Föstudagur 30.12.2011 - 20:13 - 10 ummæli

„Pútín“ J. Sigfússon

„Pútín“ J. Sigfússon hefur náð sínu fram. Losnaði við eina ráðherrann sem stóð upp í hárinu á honum og gagnrýndi bullið. Lágt leggst Jóhanna. Hennar tími er liðinn.

Eigum við að rifja upp stöðu sveitarfélagsins Garðsins fyrir síðustu Alþingiskosningar?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Hafþór Örn

    Þroskað.

  • Fyrr í kvöld sagði ég að atburðir kvöldsins yrðu banabiti Jóhönnu.
    http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/12/30/putin-j-sigfusson/
    Það er að rætast!
    Árni Páll Árnason er núna raunverulegur kandidat sem arftaki! Sýnir forystuhæfileika sem ekki hafa sést í Samfylkingunni frá því Ingibjörg Sólrún hætti.
    http://ruv.is/frett/arni-hvatti-folk-til-ad-samthykkja

  • Leifur A. Benediktsson

    Þarna ertu kominn á skrítinn ís Hallur! Ráðherrablókin Jón Bjarnason er falið það brýna verkefni að semja nýtt kvótafrumvarp.

    Karluglan kemur fram með frumverpil óskiljanlegan öllu læsu fólki,og gerður aftureka með vitleysuna.

    Nú, hann er látinn gera aðra tilraun (taka tvö) en viti menn hann hringir heim í hérað og fær aðstoð kvótagreifa og vina til að semja nýtt frumvarp.

    Í reykfylltum skúmaskotum og harðlæstum er vinurinn að makka með hagsmunaöflum sjávarútvegs,án nokkurs samráðs eða samstarfs.

    Einn að makka með stærsta hagsmunamál sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir og var kosin útá.

    Ef þú telur meðferð á þjóðarauðlindinni og framtíðar skipun kvótamála ,,bull“, þá er ég nokkuð viss um að þú viljir ekki sjá nokkrar breytingar á fiskveiði fyrirkomulaginu.

    Er það málið?

  • Hallur Magnússon

    @Leifur.
    Fyrirgefðu – en ég fatta ekki samhengið í þinni athugasemd og pistilins míns.

  • Sæll Hallur.

    Þú mátt endilega hjálpa óupplýstum að rifja þetta upp. Var fjárhagsstaða sveitarfélagsins Garðsins slæm fyrir síðustu Alþingiskosningar? Sjálfur veit ég lítið um þetta. Reyndi að gúggla aðeins og fann ekki mikið, en þó þessa frétt frá júní 2009 „Ársreikningur Garðs: Góð fjárhagsstaða eftir sölu hlutabréfa í HS“

    http://www.visir.is/arsreikningur-gards–god-fjarhagsstada-eftir-solu-hlutabrefa-i-hs/article/20091659041

    Hvað var að í Garðinum?

  • Leifur A. Benediktsson

    Hallur,

    Hvert er bullið? Stjórnarsáttmálinn er alveg klár og kvitt.
    Karlinn klúðraði big time. Hans tími var aldrei. Menn sem vinna ekki vinnuna sína,missa starfið.

    Það var einfaldlega þjóðþrifaverk að losna við Jón Bjarnason. Afturhald dauðans.

  • Hallur Magnússon

    … en ég var bara ekkert að ræða Jón Bjarnason kæri vin …. 🙂

  • Leifur A. Benediktsson

    Hallur,

    Þú skrifar svo ,,loðið“ um gagnrýnandann,að mér flaug ekki í hug Árni Páll.

    Þá erum við að tala um tvo en ekki einn,sem Pútín og Jóhanna losuðu sig við.

    Annar gjörsamlega óhæfur, hinn of frjálslyndur.

  • Hallur, rifjaðu endilega upp fyrir okkur stöðu sveitarfélagsins Garðs fyrir síðustu alþingiskosningar, og berðu hana saman við stöðu nágrannasveitarfélaganna.

  • Kristján Kristinsson

    Svo mælti Hallærislegi Magnússon úr því farið er að uppnefna fólk.

    Annars skil ég ekki af hverju þú, ESB-sinninn, ert á móti því að Jón hverfi úr ríkisstjórn. Svo er hitt að hann hefur verið liðónýtur í sínu starfi og engu komið í verk (nema að sé ákveðin vinna að vernda núverandi kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar).

    Það var markmið að fækka ráðuneytum og þetta er liður í því. Næsta skref er að klára þetta og stofna Atvinnuvegaráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, eins og staðið hefur til.

    En af hverju þessi biturð?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur