Laugardagur 21.01.2012 - 20:05 - 1 ummæli

DNB, SEB og íslenska bankakerfið!

Norski bankinn minn DNB vill kaupa Íslandsbanka ef marka  má fréttir. Norðmenn hafa reyndar afar góða reynslu af forvera Íslandsbanka – Glitni – en í panik dauðans var Norðmönnum gefinn Glitnir í Noregi á 10% – 15%  af raunvirði bankans strax eftir hrun. Eitt af mörgum afglöpum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í hrunstjórninni.

Það er gott ef DNB kaupir Íslandsbanka. Slær vonandi á spillinguna sem grassera í flóknu samspili banka og slitastjórna þessa mánuðina. Spillingu í skjóli ríkisstjórnarinnar sem slær út aðdraganda hrunsins.

En möguleg jákvæð innkoma DNB á íslenskan bankamarkað minnir á mögulega innkomu sænska bankans SEB – Skandinaviska Enskilda Banken – sem vildi á sínum tíma árið 1998 kaupa Búnaðarbankann og þáverandi viðskiptaráðherra vildi selja. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom í veg fyrir þau viðskipti. Viðskipti sem hefðu væntanlega komið í veg fyrir hrunið.

Vonandi mun núverandi ríkisstjórn ekki gera sömu mistök og Davíð á sínum tíma og koma í veg fyrir að DNB eignist Íslandsbanka. En ég geri reyndar ráð fyrir að það verði gert – því spillingin sem veður uppi þessa mánuðina í skjóli núverandi ríkisstjórnar – hún mun eiga erfiðara uppdráttar ef DNB eignast Íslandsbanka …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Halldór Guðmundsson

    Ef af verður, þá fer hann vonadi að lána til íbúðarkaupa, á svipuðum kjörum og í Noregi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur