Framsóknarkortin í Reykjavík bjarga miklu fyrir barnafjölskyldur þessa dagana og eru lykilatriði fyrir barnastarf íþóttafélaganna í borginni. Þá munar um Framsóknarkortin í tónlistarstarfi og ýmsu tómstundastarfi barna og unglinga.
Vandamálið er að fjárhæð Framsóknarkortsins hefur ekkert hækkað undanfarin ár. Fjárhæðin er sú sama – 25 þúsund krónur – en áætlanir voru um að fjárhæðin yrði orðin 40 þúsund krónur fyrir löngu síðan.
Þeim áformum var frestað á sínum tíma vegna slæms efnahagsástands.
Framsóknarkortin voru reyndar nefnd Frístundakort á sínum tíma – af pólitískum ástæðum – en voru hreinræktuð Framsóknarkort þar sem þau voru á sínum tíma eitt af stóru baráttumálum Framsóknarflokksins í borgarstjórn.
En nú er enginn Framsóknarflokkur í borgarstjórn. Hins vegar lifa Framsóknarkortin áfram – þótt undir öðru nafni sé!
Framsóknarkort, Kratakort, Sjallakort etc.
Mikið er þetta kjánalegt.
Er Frístundakort ekki nóg gott?
It is amazing what you can accomplish if you do not care who gets the credit. Harry S. Truman
Má vera, framsóknarkortin bjarga barnafjölskyldum í núverandi efnahagslegum ólgusjó. Betra hefði þó verið ef Framsóknarflokkurinn hefði unnið sína vinnu þannig að hér hefði ekki orðið neitt hrun. Þá gætu barnafjölskyldur haft það sómasamlegt í dag í stað þess að þurfa sífellt að vera að reyna að „bjarga“ sér dag fyrir dag.
Þetta er nú bara fyndið sko, hlutur foreldra lækkaði fyrsta árið…það næsta hafði allt hækkað ca. sem nemur þessu blessaða frístundakorti 😛 Ég er með 3 börn á aldrinum 6, 9 og 15 í mismunandi íþróttum og alls staðar var það sama sagan…þannig að framsókn má bara troða þesu korti þú veist hvert 🙂 Takk fyrir akkúrat ekkert, svona týpískt pólitískt kjaftæði til að berja sér á brjóst með en gagnast í raun ekkert þegar upp er staðið.
Afhverju lét Litla en Valdamikli Framsóknarflokkurinn á sínum mestu velmektar- og Stórvalda tímum við Kjötkatlana, hjá bæði Ríki og Borg ekki gefa út sérstök Framsóknar-Hrunkort sem hefðu þá varið venjulegt fólk fyrir Hruninu sem Framsóknarflokkurinn hinn Gamli og ýmsir fylgifiskar þeirra áttu mjög stóran þátt í ?
Það er alltaf svolítið grátbroslegt Hallur, hvað þitt litla fyrrverandi framsóknarhjarta slær ótt og títt til að vernda það litla sem eftir er af æru þessa gamla flokks sem lítið sem ekkert var orðið eftir að.
Annars ætla ég ekki að gera lítið úr þessu „pólitíska afreki“ Framsóknar í Borgarstjórn Reykjavíkur, sem það sannarlega var að hafa yfirleytt komið þessu í gegn og það aðeins með 1 borgarfulltrúa af 15.
Það bendir nú til þess að það hafi ekki verið þessi eini fulltrúi Framsóknarflokksins sem hafi komið þessu í gegn alveg einsamall eða hvað ?
En hvað um það ég man vel að Framsókn átti þessa uppástungu á sínum tíma og þetta var og er mikið þjóðþrifamál !
Húrra fyrir því Hallur !
Nú er enginn Framsóknarflokkur í ríkisstjórn. Hins vegar lifir Framsóknarspillingin áfram – þótt undir öðru nafni sé!
Þessi Framsóknarpistill um Framsóknarkortin, ritaður af mætum Framsóknarfyrrverandi er alveg framúrskarandi Framsóknarfrábær.
Hallur. hættu nú að mæra þennan spilltasta flokk allra tíma…
nema að þetta sé það eina sem þú finnur á ferli flokksins sem vert er að minnast þá er gott að halda því til haga
Skál
Og hvað með Framsóknarflokkinn hinn Nýja?
Sigmundur Davíð er enn sem komið er ekki þekktur fyrir aðra hæfileika en að éta.
Sjálfstæðis og Framsókn aftur í Ríkistjórn takk þá fer landið að rísa á ný.
SJALLI bara spaugsamur………. og búin að gleyma,, sem er örugglega ágætt