Það er hjákátlegt að sjá marga þá sem réðust af miklu offorsi á starfsheiður bæjarritarans í Kópavogi þegar hann var ráðinn yfirmaður Bankasýslu ríkisins, þar sem hann var metinn hæfasti umsækjandinn, orga nú eins og stungnir grísir yfir því að forstjóri Fjármálaeftirlitsins sé í vandræðum vegna vafasamra starfa sinna fyrir aflandsfélög Landsbankans.
Tvöfeldni er ekki ný bóla á Íslandi og sama á við þegar menn tala undir rós eða gefa í skyn og setja fram ávirðingar með þeim orðum að það gæti verið satt.
Best er tala hreint út. Þá hefur textinn eitthvað vægi en leysist ekki upp í ómarktæka froðu.
Hverjir eru þessir „margir“ sem réðust á bæjarritarann en halda nú uppi vörnum fyrir hin brottrekna forstjóra FME?
Athyglisverður pistill. Er það jafnt í þínum huga Hallur, að hafa verið aðstoðarmaður ráðherra þegar umdeildasta einkavæðing banka fór fram, þar sem tengsl við Framsóknarflokkinn voru óumdeildanlega stór hluti ákvarðana, og mál Gunnars Andersen? Þar sem málið sem um ræðir er slíkt vafamál að þrjár af þremur hreinsunarskýrslum um málið eru sammála um að ekkert óeðlilegt hafi komið fram?
Þetta er mjög undarleg niðurstaða hjá þér.
Hrekkjalómur
Að bera þessi mál að jöfnu er kjánalegt svo ekki sé nú meira sagt.
Yfirskot Hallur!
Spila á grunnhyggju almúgans – dæmigerður pólitíkus.