Laugardagur 04.02.2012 - 14:05 - 19 ummæli

Hálmstrá ESB-andstæðinga!

Gallhörðustu andstæðingar aðildarviðræðna að Evrópusambandinu óttast það allra mest að Íslendingar séu að ná góðum aðildarsamningi við Evrópusambandið þrátt fyrir skipulagða skemmdarstarfsemi þeirra sjálfra gagnvart samningaferlinu. Þessi ótti er kominn á nýtt stig sem endurspeglast hjá einum helsta skemmdarverkamanninum Jóni Bjarnasyni sem gerði allt sem ráðherra til að vinna gegn íslenskum hagsmunum með stælum.

Nú sér Jón að samningar ganga of vel að hans mati og grípur því síðasta hálmstráið sem er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram samningaviðræður að ESB. Það gerir Jón þrátt fyrir að það sé deginum ljósara – ef marka má skoðanakannanir – að rúmur helmingur þjóðarinnar vill klára aðildarviðræður og taka síðan ákvörðun um inngöngu og inngöngu ekki.

Þetta sýnir að andstæðingarnir hafi trú á því að góðir samingar náist og að þjóðin muni að líkindum samþykkja aðild að ESB.

Athyglisvert!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Sæll Hallur.
    Það er akkúrat ekkert sem bendir til þess að það séu að nást einhverjir góðir samningar við ESB. Þvert á mót er alltaf betur og betur að koma í ljós að þjóðin hefur ekkert inn í þetta vandamála bandalag að gera og að það er akkúrat ekkert þar í boði nema að þjóðin kyngi 100.000 blaðsíðum af regluverki ESB í einhverjum áföngum að vísu.
    Reyndar er enginn gangur í viðræðunum sem ESB stjórnar frá A til Ö. Íslenska viðræðunefndin hefur ekkert um það að segja hvernig framganga málsins er s.s. hvernig dagskrá viðræðnanna er eða hvað mál séu rædd, hverju sinni. Þetta er einstefna af hálfu ESB og þeir haga þessu nákvæmlega og eingöngu eftir sínu höfði. Þeir virðast nú leggja mest upp úr því að vinna sér tíma og tefja ferlið til þess að geta hert á aðlöguninni og borið meiri mútur og fé á fólk og fyrirtæki um von um að það breyti harðri andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar við ESB aðild.
    ESB hefur nú auk sérstaks sendiráðs nýlega nýlega opnað enn eina Áróðursstofnunina hér með opnun þessarar svokölluð „Evrópustofu“.
    Samkvæmt Samfylkingunni þá áttu viðræður að taka þetta 14 til 16 mánuði og kosið yrði um aðild hér árið 2011.
    Það reyndist tálsýn ein og áróðurslygar einar !

    Við ESB andstæðingar höfum ekkert að óttast. Málsstaður okkar er firna sterkur og hefur styrkst gríðarlega undanfarið, enda er það svo að samkvæmt síðustu skoðanakönnun þá vildu 63% þjóðarinnar hafna ESB aðild og hafa aldrei verið fleiri !

  • Ef einhverjir halda dauðahaldi í hálmstrá þá eruð það þið ESB sinnar. Hálmstráin ykkar eru reyndar flest fokinn út í veður og vind. Helst að þið vonist til að allir milljarðarnir sem ESB stjórnsýsluapparatið ætlar að kafdfæra þjóðina í með skefjalausum áróðri muni eitthvað virka.
    Ég held reyndar að svona frekleg afskipti af okkar innanríkismálin muni hafa þveröfug tilætluð áhrif á íslensku þjóðina og hún mun rísa enn harðar gegn þessum freklega yfirgangi ESB !

  • Gunnlaugur,
    Sástu ekki þátt Ingva Hrafns á ÍNN í gærkvöldi?

    M.a. merkileg lýsing á málefnalegri umfjöllun um ESB á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

    Upplýsandi þáttur.

  • Hans Haraldsson

    Spurningin um það á hvaða tímapunti halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu snýst um það hvort hún kemur fyrir eða eftir rúmlega 200 milljóna auglýsingarherferð ESB.

    Við sem erum mótfallin aðild viljum hafa þjóðaratkvæði fyrir auglýsingarherferð, aðildarsinnar halda í vonina um að hún geti breytt afstöðu þjóðarinnar.

    Viðræðurnar snúast um útfærslu og tímasetningu á innleiðingu ESB-regluverksins. Það skiptir engu hvort við höfum nákvæma útfærslu á hverri einustu ostareglugerð.

  • Talandi sem ‘esb-sinni’ þá hef ég miklu frekar von til þess að það að raunverulegur samningur sé til staðar breyti einhverju. Þá verður mögulega hægt að færa umræðuna upp um plan, frekar en þessi fáránlegi áróður á báða bóga.

    En það er augljóst hvor hliðin hefur meiri hag af því að ákvörðunin verði tekin áður en það liggur fyrir svart á hvítu um hvað er verið að kjósa.

    Jón Bjarnason ætti að skammast sín. Það er allt í lagi að vera mótfallinn aðild, en að segja ‘nei, ég veit betur, þjóðin fer ekki inn sama hvaða samningur er í boði og sama hvort hún vill það.’ er fáránlegt.

    Það er rétt sem blogghöfundur segir, þessi viðleitni til að koma í veg fyrir það að samningarnir veiði kláraðir er farið að lykta af örvæntingu..

    P.s. Ef þú heldur að esb ætli að eyða 200 millum í áróður fyrir kosningarnar, hví heldurðu að þeir myndu ekki bara verja peningunum í áróðurinn fyrir þessar kosningar? Klárlega er ‘breytan’ sem þú og aðrir óttast milli þess að kjósa þá og nú ‘raunverulegar upplýsingar’

  • En Andrés.
    Ert þú á móti lýðræðinu og að fólk fái að kjósa um þetta nú í sumar? Það er löngu ljóst að stór hluti þjóðarinnar getur alls ekki hugsað sér ESB aðild, en þú segir að alla vegana einhver hluti fólks geti ekki myndað sér skoðun af því að samningar og aðlögun sé ekki alveg búinn þá auðvitað kýs meirihluti þjóðarinnar að halda þessu áfram. En það hefur nú hvergi komið fram í skoðanakönnunum hér að það séu mjög margir sem ekki nú þegar hafi gert upp hug sinn í þessu máli.
    Alveg eins og í Noregi þar sem 85% þjóðarinnar eru gallharðir gegn ESB aðild og ESB aðild nýtur sáralítils fylgis. Þó eru þar engar viðræður í gangi eða samningar við ESB sem þar liggja á borðinu.
    Auðvitað getur fólk að vel athuguðu máli vel myndað sér skoðun á ESB og hvort að það vill að þjóð sín gangi þar inn án þess að einhver ítarlegur samningur þar um þurfi endilega að liggja á borðinu.

    Þið ESB sinnar eruð bara hræddir um að þjóðin myndi hafna því að vilja halda áfram þessum vitleysis gangi að sækja um inngöngu í þetta brennandi hús Evrópusambandsins !

  • Sko, ef það er kosið núna, áður en samningur næst, þá er það bara frestun á málinu.

    Esb-sinnar munu segja að þetta hafi verið fáránlegt og munu halda því fram að við þurfum ennþá að skoða þetta. Við förum aftur í sömu hringavitleysuna.

    Engin þjóð fer í ESB án þess að það sé samþykkt á þeim grundvelli sem hún hefur valið sér til að útkljá stærstu spurningarnar, í okkar tilfelli myndi það vera þjóðaratkvæðagreiðsla, einstaka lönd láta duga að þingið kjósi.

    Mér finnst fáránlegt að kjósa bæði núna og svo aftur þegar samningar klárast. Ef það yrðu kosið núna og hætt við samninga myndi ég ekki hugsa ‘ó jæja, Íslendingar vilja ekki í ESB, best að gefast bara upp á pælingunni.“ heldur „Helvítis sjálfstæðisflokknum tókst að bægja frá sér alvöru uppgjöri um þetta mál.“

    Hins vegar, ef það yrðu kláraðir samningar og þeim svo hafnað, þá myndi það vera mun ákveðnara og endanlegra svar. Mögulega myndi ég vilja skoða spurninguna aftur, eftir 20 ár eða eitthvað, ef aðstæður eða tíðarandi breytast mjög mikið, en svona í svipinn myndi ég basically gefast upp.

    Ég lýg því ekki að líklega yrði það á „Svei, okkur molbúunum er víst ekki viðbjargandi“ nótunum, en ég held ég tali ekki bara fyrir sjálfan mig þegar ég segi að þetta er, úr því sem komið er, eina leiðin til að hætta þessari umræðu á hátt þarsem niðurstaðan er á einhvern hátt endanleg.

    Fyrir utan nú það að töluverðum peningum hefur verið eytt í viðræðurnar, bæði hér og úti, ef það á einhvern tíma að reyna að svara þessari spurningu með fullnægjandi hætti fyrir alla aðila, þá meikar það miklu meira sense að gera það núna, þegar búið er að vinna mikið af vinnunni, en einhvern tíma seinna.

  • Hans Haraldsson

    Andrés: Það er ekkert fé á fjárlögum ESB til að verja í auglýsingar fyrir kosningar um umsókn. Peningarnir eru merktir kosningum um aðild.

    Í Noregi hefur það ekki dugað að fella aðild tvisvar til að fá málið út af borðinu. Það eina sem stendur í vegi þriðju umsóknar er að kannanir sýna að það er engin minnsti möguleiki á að fá aðild samþykkta í þjóðaratkvæði einsog stendur. Ef það breytist einhvern tímann þá verður strax farið að heimta enn eina aðildarumsókn.

    Það eru ekki eðlilegar lýðræðisleikreglur að „nei“ í þjóðaratkvæðagreiðslu gildi tímabundið en „já“ sé varanlegt og það er ekkert óeðlilegt við að aðildarandstæðingar vilji ekki takast á um málið á þeim forsendum.

  • Það styttist í að kaflanir um landbúnað og sjávarútveg verði opnaðir í samningaviðræðum Íslands og ESB. Við þetta eru andstæðingar ESB hræddir. Enda vita þeir sem svo að ESB mun koma með viðeigandi lausnir varðandi sérþarfir íslendinga í þessum málaflokkum.

    Lausnir sem eru nægjanlegar til þess að fá íslendinga til þess að samþykkja aðildarsamning Íslands að Evrópusambandinu.

  • Hreggviður

    Alveg hreint ömurleg og nánast vítaverð forræðishyggja sem felst í að meina þjóðinni að klára samninga við ESB. Samninga sem svo þjóðin kýs um.
    Vera svo veifandi í kringum sig lýðræðisgyðjunni í því sambandi að meina framgang samninganna er eftir hinu ruglinu.

  • ““Þegar móðir mín varð sextug voru henni gefnar hundrað krónur. Þá kom það uppúr dúrnum að hún þekti ekki á penínga. Hún hafði séð penínga fyrr. Afturámóti hafði sá dagur ekki komið fyrir síðan hún var tólf ára að hún ynni skemmur en sextán tíma á sólarhring á veturna, átján á sumrin, nema hún væri veik. Það var því ekki furða þó mér fyndist ég hefði verið drukkin í gærkvöldi, eða í bíó, að sjá alla þessa penínga rifna og síðan brent. Frúin vaknar til súkkulaðsins klukkan ellefu og rís upp í þessu stóra mikla rúmi fögur af sælu af því það er ekki til réttlæti í heiminum, og fer að drekka þetta feita sæta mull og lesa íhaldsblaðið, því það er ekki furða þó konunni þyki þetta góður heimur og vilji halda í hann.””

  • Hvaða andsk.. „samninga!“ ertu að tala um? ..er verið að semja um eitthvað? … er ekki um aðlögununar ferli að ræða?.

  • Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða svona spurningar á 10-15-20 ára fresti, hlutirnir breytast og aðstæðurnar líka.

    Það er ekki eins og ‘Já’ sé varanlegt og um alla eilífð en ‘Nei’ sé bara spurning um að bíða aðeins. Lönd geta hætt í ESB eins og öllu öðru milliríkjasamstarfi sem þau taka þátt í.

    Ekkert land hefur ennþá gert það, en að halda fram að það sé bara ekki hægt finnst mér fáránlegt.

    Ef Ísland gengur í ESB, og fólki finnst það svo ómögulegt, þá á ég fulla von á því að einhver af stjórnmálaflokkunum setji það á sína stefnuskrá að við segjum okkur úr því, ef meirihlutinn kýs svo þann flokk á ég ekki von á öðru en að þeir myndu segja okkur úr því.

  • Hreggviður

    Baráttan snýt um Bjart eða ekki Bjart, þjóðin skilur ekki Bjart og þess vegna skiljum við ekki neitt. Verðum áfram þjóðin sem lætur auðróna taka okkur í rassgatið, okkur fyrir bestu eða þannig.

  • Hólmsteinn Jónasson

    Mæli með því að menn tékki á mjög athyglisverðri greiningu IMF á hugsanlegri upptöku evru á Grænhöfðaeyjum þar sem mælt er gegn henni: http://www.imf.org/​external/pubs/ft/wp/2009/​wp09146.pdf

  • Hans Haraldsson

    Andrés: Mikill meirihluti Breta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að ESB og meirihluti þeirra sem afstöðu taka vilja úrsögn. Samt virðist engin leið til að fá fram atkvæðagreiðslu. Fyrirbærið er eins og fíkniefni fyrir stjórnmálamenn.

    Eru Bretar þó ekki í myntbandalaginu.

    Þar til nýlega hefur raunar ekki verið nein umgjörð um úrsög úr sambandinu (tilfelli Grænlands var meðhöndlað ad hoc og þeir hafa raunar enn ekki losnað við alla ESB togara úr landhelginni). Umgjörðin er til staðar núna en gerir ráð fyrir að land þurfi að semja um úrsögn sína og það sem meira er þá er ekki gert ráð fyrir neinum stuðningi fyrir myntbandalagslönd sem vilja segja sig úr sambandinu og þar með hætta í myntbandalaginu.

    Það þýðir að ef land stendur veikar en Þýskalnd í utanríkisviðskiptum munu allir gera ráð fyrir gengisfalli við úrsögn og fjármagnsflutningar eru frjálsir fram að úrsögn þannig að bankahrun er óumflýjanlegt.

    Það er engin raunhæfur möguleiki að hætta í ESB eftir upptöku evru, jafnvel þótt hægt væri að sigrast á stjórnmálamstéttinni.

    Var myntbanalaginu enda komið á fót til í þeim tilgangi að styrkja samruna Evrópu og verja hann afskiptum þessa fólks sem kallar sig almenna borgara Evrópusambandsríkja og telur sig stundum þess umkomið að skipta sér af hinu mikla Evrópuverkefni.

  • Hvaða Evrópusamband? Andstæðingar eru ekki að reyna að hanga utan á neinu og þurfa því ekkert hálmstrá.

  • Andrés Valgarðsson

    Bretar eru líka með erfitt og leiðinlegt kosningakerfi þarsem bara tveir flokkar raunverulega berjast um völd. Ekki alveg jafn slæmt og í Bandaríkjunum kannski, en ansi slæmt þó.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur