Sunnudagur 12.02.2012 - 13:26 - 19 ummæli

Galdrabrenna á Akureyri?

Ef Snorri Óskarsson grunnskólakennari missir starf sitt vegna þess að vitna í Biblíuna á opinberum vettvangi og túlka orð hennar of bókstaflega fyrir smekk annarra – þá erum við komin út á hálan ís. Mér líkar betur kærleiksboðskapur Jesúm Krists en grimmd gamla testamentisins. Það breytir ekki texta gamla testamentisins.

Má Snorri vitna í orð Jesúm krists og leggja út frá þeim á opinberum vettvangi – en ekki vitna í texta gamla testamentisins og leggja út frá honum?

Menn geta tekist á við Snorra á málefnalegan hátt og með málefnalegum rökum. En ef það á að refsa Snorra fyrir skrif hans með mögulegum starfsmissi – þá eru menn farnir að tendra galdrabrennurnar.

Já, og taka undir anda grimmdarinnar í gamla testamenntinu.

 

‎“Ég fyrirlít skoðanir yðar, en ég er reiðubúinn til að láta lífið fyrir rétt yðar til að halda þeim fram.“  

Voltaire.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Er Snorri ekki brotlegur við 233 gr. hegningarlaganna? Aldrei mun ég styðja það að maður sé rekinn úr starfi fyrir skoðanir sínar eingöngu. En það er munur á því hvort menn standi á torgum og ráðast gegn hópum eða einstaklingum með slíkum hætti sem bókstafstrúarmenn (Snorri innifalinn) – þá eru þeir brotlegir við lög. Tjáningarfrelsið (og annað frelsi) er takmörkunum háð, það endar þar sem þú gengur á rétt annarra. Algild regla.
    Biblían er aldagamalt rit og inniheldur marga vitleysuna. Ef einhverjir kjósa að nota hana að vopni til að ráðast að réttindum annarra þá eru þeir varla að starfa í anda hins kristilega kærleika.
    Ef skólakennari á Akureyri byrjar að nota Mein Kampf sem sína „biblíu“ og bloggar og boðar hatur gegn gyðingum – og skiptir þá engu máli hvort nokkur gyðingur býr norðan heiða – þá er þessi skólakennari brotlegur við lög. Ekki vegna árása á gyðinga, heldur vegna þess að landslög banna honum að smána fólk á grundvelli trúar þess eða öðru sem lögin tilgreina. Þetta er ekki flókið Hallur.

  • Haukur Kristinsson

    Við lifum á því Herrans ári 2012 „and counting“.
    Því eru skoðanir Snorra ekkert annað en rugl og merki um dæmigerða vanþekkingu. Hinsvegar á ekki að vísa honum frá grunnskólanum, alls ekki, heldur á hann að verða nemandi í skólanum.

  • Hvað ef Snorri væri að predika andúð gegn innflytjendum og fólki af öðrum uppruna en norrænum? Ef hann væri að blogga um að það ætti að útrýma svörtum og útlendingum úr íslensku samfélagi og hann væri með nemendur af erlendum uppruna í skólanum. Væri það í lagi?

    En ef hann væri gyðingahatari? Eða einn af þeim sem vilja drepa múslima eins og meindýr og segir það upphátt? Allt í lagi? Hvað ef skoðanir hans yrðu einhverjum nemanda hans innblástur til að fremja hatursglæp? Eða að þær yrðu til þess að einhver nemandi, sem er að uppgötva kynhneigð sína, fremdi sjálfsmorð? Allt í góðu?

  • Það er mikill munur á tjáningarfrelsi og haturstali sem beinist gegn tilteknum samfélagshópum. Haturstal er ekki samræða um hugmyndir heldur árás á tilverurétt fólks. Það er t.d. munur á því að skrifa um trúarhugmyndir kristinna manna, takast á um inntak þeirra kenninga og rita sem þeir aðhyllast, eða að kalla alla kristna menn rottur og afætur, meinsemd sem á sér ekki tilverurétt í heimslíkamanum samkvæmt hinum og þessu bókstaf. Svo uppdiktað dæmi sé tekið.

    Tal eins og blogg Snorra grefur undan stöðu samkynhneigðra í samfélaginu með því að líkja þeim við glæpamenn og kalla syndara sem eiga yfir höfði sér dauða, væntanlega sálardauða á efsta degi — ef ég reyni að skilja hirðinn í Betel — svo það er hvorki meira né minna en Guð sjálfur sem mun refsa þessum ómennum/syndurum.

    Skrif eins og þau sem Snorri stundar eru oftar en ekki undandfari beinna ófsókna á hendur þeim hópum sem skrifin beinast gegn. Þegar búið er að fella viðkomandi um tröppu í samfélaginu, afmennska þau, þá er „auðvelt“ að réttlæta ofbeldi gegn þeim og jafnvel dráp. Þessa eru mörg dæmi í nýlegri og fjarlægari sögu og óþarfi að rifja upp fyrir hér. Öll eiga dæmin hinsvegar sameiginlegt að til grundvallar afmennskuninni liggur einhver trúarbókstafur, söguskilningur eða vísindakenning. Svo það eitt og sér að Snorri vitnar til Biblíunnar veitir honum ekkert skjólk.

    Ég er hins vegar á því að best sé að þessi mál séu rekin fyrir dómstólum. Þar þarf að láta reyna á hvar mörkin milli tjáningarfrelsis og haturstals liggja. Sérstaklega á meðan það virðist svo óljóst fyrir upplýstasta fólki.

    Það útilokar hins vegar ekki að foreldrar skólabarna geti gert kröfu um að börn þeirra verði leyst undan þeirri kvöð að hafa Snorra sem kennara. Og þarf hann þá að sækja málið fyrir dómstólum úr sinni átt.

  • trúmann kapút

    Sammála þér í þessu máli Hallur.

  • Helgi Viðar

    Fordæming á endaþarmsmökum karlmann hvor með öðrum kemur líka fram í nýjatestamentinu hjá Páli postula, enda hefur hin kristna kirkja alltaf álitið slíka kynhegðun vera synd. Aðeins ákveðin hluti lúteskra presta hefur komist á aðra skoðun hin síðari ár.

    Skrif Snorra eru fráleitt hatursáróður en aðförin gegn honum er saman gamla sagan um skoðanakúgun og þöggun gagnvart minnihlutaskoðun sem þó var mjög útbreidd og viðtekin hér áður fyrr.

  • Það er algert skilyrði að kröfur séu gerðar til barnakennara og það verður að vernda óharðnað ungviðið fyrir ólýðræðislegum öfgafaskoðunum Snorra. Þannig verndum við lýðræðið.

  • Pétur Maack

    Hallur,
    vertu ekki að gjamma um það sem þú hefur ekki vit á. Lestu bloggið hans Snorra a.m.k. áður en þú ferð að þvæla um galdrabrennur. Það er Snorri sem fer fram með ofsóknum gegn minnihlutahóp sem lengst af hefur átt í vök að verjast. Það er bannað með lögum eins og Hjálmtýr bendir á.

    Enn fremur ættir þú að kynna þér Biblíuna og innihald hennar áður en þú slengir fram staðhæfingum á borð við þessa hér að ofan um ólíkan boðskap gamla og nýja testamentis. Hið nýja er ekkert skárra.

  • Það er ekki bara réttur Snorra að segja skoðun sína. Menn eiga að hlusta gaumgæfilega á hvað hann segir.

    Kristin kirkja hefur frá upphafi bent á að samkynhneigður lifnaður sé synd sem eyðileggi líf mannsins. Þetta eiga menn að mínu viti að hlusta á og virða.

    Börn eiga að fá að heyra þessa skoðun því hún er heilbrigð og stendur á föstum grunni.

    Spyrja mætti hvort Snorri sé með hatur í garð minnihlutahóps. Því svara ég svo: Eru þeir sem vara við ofdrykkju ekki að ráðast á minnihlutahóp sem eru alkóhólistar? Nei, auðvitað ekki. Kristin kirkja gerir sterkan greinarmun á syndum manna og persónununum. Hún virðir alla menn en hatar syndina.

  • Séra Hallgrímur

    Fyrir þrjátíu árum voru þeir sem þá voru kallaðir kynvillingar um það bil réttdræpir á Íslandi og flúðu til Danmerkur undan hnífamönnum ef svo illa vildi til að hneigðir þeirra urðu opinberar.

    Nú vilja þessir sömu hnífamenn stúta þeim sem segja að samkynhneigð sé synd.

    Skríllinn er duttlúngafullur.

    En það er Snorri í Betel víst ekki.

    Og heldur fast við Guðs orð.

  • Séra Hallgrímur

    Ég veit það kemur mörgu skrílmenninu á óvart

    en sannleikurinn er sá að Biblían hefur löngum haft

    aðra stöðu í menningunni en Mein Kampf.

    Einkum Nýja Testamentið.

  • Sæll Hallur
    Ætlaði að benda þér á að skrif um samkynhneigð er líka í Nýja-testamenntinu. Fólk kallar Snorra mannhatara en hvað er þetta sama fólk að gera núna? Eru þau ekki líka mannhatarar?
    Ég get ekki séð neitt rangt við það að lesa fyrir ykkur um boðorðin tíu eða um samkynhneigð. Ég bjó ekki til þessi skrif heldur er Biblían leiðsögubók fyrir okkur og ég trúi því að hún sé innblásin af Guði. Ég hef verið kölluð mannhatari fyrir að skrifa beint uppúr Biblíunni á blogginu mínu og víðar.
    Ég get ekki sagt til um hver fer til himins og hver ekki. Það er á milli Guð og viðkomandi.
    Ég tel að Akureyrarbær sé að brjóta lög ef þau segja Snorra upp. Það er ennþá tjáningarfrelsi en það gæti breyst á 30 ára ferli sem Jóhönna Sigurðardóttur á eftir að eigin sögn 🙂
    Guð veri með okkur öllu.

  • flugdellukallinn

    Get ekki orða bundist yfir öllu hatrinu í garð Snorra… Það eina sem hann gerði var að vitna í biblíuna og tala um syndina sem birtist í mörgum myndum. Hann kaus að fjalla um eina synd sem virðist tröllríða hinu vestræna samfélagi nú um mundir. Samkynhneigðir með mjög svo skipulagðri baráttu og múgsefjun samtaka á borð við 78 hafa verið að markaðsetja samkynhneigðina undanfarin ár. Það liggur við að maður sé ekki maður með mönnum nema að hafa hugsað um og prufað sama kyn…. Á sama hátt Er Gay pride gangan sem haldin er á hverju sumri kölluð “ fjölskylduhátið“ .. Hvernig í ósköpunum er hægt að samþyggja slíka hátíð sem fjölskylduhátið þar sem klámið gjörsamlega flæðir yfir allt… þetta er nánast eins og að sýna börnunum okkar klámspólu og segja svo að það sé gott fyrir barnið að sjá þessa spólu því þetta séu nauðsynleg mannréttindi……Reynið að sjá hversu langt út af sporinu við erum komin…Svo hendir bæði Ríkið og Borgin tugum miljóna í þenna gjörning… Hvað með alla hina hópana í þjóðfélaginu??? Hvernig í ósköpunum erum við sokkin svo djúpt að banna dreifingu nýjatestamenntisins í grunnskólum, sem er ekkert nema fagurt rit og heilbrigt, enn á sama tíma leyfum við samtökum 78 að hræra í hausunum á okkar börnum með því að koma þeirri hugsun að að segja að þú gætir verið samkynhneigður / hneigð og það á versta aldri þar sem þau eru á hátindi mótunarskeiðs… Sjáið ekki hvað múgsefjunin er mikil ???? Guð hjálpi okkur öllum….. Það er ekkert skrítið að ungt fólki í dag sé kolruglað á unglingsárunum þegar áreitið er svona mikið…
    Það er vanvirðing, vanviska og hroki að halda því fram að núverandi kynslóð viti allt best og allar kynslóðir sem undan eru gegnar hafi ekki vit á málaflokknum. Afhverju er samkynhneigð eðlileg í dag enn ekki td árið 1980 og allar aldir fyrir það ??? Skrítið… Svarið tel ég að sé Markaðsvæðingin á málafloknum ( múgsefjuninn)… klámvæðingin…
    Snorri hefur að mínum mati fókusað of mikið á þessa einu synd. Öll synd er slæm og leiðir af sér dauða segir vor heilaga ritning.. ENNN biblían segir okkur líka ( Guð sé lof ) að Guð elskar okkur svo mikið að hann sendi Jesu til að deyja fyrir okkar syndir og gera okkur frjáls… þurfum bara að biðja hann á hverjum degi að fyrirgefa okkur vorar syndir eins og segir í faðir vorinu enn ekki marvist að lifa í syndinni…

    Eitt vil ég spurja alla hatursmenn Snorra…. Hvað ef allt sem Snorri er að segja er Rétt ?? Hvað þá? hafið þið spáð í því?

    Góðar stundir

  • Hallur Magnússon

    Svo það sé klárt – þá er ég líka með nýja testamentið á hreinu. Og afstöðu Páls postula. Sem mér er oftast ekkert sérstaklega að skapi. Það sem ég er að vísa í í nýja testamentinu er kærleiksboðskapur Jesúm krists – hafi það ekki verið á hreinu.

  • Fannar Hjálmarsson

    Nú segja menn að það standi í Biblíunni að Samkynhneigð sé synd. Hvar stendur það og hvað stendur? Getur ekki verið að í gamla Testamenntinu standi að það meigi ekki sóa sæði vegna þess að það eru mögulegir synir. Synir sem síðan eiga að verða hermenn Ísraels? gamla testamenntið er jú trúarbók mjög herskárar þjóðar sem lifði á stríðshrjáðu svæði og þurfti að berjast við nágranna sína aftur og aftur. á slíkt við um Ísland í dag?

    Stendur ekki líka að þræla hald sé í lagi í boðorðunum tíu? stendur ekki líka að í lagi sé fyrir karlmann að halda framhjá konu sinni til að eignast fleiri börn og þá helst syni? Ef menn ætla að vera bókstafstrúarmenn þá er ekki hægt að velja og hafna því sem mönnum líkar best við. því þá erum við komin með kult sem aðhyllist ákveðnar kenningar um að þetta eða hitt sé réttari en annað í trúnni. svo er alltaf spurning hvenær um nýja trú er að ræða.

    Gyðingar, Kristnir og Múslimar trúa allir á sama guðinn. en þetta eru ekki sömu trúarbrögðin.

  • Thorsteinn

    Skoðun Snorra er sú að samkynhneigð sé synd sem menn geti forðast. Því eru yfirlýsingar hans ekki áróður í garð manna eða hópa heldur lýsir hann andstöðu við hneigðina, eða það líferni sem henni tengist. Því er ekki hægt að bera þessa afstöðu hans saman við hatur í garð kynþátta eða þjóða.
    Snorri myndi væntanlega sjálfur líkja þessari afstöðu sinni við t.d. afstöðu gagnvart ofneyslu áfengis, græðgi, ofáti eða öðrum svonefndum dauðasyndum (það er reyndar athyglivert að samkynhneigð er ekki meðal þeirra).
    Menn geta svo eftir atvikum verið Snorra sammála eða ósammála um þennan greinarmun á manninum og hneigðinni eða líferninu. Það geta menn þá rökrætt. En að hlaupa upp til handa og fóta og líkja yfirlýsingum hans við hatur í garð þjóða og kynþátta er kjánalegt.

  • Thorsteinn. Það er spurning hvar hatrið liggur. Snorri er hataður fyrir að hata „syndina.

  • jú, samkynhneigð flokkast undir ,,lostasemina“ sem er ein af höfuðsyndunum sjö

  • Thorsteinn

    Kannski Snorri ætti þá að snúa sér að því að blogga um lostasemina sem slíka, ekki bara lostasemi samkynhneigðra. Eða kannski hann fái þá ennþá fleiri upp á móti sér?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur