Færslur fyrir febrúar, 2012

Miðvikudagur 29.02 2012 - 21:19

Trúverðugleiki Gunnars A. fokinn!

Trúverðugleiki Gunnars Andersens fauk endanlega út í veður og vind í dag þegar lögmaður hans breytti efnislegum ágreiningi yfir í „formtæknilegan ríkisstarfsmanna“ ágreining.  Í stað þess að taka slaginn um trúverðugleika og það sem er satt og rétt – þá er tekin vígstaða um „réttindi ríkisstarfsmanns“ og hvort lagatæknilega sé rétt staðið að því að koma […]

Mánudagur 27.02 2012 - 20:13

Fyrrum hrokagikkurinn Stefán Jón!

Það var dálítill hroki í Stefáni Jóni Hafstein hér í eina tíð.  Allavega var hann dálítið góður með sig. Hafði reyndar að sumu leiti efni á því. Vel gefinn, myndarlegur maður sem auðvelt á með að tjá sig við hvern sem er. Ljóst að það rúllar enginn yfir Stefán Jón. En Stefán Jón hefur breyst. […]

Mánudagur 27.02 2012 - 12:11

Hvernig veit Álfheiður?

Hvernig veit Álfheiður að enginn þingmaður hafi hringt í mótmælendur á Austurvelli og leiðbeint þeim í aðför að lögreglu og Alþingishúsi?

Föstudagur 24.02 2012 - 13:54

Bönnum lestur Nýja testamentisins!

Eigum við ekki að banna lestur Nýja testamentisins í Ríkisútvarpinu?  Það er nefnilega unnt að túlka ritningargreinar þar sem gyðingahatur. … annað en umburðarlyndið í garð annarra en „guðs útvöldu þjóð“ í Tenakh! Að ég tali ekki um Mishna og Talmúd!

Miðvikudagur 22.02 2012 - 08:30

Framsókn höfð að féþúfu!

Fyrirtæki í Reykjavík reynir nú að hafa minn gamla flokk Framsóknarflokkinn að féþúfu! Fyrirtækið rukkaði Framsóknarflokkinn um tvöfalt hærri fjárhæð en um var samið fyrir þjónustu þess í aðdraganda kosninganna 2009. Fyrirtækið hefur ekki getað lagt fram nein gögn né neinar sannanir fyrir því að fjárkrafa þess eigi við rök að styðja. Þvert á móti […]

Þriðjudagur 21.02 2012 - 09:15

Loksins fatta stjórn og bankar!

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta nú þegar forsvarsmenn fjármálafyrirtækja og stjórnarþingmenn leggja til að  ágreiningur um skuldavandann verði leystur í gerðardómi. Ég man ekki betur en sömu aðiljar hafi nánast farið af hjörunum þegar Gísli Tryggvason Talsmaður neytenda lagði árið 2009 fram tillögur um einmitt slíka gerðardómsleið! Menn hefðu betur farið […]

Mánudagur 20.02 2012 - 08:39

FME, BR og organdi grísir

Það er hjákátlegt að sjá marga þá sem réðust af miklu offorsi á starfsheiður bæjarritarans í Kópavogi þegar hann var ráðinn yfirmaður Bankasýslu ríkisins,  þar sem hann var metinn hæfasti umsækjandinn, orga nú eins og stungnir grísir yfir því að forstjóri Fjármálaeftirlitsins sé í vandræðum vegna vafasamra starfa sinna fyrir aflandsfélög Landsbankans.

Föstudagur 17.02 2012 - 20:07

Tapsárir Kastljóssmenn

Það fór ekki fram hjá neinum að Árni Páll Árnason rúllaði yfir Helga Seljan í Kastljósinu í gær. Sem er sjaldgæf sjón þegar Helgi Seljan á í hlut. Alveg óháð því sem fólki finnst um réttmæti laga þeirra sem Árni Páll hafði forgöngu um að setja. Það sáu það allir sem vildu sjá að það […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 22:17

Beztu vinir verzlunarmiðstöðva!

Beztu vinir verzlunarmiðstöðvanna urðu ofaná á kostnað „Lifandi miðbæjar“ í Reykjavík. Lattelepjandi liðið í 101 er búið að snúa baki við rótunum sínum. Orðið „súbúrbían“. Synd.

Sunnudagur 12.02 2012 - 13:26

Galdrabrenna á Akureyri?

Ef Snorri Óskarsson grunnskólakennari missir starf sitt vegna þess að vitna í Biblíuna á opinberum vettvangi og túlka orð hennar of bókstaflega fyrir smekk annarra – þá erum við komin út á hálan ís. Mér líkar betur kærleiksboðskapur Jesúm Krists en grimmd gamla testamentisins. Það breytir ekki texta gamla testamentisins. Má Snorri vitna í orð […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur