Miðvikudagur 28.12.2011 - 16:18 - 6 ummæli

Byggjum sjávarfallsvirkjun

Við eigum að byggja sjávarfallsvirkjun í Breiðafirði þótt arðsemi hennar sé ekki fullnægjandi við núverandi aðstæður. Það mun ekki verða vandamál til lengri framtíðar að koma umhverfisvænni orku í verð þótt verð til íslenskra heimila sé lágt miðað við Evrópumarkað.

Reyndar virðist nú hafin áróðursherferð þar sem ananrs vegar er haldið fram að virkjanir hafi ekki skilað samfélaginu eðilegan arð – en á sama tíma sé verð á orku til heimilanna allt of lágt!  Ef lágt verð á heimilisrafmagni er ekki að skila arðinum til samfélagsins á eðlilegan hátt – þá veit ég ekki hvernig á að skila arði af auðlindum til fólksins í landinu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Nákvæmlega. Þjóðin nýtur ákveðins arðs í lágu orkuverði til heimila. Hætt við að heyrðist hljóð úr horni ef við þyrftum að borga það sama fyrir rafmagnið og t.d. Bretar eða Norðmenn.

  • Nýfrjálshyggjan er komin af stað aftur !

    Hvernig væri að þessir nýfrjálshyggju fjármálasnillingar færu að vinna eðlilega vinnu og og sýndu okkur hinum hvað þeir kunna ?

    Þessi þjóð hefur engin efni á að búa til þessa dýru virkjun í dag ! Vonandi hefur hún efni á henni þegar búið er að koma öllum glæpagengjum undir sex fetin á næstu 20 árum !!!

  • Leifur A. Benediktsson

    Hallur Magnússon,

    Þú segir,,orkuverð til heimila sé allt of lágt“.

    Ég myndi orða þetta öðruvísi, ef rétt hefði verið að orkusölusamningum staðið ,þá gæti orkuverð orðið helmingi lægra til almennings ef ,,rétt“ hefði verið staðið að samningum til álrisanna.

    Ég tala nú ekki um orku utan háannatíma sem seld er til gróðurhúsabænda. Hún er allt of dýr.

    Þessir langtíma samningar við risanna eru ekki ,,nægilega“ góðir fyrir hagsmuni OKKAR sem þjóðar. Hún er of ,,ódýr“.

    Arðsemi Kárahnjúka er semsagt ekki næg t.d. Það staðfesti Hörður forstjóri Landsvirkjunar fyrir skömmu.

  • Hallur Magnússon

    Leifur.

    Arðsemiskrafa lífeyrissjóða er 3,5%. Það að forstjóri Landsvirkjunnar segir einn daginn að arðsemiskrafan eigi að vera 10% – þreföld arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna sem nú er vælt um að sé of há – er enginn heilagur sannleikur.

    Hver fann upp á kröfunni um að 10% arðsemi sé sú rétta og hvenær? (Ég frábið mér tilvísanir í Biblíuna).

    Það var ekki ég sem sagði að ,,orkuverð til heimila sé allt of lágt“. Það voru kónar Harðar í Landsvirkjun. Ég segi að verðið sé síst of hátt – og að það eigi einmitt að skila heimilunum arði af auðlindinni í lágu orkuverði – eins og gert hefur verið. Ný okurarðsemiskrafa harðar í Landsvirkjun mun HÆKKA verulega orkukostnað heimilanna og færa peninga af auðlindinni FRÁ ÞEIM SEM EIGA HANA þe. fólkinu lí landinu – yfir í „samfélgslegan“ auðhring – Landsvirkun – sem mun ALDREI skila arðinum til fólksins.

    Punktur.

  • Björn Kristinsson

    „Ný okurarðsemiskrafa harðar í Landsvirkjun mun HÆKKA verulega orkukostnað heimilanna og færa peninga af auðlindinni FRÁ ÞEIM SEM EIGA HANA þe. fólkinu lí landinu – yfir í „samfélgslegan“ auðhring – Landsvirkun – sem mun ALDREI skila arðinum til fólksins.“

    Sammála

    Hallur, en má þá ekki færa sterk rök fyrir því að lagning sæstrengs muni í reynd hækka raforkuverð til heimila og fyrirtækja þannig að orkuverð hér á landi verði áþekkt því sem þekkist á meginlandinu. Í öllu falli er beitt svipuðum rökum fyrir jarðeldsneyti.

  • Nói í Nóatúnum

    SjávarfallAvirkjun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur