Miðvikudagur 01.02.2012 - 08:43 - 7 ummæli

Samfó Bezt í skattpíningu

Samfylkingin er best í skattpíningu. Dagur B. varaformaður Samfylkingarinnar og Beztu vinir hans í borgarstjórn veigra sér ekki að skattpína hestamenn – hækka gjöld á þá um 750%.  Já, 750%.  Þessir skattpíningarflokkar byrjuðu reyndar ferilinn með því að hækka orkureikninga Reykvíkinga um tugi prósenta – þegar miklu mun lægri hækkun hefði dugað.

Þá hefur Jóhanna formaður Samfylkingarinnar rekið gegndarlausa skattpíningarstefnu á landsvísu ásamt hinum valdgíruga vinstrimanni Steingrími J.

Já, Samfylkingin er bezt í skattpíningu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Þetta er nú meira bullið í þér Hallur.

    Skattbyrði 60% heimila hefur lækkað í kreppunni.

    Hún jókst bara hjá hæstu tekjuhópunum.

    Það er sanngirni, en ekki „skattpíning“ á landsvísu.

  • fannar hjálmarsson

    hefur skattbirgði 60% heimila lækkað? veistu þetta er bull. komdu með sönnun á þessum orðum þínum. eða kallaru það lækkun á skattbirgði þegar tekjur heimilana dragast saman og þar af leiðandi borgar viðkomandi heimili ekki jafn mikið í krónum talið og áður? ef svo er þá já, skattbirgði 60% heimila hefur lækkað í krónum talið vegna lægri launa.

  • Björn Kristinsson

    @ Sig. Kr.

    Það er hægt að hækka álögur með nokkrum hætti:

    1) Hækka beina skatta – tekjuskatta
    2) Láta ekki persónuafsláttinn fylgja verðlagsþróun
    3) Hækka opinber gjöld á vörur og þjónustu
    4) Breyta innbyrgðis röðin á skattþrepun
    5) Búa til ný gjöld í stað þess að auka beina skatta – útvarpsgjald, gistináttagjald, ný gjöld á eldsneyti,…

    Hafa skattar lækkað ? Það fer eftir því hvar þú berð niður. Ég skal hins vegar fullyrða við þig að opinberar álögur á almenning hafa stóraukist. Þú verður að skoða alla myndina vinur.

    ps. Ég lét ekki fylgja með hvernig hækkun á opinberum gjöldum og þjónustu hefur hækkað VTN og þar með afborganir á lánum ALLRA þeirra sem bera á herðinum verðtryggð lán !

  • Það er rétt hjá Halli að meirihlutinn í Reykjavík er að slá öll met í skattlagningu.

    Sjáið t.d. frárennslisgjöld sem svo eru kölluð nú og hækkað hafa um tugi prósenta.

    Og fasteignagjöld.

    Þetta eru skattahækkanir þótt reynt sé að dylja þær með nöfnunum.

    Þær skila sér inn í vísitölur og hækka þannig verðtryggðu lánin okkar.

    Svo hækkar Samfylkingin í ríkisstjórn verðlag í landinu með ofsköttun sem skilar sér ekki aðeins í hærra vöruverði heldur líka í hærri lánum vegna verðtryggingar og neysluvísitölu.

    Björn Kristinsson hefur lög að mæla.

    Álögur á almenning hafa hækkað gífurlega.

    Þar ber mesta ábyrgð Samfylkingin í borgarstjórn og Samfylkingin í ríkisstjórn.

    Um leið og við óskum kjósendum Samfylkingarinnar til hamingju með þessa glæsilegu frammistöðu flokksins þökkum við kærlega fyrir okkur.

  • Sigurgeir St. Magg.

    Það er alveg ljóst að næstu fjárlög verða erfið.

    Ástæða þess er svo að enn er hér gríðarlega mikið atvinnuleysi: 7%
    + önnur 10% sem hafa flutt af landi +
    8% sem hafa farið af atvinnuleysisskrá yfir á örorkubætur.

    M.ö.o. ekki hefur ríkisstjórnin haft getu né vilja til að stækka þá tekjustofna sem eiga að standa undir velferð, þ.e. stækkað kökuna.

    Því eru eina leiðin fyrir ríkisstjórnina næsta haust að fara hina klassísku leið sína, þ.e. að hækka bara skatta enn eina ferðina og búa til nýja.

    Eins og venjulega verða það hækkanir á eldsneyti, áfengi og tóbaki, fleiri landsbyggðarskattar, hækka fjármagnstekjuskatt, hækka álögur á bíla, hækka auðlegðarskatta, o.sfrv.

  • Gapandiundrandi

    Hjólhestamenn? Verða þeir næsta féþúfa Dags B og Samfó B?

  • Alveg rétt hjá Halli, peningarnir hafa alveg hætt að vaxa á trjánum eftir að sjálfstæðismenn yfirgáfu okkur.
    Nú bíðum við spennt eftir því að fá þá aftur (bæði í borgina okkar og í landsstjórn) til þess að gróðursetja heilu skógana af íslensku peningabirki í samvinnu við bændaflokkinn eina og sanna og sérvöldum vildarvinum, það er samvinna sem segir sex.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur