Þriðjudagur 27.12.2011 - 11:57 - Rita ummæli

„Kapp er best með forsjálni“

„Tveggja til þriggja mánaða æfing fyrir  knattspyrnuflokk, hugsa eg að sé það minsta  sem verður komist af með fyrir  kappraunina.  En náttúrlega standa þeir betur að vígi, sem tamið hafa sér fimleika allan  veturinn.“

Þannig heldur Bennó áfram umfjöllun sinni um knattspyrnu í Skinfaxa árið 1916 – en ég hef að undanförnu birt nokkra kafla þessara skemmtilegu og fróðlegu pistlan hans sem veita innsýn í knattspyrnuna og stöðu hennar á Íslandi í miðri fyrri heimstyrjöldinni.

En áfram heldur Bennó:

Er það líka vel hægt í flestum kaupstöðum að iðka fimleika, því vanalegast  eru þar starfandi fimleika- og íþróttafélög á vetrum. En til sveita verða menn að æfa sig betur — minst þrjá mánuði, þar sem  þeir  standa ver að vígi en kaupstaðarbúar — hvað fimleikana snertir. Oft er  það  sagt — og það með sanni — að fimleikarnir séu undirstaða — máttarstoð —  íþrótta, því  þar læra menn fyrst og fremst að anda rétt og reglulega, ganga beinir og  óhikað, hlaupa, og gera  ýmsar æfingar, svo að allir vöðvar  líkamans verða stæltir og  liðugir, — til hvers er vera  skal.

Mundu færri  íþróttamenn hafa ofreynt sig en  raun  er á, ef þetta hefði verið tímanlega vel athugað — að enginn má óœfður fara í kappraunir.

Kynnið ykkur því vel íþróttina, temjið hana vandlega,  áður en þið leggið út í  kappraunina, því  annars gæti það orðið ykkur óbætanlegt tjón — sú  skammsýni og þekkingarleysi; — sem hinsvegar verður ykkur til frægðar og frama, ef  þið vanrækið aldrei þessa sjálfsögðu reglu.

Það  verður aldrei of oft varað við,  að menn fari óæfðir eða lítt undir búnir í kappraunir. Kapp er best með forsjálni.

Nú eru knattspyrnuleikarnir að byrja aftur, og á því vel við að athuga hvernig góður knattspyrnuflokkur á að vera úr garði ger, svo ólastanlegur sé. Skal það nú athugað nánar. Ellefu manna sveitir leikast á í 90 mínútur — nema öðruvísi sé um samið, — 45 mínútur á hvort mark.

Áður fyr var staða leikmanna ekki sem best ákveðin fyrirfram, nema staða markvarðar, — flæktist þá hver fyrir öðrum.

 En brátt komust menn að þeirri niðurstöðu, að vissast og best er að ákveða fyrirfram fylkingarskipun leikmanna, þannig að hver þátttakandi hafi sinn vissa og ákveðna stað að gæta, bæði til sóknar og varnar. Hverri sveit leikmanna má skifta í varnar sveit og sóknarsveit.

Áður voru t. d. 8 menn í sóknarsveitinni og aðeins 3 menn í varnarsveitinni, en þetta vildi ekki blessast, svo nú var breytt um þannig: 5 menn skyldu vera í sóknarsveitinni og 6 menn i varna r sveitinni, og hefir það reynst best.

Verður því heppilegast að raða leikmönnum þannig á völlinn:

                                                         Markvörður.

Bakvörkur (hægri).                                                                 Bakvörður (vinstri).

Framvörður (hægri).               Miðvörður.                     Framvörður (vinstri).

Útframherji   Innframherji   Miðframherji.      Innframherji    Útframherji

(hægri).                (hægri).                                       (vinstri).         (vinstri).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur