Það vekur athygli að flokksstjórn Samfylkingarinnar ætlar að ræða sérstaklega efnahags- og atvinnumál á flokksráðsfundi sínum í lok mánaðarins. Loksins. Ætli það sé vegna þess að Steingrímur J. sé meira og minna kominn með þessa málaflokka á sína könnu?
Það er ekki seinna vænna en að ríkisstj. fari að taka þessi mál föstum tökum.
Alveg burtséð hver hafi tekið við atvinnumálunum.
Betra er seint en allt of seint.
Það eru einungis 15 mánuðir í kosningar. Nú er að spýta í iljarnar og hefjast handa.
Tiltektinni eftir óstjórn og vitleysu Frammara og FLokksins fer að ljúka.
Ég vil nú fara að sjá að núverandi ríkisstjórn komi með frumvarp, um að láta fara fram opinbera rannsókn á einkavinavæðingu bankanna.
Allt annað er í raun ,,piece of cake“. Við krefjumst þess þ.e.a.s. skattborgarar þessa lands,að þetta verði algjört forgangsmál áður en boðað verður til kosninga vorið 2013.
Viðbjóðinn og sukkið VERÐUR að rannsaka og upplýsa að FULLU,áður en þetta fellur í gleymskukistilinn alkunna.
Þessi pistill þinn Hallur, um málaflokka Steingríms J. er allra góðs verður. En er í raun ekkert ,,akút“ mál nú um stundir.
Dagblöðin eru stútfull af atvinnu auglýsingum og allt á fleygiferð.
Við erum að skríða á fætur þrátt fyrir allt og VIÐSKIPTAÓRÁÐ á að leggja tafarlaust niður, og allt það feyska og handónýta hyski.