Fimmtudagur 05.01.2012 - 19:42 - 9 ummæli

Ofstæki skaðar umhverfisvernd

„Þú fjölgar ekki lunda í ecxelskjali“ segir bóndinn í Vigur sem þá vafasömu ákvörðun umhverfisráðherra að berjast fyrir breytingar á lögum til að banna alfarið svartfuglsveiðar.

Þetta er rétt hjá bóndanum í Vigur sem hefur haft hlunnindi af hóflegum veiðum á lunda í eynni – lunda sem krökkt er af og ógnar í raun tekjum af öðrum hlunnindum þeirra Vigurbúa – æðardúnstekjunni.

Það hjálpar ekki veikum lundastofni í Vestmannaeyjum að banna hóflegar veiðar á lundastofninum í Ísafjarðardjúpi. Slíkt bann er eins og sena í leikhúsi fáránleikans og ber vott um ofstæki. En ofstæki dregur úr trúverðugleika og skaðar umhverfisvernd.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Magnus Björgvinsson

    Er fimm ára friðun á fuglastofnum sem á landvísu hefur fækkað um 50% eða meira ofstæki? Sorry er ekki að ná þessu. Það er vitað að fæðuframboð hefur eitthvað með viðgang fuglsins að gera en það hjálpar örugglega ekki að týna kannski nokkur hundruðþúsund egg undan þeim. Og drepa þá í tonna tali. Að minnsta kosti ekki þegar þeim er að fækka. Finnst allt í lagi að reyna þetta. Það kemur sjálfsagt þá í ljós innan einhverja ára ef að þetta er ekki að skila árangri. Þetta er svona svipaður málflutnngur eins og þegar sjómenn segja að það sé sko nóg af fiski og að þeir viti þetta allt betur en vísindamenn. Jafnvel þó að þeir noti sífellt fullkomnari tæki til að finna fiskinn og nái varla stundum að klára kvótan sinn.
    Það sýndi sig hér um árið að svæði þar sem rjúpnaveiði var bönnuð sýndu vöxt í stofni rjúpu. Þó að veiðimenn töluðu um að veiði hefði ekki áhrif heldur væri þetta bara regluleg sveifla í stofninum.

  • Þeir sögðu þetta nú líka um Geirfuglin á sínum tíma. Við vitum hvernig það fór.

  • Fannar Hjálmarsson

    „Það er vitað að fæðuframboð hefur eitthvað með viðgang fuglsins að gera“

    Segir þessi settning ekki allt sem segja þarf um þennan málfluttning öfgafullra offriðunarssinna? er ekki meiri líkur á því að fæðan segi meira til um framgang stofnsins heldur en veiðar? ef stór hluti varpsstofnsins yfir gefur hreiður sín vegna þess að þeir geta ekki fætt ungana, munu þá fleiri ungar bæta lífslíkurnar? þ.e. þegar það þarf að metta fleiri munna vegna þess að það má ekki týna egg?

  • stefán benediktsson

    Þessi afstaða til dýraverndar er ástæða þess að dýrategundum fækkar um eina á dag.

  • Hallur Magnússon

    Regnskógarnir eru í hættu. Eigum við ekki að banna skógarhögg á heimsvísu?

  • Salvar Baldursson

    Það er talið að lundastofnin telji um 5 miljón stykki. Ekki hefur verið sýnt fram á að lunda hafi fækkað við landið í heild. Það er augljóst að við suðurströndina hafa ekki verið hagstæð skilyrði fyrir lundann undan farinn ár,við norðurströndina hefur honum fjölgað því að þar er æti. Við fjölgum ekki lunda við Vestmannaeyjar með því að friða hann fyrir norðan. Hvað veldur fæðuskorti við suðurströndina er spurning sem Þyrfti að fá svar við. Er það ofveiði og veiði aðferðir á loðnu, aukning á makríl eða friðunaraðgerðir á öðrum dýrategundum.
    Hvað sem það er er ljóst að þú fjölgar ekki í stofni sem hefur ekki að éta, nema á exel

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Er þetta ekki bara sveifla í náttúrunni sem veldur fækkun lunda.

    Karl sálugi faðir minn sagði mér að þegar hann var að alast upp á Sauðárkrók á fyrri hluta síðustu aldar var þar allt krökkt af haftyrðli. Hvar er hann nú?

    Þá má benda á að kríuvarp hefur misfarist sökum ætisskorts undanfarin ár.

    Hinsvegar má líka spyrja, er það ábyrgt að halda áfram að veiða lunda þegar veiðin er meiri en sem nemur viðkomu stofnsins?

    Íslendingar hafa alltaf verið góðir í því að éta undan sér. Við erum svo spes og æðisleg.

  • Í gras- og heyleysisárum slátra bændur meira og fækka í bústofni sínum svo það sem fær að lifa hafi það betra.
    Gildir eitthvað annað um fugla?
    Ef fækkunin stafar af ætisskorti ætti það að vera betra að fækka í stofnunum, svo hinir sem lifa komist betur af.
    Það væri skrýtinn búskapur ef bændur hættu að slátra í heyleysisárum til þess að hafa féð nógu margt þegar það fer að horfalla.

  • Sigvaldi Ásgeirsson

    Guðmundur Stefánsson hefur lög að mæla. Þetta blasir við. Þeir sem stjórna þessu veiðibanni, búa sennilega í einhverjum fílabeinsturni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur