Þriðjudagur 07.02.2012 - 09:04 - 6 ummæli

Kraðak á Alþingi til 2018

Það stefnir í algjört kraðak á Alþingi í kjölfar komandi Alþingiskosninga. Það sjá það allir að flokkakerfið er í rúst og núverandi stjórnmálaflokkar munu ekki gera það gott.  Þeir munu hins vegar allir fá menn kjörna á þing. Ný framboð munu væntanlega ná betri árangri en áður hefur sést í íslenskum stjórnmálum. Þau munu einnig fá menn kjörna á þing.

Ég spái að það verði 7 framboð sem nái mönnum á þing.  Það þýðir væntanlega áframhaldandi glundroði á Alþingi og íslenskum stjórnmálum.

En ég spái því einnig að í kjölfarið fari línur að skýrast upp á nýtt og á nýjum forsendum enda 100 ára „stéttastjórnmál“ að líða undir lok.

Við munum væntanlega sjá stjórnmálastrúktur næstu áratuga liggja fyrir árið 2018. Það er viðeigandi. Öld eftir fullveldi Íslands.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Fjórflokkurinn blífur.
    Stjórnmál snúast um 3 fjármálakerfi:

    1. Kapítalisma með tilheyrandi einkaframtak og frjálshyggju (þ.e. hægri útópíu)
    2. Hreina félagshyggju með ríkjandi opinberan rekstur (þ.e. vinstri útópíu)
    3. Blandað hagkerfi (þ.e. veg skynseminnar)

    Fjórflokkurinn býður upp á þessi fjármálakerfi og fullnægir þess vegna lýðræðiskröfum þjóðarinnar.

    Á svona tímum eins og nú ríkja geta alls konar sprelliframboð komið fram og talað um einhverja nýja tegund stjórnmála en þau geta því miður ekki skýrt út í hverju þetta nýja felst. Þessi framboð geta fengið tímabundið inn þingmenn, en þau verða ekki langlíf.

  • Haukur Kristinsson

    @Pétur. Það er enginn að tala um „nýja tegund“ stjórnmála. Það er verið að tala um nýtt fólk, nýjan mannskap, sem er ekki bullandi spilltur og of háðir hagsmunasamtökum vegna mútugreiðslna, boðsferða etc, etc.

  • Glundroði… Nei. Allir þeir flokkar sem munu koma fram og bjóða fram munu berjast um sömu atkvæðin einhversstaðar vel vinstra megin við miðju. Guðmundur Steingrímsson er reyndar frekar hófssamur en hver trúir öðru en að flokkur sem Lilja Mósesdóttir stofnar verði öfgavinstriflokkur…

  • Jóhannes

    Línurnar virðast nokkuð skýrar í dag.

    Björt framtíð Guðmundar Steingríms/Besta er andlega nátengd Samfylkingunni og Hreyfingin og Lilja Mós eru vissulega vinstri framboð. Jóhanna er búin að draga Samfylkinguna inn í fóstbræðralag við VG.

    Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan veginn náð flugi enda með óuppgerða fortíð og Bjarni með Vafningsmálið og Davíð á bakinu.

    Það stefnir í að næsta ríkisstjórn Íslands verði 4-5 flokka vinstri samsteypustjórn undir forystu Steingríms með áframhaldandi bakstuðningi Jóhönnu.

  • Barlómur

    Fjórflokkurinn blífur og vinnur sinn stærsta sigur í næstu kosningum.

    Réttlætisbandalag Lilju samanstendur bara af henni einni og svo eru nokkrir kverúlantar sem sækja á að komast þar að. Enginn þingmaður.

    Guðmund skortir allan sannfæringarkraft og Besti er brandari sem aðeins er sniðurgur einu sinni. Enginn þingmaður.

    Hreygingin er afar fáliðuð og í tveimur hlutum. Enginn þingmaður.

    Nýr flokkur verður að byggja á umtalsverðum klofningi í einum af fjórflokkunum.

  • Ragnar Böðvarsson

    Ég spái því að þegar nær dregur kosningum sjái sífellt fleiri og fleiri kjósendur að nýir flokkar geti lítið bætt stjórnmálalífið og þeir fái því ekki ýkja marga þingmenn.
    Stjórnarflokkarnir tapa að sjálfsögðu talsvert, en verða þó sennilega áfram við stjórn, væntanlega með stuðningi Framsóknar eða einhvers af nýju flokkunum.
    Sjálfstæðisflokkurinn nær sér ekki verulega á strik á næstunni, spái ég. Þrátt fyrir gullfiskaminni margra kjósenda held ég að nógu margir muni á kjördag hverjir steyptu þjóðinni fram af brúninni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur