Það er löngu kominn tími á að lýðræðisvæða lífeyrissjóðanna. Helmingaskipti stjórnendaklíku verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda hefur aldrei verið í lagi. Við sjáum afleiðingar þess lénsskipulags þar sem „verkalýðsleiðtogar“ fá dúsu í ofurstjórnarlaunum og fá að ráðgast með peninga annarra í kompaníi með „auðvaldi“ avinnurekenda.
Það er einfalt að breyta þessu og taka upp beint lýðræði í lífeyrissjóðunum.
En „verkalýðsleiðtogarnir“ munu berjast gegn því með kjafti og klóm. Þeim líkar ekki lýðræði á borði – einungis í orði!
Lýðræðisvæða?? Svona til að klára þá endanlega?
Hvernig komast „verkalýðsleiðtogar“ til valda?
Ekki eru þeir kosnir?
Sá sem myndi lofa lægstu vöxtunum á lífeyrissjóðslánum mun vinna kosningarnar. Svona eins og þegar Framsóknarflokkurinn lofaði 90% húsnæðislánum og slapp við að vera þurrkaður út í kosningum það árið. 90% ríkisstyrkt húsnæðislán er flott loforð en raunveruleikinn varð 1. naglinn í líkkistu íslensks efnahagslífs.
Bara ein spurning Hallur.
Hvar gætirðu ímyndað þér að hægt væri að halda aðalfund í tíu til tutugu þúsund manna sjóði ef allir mæta til að kjósa?
Kannski fulltrúalýðræði, eins og alþingi er, sé skárra svo framarlega sem fólk mæti yfirleitt á fundi í sínum stéttarfélögum og/eða lífeyrissjóðum.
Eða…?
@Þorsteinn Úlfar Björnsson
Það væri hægt að útfæra þetta fyrirkomulag með rafrænum kosningum. Nú eru flest allir komnir með aðgang að einkabanka þannig að hægt væri að nýta þann aðgang og/eða rafræn skilríki til að útfæra öruggar rafrænar kosningar.
Hvernig væri að lýðræðisvæða þá að fullu og afhenda fullorðnu fólki fjármuni sína í staðin fyrir að láta aðra stela þeim.