Mánudagur 23.01.2012 - 10:30 - 10 ummæli

Geirsmálið ekki málið

Sú upplausn og tilfinningahiti sem birtist meðal Alþingismanna og ýmissa flokksfélaga kring um Geirsmálið hefur ekki nema að  litlu leiti eitthvað að gera með tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga skuli ákæru á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi til baka.  Upplausnin og tilfinningahitinn ristir miklu dýpra og er birtingarform þess hruns sem óhjákvæmileg bíður hefðbundins flokkakerfis.

Það var snjallt hjá Bjarna Benediktssyni að leggja fram tillögu um að draga til baka ákæru á Geir Haarde. Sjálfstæðisflokkurinn er að hrynja eins og aðrir flokkar. En með þessari tillögu nær Bjarni að þétta raðirnar tímabundið – því ekkert er eins gott til að halda hóp saman en átök við sameiginlegan óvin. Ekki er það verra ef slík átök ná að sundra andstæðingnum. Sem hefur tekist.

Það var jafn heimskulegt hjá fulltrúum ýmissa flokksbrota á miðjunni og á vinstri væng stjórnmálanna að leggja fram frávísunartillögu í stað þess að leyfa tillögu Bjarna að fá þinglega meðferð. Með frávísunartillögunni skerptu fulltrúar þessara flokksbrota ágreining sinn við önnur flokksbrot að óþörfu. Það hefði verið heppilegra fyrir flokksbrotin að klára tillögu Bjarna Ben með því að fella hana eftir þinglega meðferð.

Aftur að upplausninni og tilfinningahitanum.  Hann er afleiðing spennu sem safnast hefur upp á undanförnum mánuðum og misserum í lítt duldum átökum flokksbrota innan ríkisstjórnarinnar. Það var ekki spurning hvort heldur hvenær upp úr syði. Það þurfti bara „gott“ mál til að losa spennuna með tilheyrandi „jarðskjálfta“.

Geirsmálið var þannig mál.

Það sem eftir stendur er flokkakerfi í rúst – því þótt Bjarni Ben hafi náð að þétta Sjálfstæðisflokkinn með snjallri skyndisókn gegn vinstri vængnum – þá eru innviðir Sjálfstæðisflokksins orðnir það fúnir að þeir munu bresta að lokum.

Upplausn 100 ára flokkakerfis er óumflýjanleg.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Jóhannes

    Hvaða flokksbrot eru á miðju íslenskra stjórnmála? (Fundarlaun í boði).

  • Hallur Magnússon

    Fyrst þú spyrð – þá má benda á brot úr Samfylkingunni – svo er Framsóknarflokkurinn brot úr fyrrum sjálfum sér.

  • Haukur Kristinsson

    Margt vel sagt og skynsamlegt í þessum pistli Halls.

  • Alveg merkilegt hvernig þetta fólk þarna getur staðið í refskákum og plotti þegar það á að vera að vinna vinnuna sína. Er ekki nóg annað að gera en að reyna að koma einum manni undan óþægindum að þurfa að svara fyrir verk sín?

  • Þorsteinn Egilson

    Þingrof -og kosningar strax!

  • Jóhannes

    Síðast þegar fréttist var Samfylkingin ennþá heill flokkur, sem Jóhanna hefur dregið með afgerandi hætti inn langt inn á vinstri hlið stjórnmála, á flesta mælikvarða. Hægri kratar hafa að mestu orðið undir, nú síðast með brottrekstri Árna Páls. Samfylkingin er einfaldlega nokkuð hreinn vinstri flokkur í dag.

    Framsóknarflokkurinn getur kannski talist miðjuflokkur, en hann er varla flokksbrot þótt lítill sé og aumur.

    Vil bara benda á að umrót og myndun „flokksbrota“ er nánast öll á vinstri væng stjórnmálanna.

  • Ólafur Bjarni

    Ég sá mynd í sjónvarpinu um viðtal David Frost við Nixon. Þar komst valdamesti maður heims upp með lögbrot og valdníðslu. Var náðaður af félaga sínum og hans mál komu aldrei fyrir rétt.
    Ég hef fulla trú á því að Geirs málið fari svipaða leið.

    Dómstólar og réttlæti er eingöngu til að dæma þá lægra settu en þeir stóru sleppa vegna þess að þeir kunna leikjafræðina til fulls. Búa til flækjustig í kringum sig svo enginn veit hvað snýr upp eða hvað niður og málinn enda á því að öllu er vísað frá dómi eða kemst aldrei þangað.

  • Þegar Sjálfstæðismenn ætluðu að gera upp hrunið með skýrslu á landsfundi árið 2009 þá fylltist maður von. En nei, yfir þá viðleitni var valtað með eftirminnilegum hætti af fyrrverandi formanni flokksins og málið koðnaði niður. Þessi vöntun á uppgjöri hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins hefur eitrað stjórnmálin öll, æ síðan og gerir enn. Hef enga löngun til að sjá Geir dæmdan en mig langar til að þetta mál verði hreinsað út í eitt skifti fyrir öll. Landsdómur gæti opnað á slíkt uppgjör en það er reint að hindra það með öllum ráðum. Á meðan grassera eituráhrifin. Ég trúi að Geir hafi viljað uppgjör en svo fór sem fór og fyrir bragðið er fjórflokkurinn dauðadæmdur, eins og þú segir.

  • Ég er sammála þér Hallur með það að ef stjórnarmenn hefðu látið þetta ganga sinn veg, og ekki komið með þessa frávísunartillögu um frávísun, þá hefði málið aldrei orðið að því sem það er í dag. Það voru mestu mistökin, það er betra heima setið en af stað farið oft á tíðum.

  • Leifur A. Benediktsson

    Nokkuð góð greining á stöðunni eins og hún blasir við pöplinum. Allt í upplausn og fári.

    Þetta mun einfaldlega éta sjálft sig innan frá eins og meinvarp. Engin lækning er til við þessu nema bráðauppskurður.

    Endalok 4FLokksins blasir við. Nýtt fólk,nýjar áherslur,önnur vinnubrögð og heiðarleiki er það sem koma skal.

    Ég er farinn að hallast æ meir að því að Búsó tvö, þurfi ekki til að kollvarpa ottómanaveldi 4FLokksins.

    Það sem við erum að sjá og upplifa þessa daga er einfaldlega upphaf endalokanna.

    Geir Haarde var enginn greiði gerður með þessu arfavitlausa frumvarpi Bjarna Vafnings.

    Fókusinn á Haarde og samtryggingu 4FLokksins á Alþingi sl. föstudag,afhjúpaði endanlega spillinguna sem þrífst í valdablokkum samfélagsins.

    Þetta er allt gegnum rotið og viðbjóðslegt, og fellur sig alveg hjáparlaust.

    Bon apetit!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur