Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er hræsnari. Gylfi Arnbjörnsson gerir gróflega upp á milli fólks á grundvelli pólitíkur. Ójafnaðarmennska Gylfa Arnbjörnssonar gerir hann óhæfan sem einn helsta leiðtoga alþýðu landsins.
Vigdís Hauksdóttir starfaði sem lögfræðingur hjá ASÍ. Áður en Vigdís ákvað að gefa kost á sér í 1.sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu Alþingiskosningar hringdi hún í Gylfa og skýrði honum frá stöðunni. Gylfi setti henni afarkosti. Ef hún gæfi kost á sér þá yrði hún að hætta hjá ASÍ. Það var afar skýrt af hálfu Gylfa. Ég veit það því ég hlustaði á samtal Vigdísar við Gylfa.
Gylfi Arngrímsson gerði hins vegar engar athugasemd við það að Magnús M. Norðdahl starfsmaður ASÍ tæki sæti á lista Samfylkingarinnar. Nú hefur Magnús tekið sæti á Alþingi. Án þess að hafa þurft að hætta hjá ASÍ.
Gylfi hræsnari segir að málin séu ekki sambærileg. Af því Magnús hafi beðið um launalaust frí. En Vigdís ekki. Ég get vottað það sem vitni að samtali Vigdísar og Gylfa að Vígdís fékk aldrei tækifæri til þess að óska eftir launalausu fríi. Afarkostir sem Gylfi setti henni voru annað hvort að taka ekki sæti á lista Framsóknar eða missa starf sitt ella.
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með opinberum samskiptum mínum og Vigdísar Hauksdóttur þá skal það undirstrikað að ég er fjarri því að vera stuðningsmaður Vigdísar. Þvert á móti gagnrýndi ég hana harkalega fyrir það sem mér hefur þótt svik við stefnuskrá Framsóknarflokksins sem samþykkt var á flokksþingi í janúar 2009 auk þess sem ég gekk úr Framsóknarflokknum 1.desemer 2010 meðal annars vegna þess að ég var ekki sáttur við pólitík og framkomu Vigdísar á Alþingi.
En það breytir því ekki að rétt skal vera rétt – og valdníðsla Gylfa gagnvart Vigdísi var og er röng. Og ennþá verri þegar Gylfi mismunar gróflega fólki eftir því í hvaða stjórnmálaflokki það er. Gylfi á að víkja sem forseti ASÍ – því þar verður að vera tiltölulega vammlaus forysta.
Ég ætla bara að vera dálítið óþveralegur en í ljósi reynslunar var bara ekki verið að grípa tækifærið og losa sig við hana Vigdísi? Það hefði ég gert. En um annað veit ég ekki. Finnst reyndar skrítið ef að formaður í stéttarfélagi getur ráðið og rekið fólk án samþykki stjórnar. Skil ekki hvaðan hann hefur þessi völd. Það er stjórn verkalýðssamtaka eins og ASÍ að taka svona ákvarðanir hélt ég. Og stjórn ASÍ hlýtur valdi trúnaðarráðs ASÍ og aðildarfélaga og svo framvegis. Finnst með öllu ófært ef að einn maður ræður samtökunum. Held líka að það sé ekki rétt.
Gylfi hlýtur að naga sig í handarbökin af eftirsjá. Vigdís minnir hann enda reglulega á þá framúrskarandi hæfileika sem ASÍ fer á mis við. Gylfi hefur því ákveðið að taka enga áhættu með Magnús og lætur hann í friði. Eflaust verður slegist um Vigdísi Hauksdóttur þegar þingferli hennar lýkur.
Ljóta sendingin inn á þing þessi Magnús!
Þegar ég las fyrirsögnina þá hélt ég að hræsnin næði eitthvað lengra en þetta, sem það að sjálfsögðu gerir.
Hallur Magnússon það verður að vera vammlaus maður sem tekur að sér að vera forseti ASÍ ekki tiltölu vammlaus, getur þú verið nákvæmari ? Ertu að segja að Gylfi Arnbjörnsson sé ekki vammlaus ?
Hallur minn, þetta er gamalt mál og allt sem þú segir hefur verið marghrakið. Vigdís er þekkt á Alþingi fyrir fákunnáttu, fljótfærni og stórundarlegt málfar. Þú hlýtur að geta bloggað um eitthvað vitlegra.
Gylfi og ASÍ börðust hatramlega gegn því 2008 að verðtryggingin væri tekin úr sambandi, allavega tímabundið, strax eftir Hrun.
Og nú er komið í ljós að þetta eru mestu efnahagsmistök, sem gerð hafa verið á Íslandi, að verðtyggingin hafi ekki verið tekin úr sambandi.og er nú búin að valda félagsmönnum ASÍ og öðrum landmönnum, meiri hörmungum og skaða, en fordæmi eru fyrir í Íslandsögunni.
@Hrafn
Ætlaði ekki að taka þátt í umræðunni. En það er ekki hægt að hrekja það sem ég segi. Ég hlustaði sjálfur á þetta samtal. Á „speaker“. Ég VEIT NÁKVÆMLEGA OG ORÐRÉTT HVAÐ ÞEIM FÓR Á MILLI!
Auðvitað er þetta gamalt mál – en fær nýtt líf þegar Magnús tekur sæti á Alþingi og Gylfi leyfir sér að halda fram að staða Magnúsar og Vigdísar sé ólík.
Reyndar er staða þeirra ólík.
Gylfi setti Vigdísi afarkosti – en gerði enga athugasemd við Magnús.
Það er hræsni.