Við eigum að vera áberandi hýr í Bakú. Hvort sem við erum gagnkynhneigð eða samkynhneigð. Notum öll tækifæri til þess að vera hýr og koma boðskap um eðlileg mannréttindi samkynhneigðra á framfæri. Í öllum viðtölum. Í öllum partýum. Á sviðinu í Bakú.
Páll okkar Hjálmtýsson á ekki að sniðganga Bakú. Hann á að vera í fararbroddi hýrleikans í Bakú og berjast þannig fyrir mannréttindum samkynhneigðra. Og ekki bara samkynhneygðra heldur fyrir mannréttindum almennt sem ljóst er að þarf að bæta verulega í Aserbædsjan.
Páll okkar Magnússon útvarpsstjóri á að hvetja vini okkar á Norðurlöndum til að taka sama pól í hæðina. Því ef öll Norðurlöndin verða hýr í Bakú og halda á lofti baráttunni fyrir eðlilegum mannréttindum samkynhneigðra þá getur enginn Aseri fram hjá því litið. Eða Evrópa yfir höfuð ef út í það er farið. Eða veröldin öll!
Já, mætum hýr til Bakú!
Verum við sjálf.
Hættum að láta þrýstihópa segja okkur hvað við eigum að gera.
Mér finnst létt óþolandi að ríkissjónvarpsstjórinn skuli rembast við að hafa skoðun á þessu – því hann á að vera svo skemmtilega hlutlaus á vinnutíma – allan daginn.
Það verður bara hlegið af Íslendingum ef að þeir fara að setja sig á of háan hest í þessu máli. Gætu íslenskir mannréttindafrömuðir ekki bara farið til Bakú og gert frétt um málið? En mér finnst nú dálítið hlægilegt ef að Íslendingar ætla að fara mikinn í þessu máli og hætta við að fara á Eurovision vegna þessa þegar sambærileg mannréttindabrot fara nú fram í okkar eigin landi þar sem verið er að skuldfæra háar ofgreiðslur ofan á lán heimilanna, peninga sem að heimilin tóku aldrei að láni og tilheyra þeim ekki, upphæða sem að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa sjálfir kallað froðu, sömu upphæðir eru bókfærðar sem hagnaður á banka og lífeyrissjóði. Óheiðarlegir glæpabankar hrekja heiðarlegar fjölskyldur út af heimilum sínum með aðstoð lögreglu á hverjum degi! Byrjum á að taka til í okkar eigin garði áður en við förum mikinn yfir syndum annarra!!!!!
OKKUR ferst að tala um mannréttindabrot á meðan mannréttindi eru fótum troðin á Íslandi!!!
Ég hvet íslensk mannréttindasamtök til að hvetja þjóðir heims til að taka ekki þátt í neinum menningar eða íþróttaviðburðum á Íslandi fyrr en að heimilislánin verða leiðrétt og verðtryggingin afnumin!!!
Vel mælt Anna Margrét Bjarnadóttir.