Meirihluti borgarstjórnar vill leiguíbúðavæða miðbæinn. Spurning dagsins. Hvað búa margir borgarfulltrúar í leiguhúsnæði?
Meirihluti borgarstjórnar vill leiguíbúðavæða miðbæinn. Spurning dagsins. Hvað búa margir borgarfulltrúar í leiguhúsnæði?
Flokkar: Óflokkað
Held að fólk vilji það í vaxandi mæli sem valkost að leiga sér íbúð. Sú blekking að hagkvæmara sé að búa í „eigin“ húsnæði hefur komið íllilega í bakið á mörgun nú eftir Hrunið.
… en sú blekking að leiguhúsnæði sé ódýrara en eigið húsnæði gæti komið okkur um koll. Sú blekking að „félagslegt“ húsnæði sé ódýrara en eigið húsnæði setti Byggingarsjóð verkamanna á hausinn – tæknilegt gjaldþrot upp á næstum 35 milljarða að núvirði. Stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar fram að hruni…
… við erum enn að greiða niður það gjaldþrot með hærri vaxtamun á íbúðalánum ÍLS en annars hefði þurft. Hvort sem bið búum í eigin húsnæði, búseturéttarhúsnæði eða leiguhúsnæði.
… við verðum að taka næstu skref með opin augu og af skynsemi – ekki með lokuð augu og óskhyggju.
En ég var bara að spurja hve margir borgarfulltrúar byggju í leiguhúsnæði …
… en minni samt á pistilinn: „Ónýt leiguíbúðaskýrsla Capacent!“
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/12/21/onyt-leiguibudaskyrsla-capacent/
Það er ALLTAF dýrara að búa í leiguhúsnæði en þínu eigin. Sá sem á og leigir íbúðina mun alltaf leggja á leiguna:
leiga = fjármagnskostnaður + ávöxtun á eigin fé + rekstur
Vandinn er verðtryggingin og það hvernig hún er sett í framkvæmd varðandi íbúðarlán þ.e. hlutfall eigin fé í húsnæði getur brunnið upp á báðum hliðum sé viðvarandi verðbólga í kerfinu.
Nei lausnin er að lækka vaxtastig verðtryggra lána í ca 2-3% (fasta vexti) og auk þess að fólk verði að greiða verðbótaþáttinn að fullu í hverri greiðslu þ.e. hann safnist ekki upp.
Er að velta fyrir mér án þess að hafa skoðað nákvæmlega! Ert þú Hallur þá á móti leiguíbúðum? Í hvaða formi sem er? T.d. eins og búsetukerfi eða kaupleigukerfum? Ekki alveg að ná þessu punkti hjá þér. T.d. má benda á eftirfarandi:
– Í öllum öðrum ríkjum er leigumarkaður blómlegur
– Ef miðað er við eðlilegt lánshlutfall þ.e. kannski 60 til 65% af markaðsvirði þá væri hver fjölskylda kannski 10 til 15 ár að ná upp þeim spranaði sem hún þyrfti til að geta keypt miðað við laun í dag og ávöxtun.
– Held að fólk sé ekki almennt að tala um að endurvekja Byggingarsjóð Verkamanna en hann var jú til komin þar sem að verkamenn væntanlega áttu annars ekki möguleika að kaupa hér áður fyrr.
Nú er ég í búseturéttaríbúð og hef verið um 12 ára skeið eftir að hafa runnið á rassgatið með að eiga íbúðir um 1994. Hef aldrei verið hamingjusamari með stöðu mína. Skulda lítið og á lítið. Er það ekki einmitt lífstíll sem nú margir vilja upplifa. Held að enginn sé að biðja um eitthvað kerfi sem ekki stendur undir sér og finnst óþarfi að gera allt tortryggilegt. Er ekki t.d. góðar hugmyndir að hjálpa t.d. Búseta að byggja fleiri íbúðir, bjóða fólki upp á kaupa sér kannski íbúiðir í eins konar kaupleigu þar sem þau borga hæfilega leigu í 5 ár en fá síðan möguleika á að kaupa þær og hluti greiddrar leigu hefur þá kannski skapað þeim smá eignarhluta. Og svo framvegis. Væri ekki ráð að sérfræðingur í þessum málum eins og Hallur kæmi með hugmyndir að lausnum og útfærslum en ekki vera svona neikvæður?
@Magnús
Nei, því fer fjarri að ég sé á móti leiguíbúðum – en ég er svo innilega sammála þér með búseturéttaríbúðirnar. Málið er nefnilega að þótt að mörgu leiti ágæt stefnumótun borgarinnar þar sem segir ma.:
„Helstu markmið húsnæðisstefnunnar eru eftirfarandi:
■Að Reykjavíkurborg stuðli að fjölgun leiguíbúða og búseturéttaríbúða, hvort sem er í eigu húsnæðissamvinnufélaga, félagasamtaka og/eða einkaaðila, einkum á miðlægum svæðum sem auðvelt er að þjóna með almenningssamgöngum“
… þá virðast menn algerlega vera búnir að gleyma búseturéttarforminu og miklum kostum þess. Einnig húsnæðissamvinnufélögunum sem reka slíkar íbúðir.
Það er skandall í skýrslu og könnun Capacent að taka ekki á búseturéttarhúsnæðinu.
Ég óttast að Reykjavíkurborg sé á rangri leið hvað varðar uppbyggingu leiguhúsnæðis miiðað við viðtal við Dag B. Eggertsson.
Einfaldasta og BESTA leiðin er að styðja við bak húsnæðissamvinnufélaganna og að þau reki bæði hina hefðbundnu búseturéttarleið, en einnig samhliða leiguleið. Eitt afbrigði þeirrar leiðar er einmitt sú sem þú bendir á.
Hugmyndir að lausnum og útfærslum liggja fyrir.
Sjá:
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/04/04/husnaedi-fyrir-alla/
Bendi þér einnig á eftirfarandi pistla mína:
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/09/15/buseturettur-er-retta-leidin/
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/07/20/samvinnufelog-lausn-i-husnaedismalum-2/
Hvað kemur það málinu við hvort borgarfulltrúar búi í leiguhúsnæði eða ekki?
Má stjórnmálamaður hafa skoðun á atvinnuleysisbótum ef hann þiggur þær ekki sjálfur?
Má stjórnmálamaður sem býr í leiguhúsnæði hafa skoðun á lánum ÍLS?
Útskýrðu samhengið þarna á milli. Takk.
@ Kjartan.
Ég hef bara alls ekkert tjáð mig um hvað borgarfulltrúi má eða má ekki. Né stjórnmálamenn. Spurði bara hvað margir borgarfulltrúar byggju í leiguhúsnæði 🙂
Hversu margir þeirra sem komu Íbúðalánasjóði á koppinn bjuggu í eigin húsnæði og vildu niðurgreiða lántökur vegna fjármögnunar á eigin húsnæði?
Það er eðililegt að fólki búi í leiguhúsnæði þangað til það hefur safnað sér fyrir eðlilegri útborgun í eigið húsnæði, þannig virkar það í flestum eðlilegum samfélögum. Þú sérð ekki 23-4 ára gamla einstaklinga kaupa eigið húsnæði og skuldsetja sig til 40 ára neins staðar nema hér.
Eitt það besta sem gæti komið fyrir fólk á Íslandi væri að leggja niður ÍLS, það myndi gera íbúðakosti fólks mun eðiliegri og betri.
Dude.
Eitt grundvallaratriði í stofnun ÍLS – var að niðurgreiða EKKI lán – enda blasti tugmilljarða gjaldþrot Byggingasjóðs verkamanna þá við. Einu niðurgreiddu lán Íbúðalánasjóðs voru til takmarkaðs hluta leiguíbúðalána – og því var hætt árið 2001.
En yfir að hinu. Vandamálið er stór hluti almenning nær ekki að leggja fyrir nægilega mikið til að geta eignast nægilegt eigið fé í útborgun á eigin húsnæði þegar það býr í leiguhúsnæði.
Væri ekki enn betra að fólk gæti leigt hjá húsnæðissamvinnufélagi eins og Búseta eða Búmönnum, greitt örlítið hærri leigu og eignast búseturétt?
Eða að ÍLS láni td. fyrstu „kaupendum“ fyrir kaupum á búseturétti? Slík lán væru tekjutengd. Þeir sem eru með há laun greiða þau hraðar niður en þeir sem eru með lág laun?
Þeir sem ekki vilja eignast búseturéttt geta einnig farið leiguleiðinna inn í húsnæðissamvinnufélaginu.
Það sem er að núverandi leiguíbúðaumræðu er að það virðist gersamlega horft framhjá búseturéttarforminu og þeim miklu möguleikum sem húsnæðissamvinnuformið – sem er alþekkt á Norðurlöndum, Evrópu og Bandaríkjunum – hefur upp á að bjóða.
Í staðinn virðast menn ætla að ana út í óskilgreinda útgáfu af leigufélögum – að mér sýnist fyrir misskilning.
Að búa eigin húsnæði er alltaf valkostur nr.1 en Samfylkinarkonan hér ritar talar fyrir stefnu félgslega aumingjakerfis hennar ríkisstjórnar.
… en Óðinn. Búseturéttarformið er hins vegar mjög mikilvægur valkostur – millileið eiginhúsnæðisleiðar og leiguleiðar. Sú leið hentar stórum hluta þeirra sem svöruðu í Gallup könnun að þeir myndi vilja leigja – en var bara ekki gefinn kostur á að svara til um búseturéttaformið.
Mæli með góðri grein um þetta mál og áhrif af virkum leigumarkaði í BNA.
http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,2013850,00.html
Greinin í prentuðu útgáfuni er eiginlega aðeins betri.
En við þurfum að styrkja leigumarkað til að viðhalda sveigjanleika í samfélaginu. Hvort það séu leigufélög eða samvinnufélög það er annað mál.
@Magnús 23.12 2011 kl. 13:32
„En við þurfum að styrkja leigumarkað til að viðhalda sveigjanleika í samfélaginu. “
Algjörlega sammála. Besta leiðin til að koma í veg fyrir húsnæðisbólu er nefnilega að hafa virkan leigumarkað. EN það verður einnig að hafa virkan kaupendamarkað. Séu báðir þessir markaðir í eðlilegu horfi þá verður ekki til eignabóla.
Menn geta síðan auðveldlega getið í eyðurnar hvernig staðan er hér á landi í dag.
Síðustu áratugina hefur byggingamarkaðurinn á Íslandi snúist um að byggja dýrt og selja enn dýrara.
Síðan hafa endalausar verðhækkanir séð um afganginn og allir voru ánægðir.
Í venjulegu árferði endurspeglar fasteignaverðið kaupmátt almennings. ‘i bólunni endurspeglaði verðið eldfima blöndu af galinni útlánastefnu samfara lóðarskorti og eftirspurn.
Ennþá virðist töluvert af lofti eftir í bólunni og ekki ákjósanlegt fyrir ungt fólk að skuldsetja sig upp í rjáfur meðan loftið er enn að síga úr bólunni.
Það sem vantar á Íslandi er húsnæði sem er vel hannað og byggt á ódýrann og hagkvæman hátt sem síðan er þá hægt að búa ódýrt og hagkvæmt í.
Húsnæðisverð samanstendur af Lóðarkostnaði,Byggingarostnaði
,Hagnaði byggingaraðila og fjármagnskostnaði.
Fræðilega séð væri hægt að byggja ódýrt í stórum stíl með stöðluðum magninnkaupum á innréttingum og byggingarefni.
Sveitarfélög, lífeyrissjóðir og verkalýðsfélög gætu komið að þessum málum svipað og þekkist erlendis.
Þá þyrfti að byrja á hinum endanum og finna út hvað sé eðlilegt og sanngjarnt leiguverð pr. fermeter.
Hægt væri að efna til verðlaunasamkeppni um íbúðir sem yrðu síðan byggðar sem „módel “ og hafðar til sýnis i kringlunni í nokkra mánuði. Þar gæfist almenningi tækifæri til að koma með tillögur áður en byrjunargallar eru festir í steinsteypu.
Það þarf nýja hugsun í húsnæðismálum á Íslandi.
Hallur Magnússon,
Ég óska þér og þínum gleðilegrar jólahátíðar,
Þakka oft skemmtilega pistla (fótbolta og hreindýra). Látum hina liggja á milli hluta.
Leifur A. Benediktsson
Stærsta skrefið í „þrælahaldi“ er skipulagður leigumarkaður.
Á móti má sega að það er létt þrælahald innbyggt í lánamarkaðinn, kaupir og greiðir út yfir gröf og dauða!