hjá þér að segja þig úr Framsóknarflokknum.

    En Finnur Ingólfs varð auðmaður með því að misnota sér tengsl sín í Framsóknarflokknum. Einkum með einkavæðingu Búnaðarbankans og VÍS.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur