Norski bankinn minn DNB vill kaupa Íslandsbanka ef marka má fréttir. Norðmenn hafa reyndar afar góða reynslu af forvera Íslandsbanka – Glitni – en í panik dauðans var Norðmönnum gefinn Glitnir í Noregi á 10% – 15% af raunvirði bankans strax eftir hrun. Eitt af mörgum afglöpum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í hrunstjórninni.
Það er gott ef DNB kaupir Íslandsbanka. Slær vonandi á spillinguna sem grassera í flóknu samspili banka og slitastjórna þessa mánuðina. Spillingu í skjóli ríkisstjórnarinnar sem slær út aðdraganda hrunsins.
En möguleg jákvæð innkoma DNB á íslenskan bankamarkað minnir á mögulega innkomu sænska bankans SEB – Skandinaviska Enskilda Banken – sem vildi á sínum tíma árið 1998 kaupa Búnaðarbankann og þáverandi viðskiptaráðherra vildi selja. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom í veg fyrir þau viðskipti. Viðskipti sem hefðu væntanlega komið í veg fyrir hrunið.
Vonandi mun núverandi ríkisstjórn ekki gera sömu mistök og Davíð á sínum tíma og koma í veg fyrir að DNB eignist Íslandsbanka. En ég geri reyndar ráð fyrir að það verði gert – því spillingin sem veður uppi þessa mánuðina í skjóli núverandi ríkisstjórnar – hún mun eiga erfiðara uppdráttar ef DNB eignast Íslandsbanka …
Ef af verður, þá fer hann vonadi að lána til íbúðarkaupa, á svipuðum kjörum og í Noregi.