Ógagnsæi, skinhelgi og möguleg spilling virðist gegnsýra VG. Steingrímur J. Sigfússon æðsti leiðtogi VG lét það verða eitt síðasta verk sitt að ráða sem nýjan forstjóra Ríkisskaupa mann sem er með skrautlegan feril dómsmála á bakinu. Það eftir að hafa neitað fjölmiðlum um nöfn þeirra sem sóttu um starfið þótt Steingrími J. hafi borið lögum samkæmt skylda til þess að birta nöfnin.
Um þessa sögu dómsmála á baki nýráðins forstjórar Ríkiskaupa og neitun Steingríms J. um að uppfylla lagaskyldur sínar má lesa í frétt Pressunar: „Nýráðin ríkisforstjóri á yfir höfði sér kæru: Útboða á hans vegum ítrekað kærð – 12 mál töpuðust“
Þetta er sami Steingrímur J. sem beitti pólitískum þrýstingi ásamt félögum sínum úr VG og Samfó að bola Páli Magnússyni úr starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins – eftir að hafa áður gefið grænt ljós á þá ráðningu. Þess má geta að Páll átti enga kæru yfir höfði sér né hafði hann tapað dómsmálum vegna embættisfærslna sinna. Það eina sem hann hafði til sakar unnið var að vera hvorki í VG né Samfylkingunni.
Nú berast fréttir af heilagri vandlætingu VG manna í Eyjafirði vegna þess að ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar afar hæfur maður og enginn hefur sýnt fram á að aðrir umsækjendur séu honum hæfar. Maðurinn hefur hins vegar það sér til sakar unnið að vera ekki í VG og verið í stjórnunarstöðu í fjármálastofnun fyrir hrun.
Ekki hvað síst bylur í bæjarfulltrúa VG sem á maka sem sótti um starfið.
Þessi bæjarfulltrúi VG er í sama flokki og fyrrum landbúnaðarráðherra og núverandi umhverfisráðherra sem ákváðu að hylma yfir eiturdreifingu á tún landsmanna vítt og breytt um landið. Eiturdreifingu sem þeim var í lófa lagið að stöðva.
Þetta er sama VG liðið sem vill banna í nafni umhverfisverndar afar hóflegar lundaveiðar hlunnindabænda í Ísafjarðardjúpi þar sem krökkt er af lunda vegna skorts á sansíli kring um Vestmannaeyjar.
Ef þetta er ekki skinhelgi hjá VG þá er skinhelgi ekki til!
Vonandi gengur VG að sjálfu sér dauðu með þessari heilögu uppgerðar-vandlætingu sinni og pólitískri hræsni í nafni heilags pólitísks rétttrúnaðar.
4FLokka spilling hvað? Það er sami saurinn sem kemur úr afturendanum á þessu öllu liði.
Þessu verður snarlega kippt í liðinn vorið 2013. Algjör ormahreinsun verður að fara fram í þeim kosningum.
Netverjar hafa haft fyrir satt eða logið, að til stendur að fara í rannsókn á einkavinavæðingu bankanna.
Ég kem með þessa pillu einfaldlega til að minna þig Hallur Magnússon á, að vinur þinn Páll Magnússon hinn óflekkaði, á þar hlut að máli sem sérlegur aðstoðarmaður Álgerðar Sverrisdóttur.
Hlutur framsóknarFLokksins í ógæfu Íslands er stór og viðamikill. Vonandi er að þess að vænta fljótlega,að þessi rannsókn verði boðuð.
Þótt fyrr hefði verið. Miklu fyrr.
Þetta Ríkiskaupaforstjóramál Steingríms er einungis hluti að hefð,sem FLokkarnir hafa fylgt frá lýðveldisstofnun 1944.
Þegar menn komast yfir herfang eða góss er ekki spurt um lög eða reglur. Ég á þetta,ég má þetta, syndrómið alræmda ræður hér för.
4FLokkinn verður að knésetja og jarða vorið 2013.
Gleðilegt ár.
4FLokkinn verður að knésetja og jarða vorið 2013
sammála..
Sammála Leifur A. 4Flokkurinn er vonlaus og ekkert bendir til Kaþarsis á því heimili. Annars eru þessar ráðningar hjá hinu opinbera, hjá ríki og sveit, hrikaleg dæmi um það hversu lítið úrval er um spennandi og krefjandi störf fyrir fólk með háskólamenntun í einkageiranum. Menn reyna með öllum ráðum að komast á jötuna, þótt launin þar sé yfirleitt ekki há.
@Haukur Kristinsson.
Ef við eigum að komast úr sporum og hjólförum 4FLokksins,ég tala nú ekki um fyrirgreiðslusérhagsmunapostsins,er ekki nema eitt til ráða, JARÐA hann vorið 2013.
Stöndum saman öll sem eitt og vörpum af okkur oki 4FLokksins for good.
May the force be with you!