Fyrirtæki í Reykjavík reynir nú að hafa minn gamla flokk Framsóknarflokkinn að féþúfu! Fyrirtækið rukkaði Framsóknarflokkinn um tvöfalt hærri fjárhæð en um var samið fyrir þjónustu þess í aðdraganda kosninganna 2009. Fyrirtækið hefur ekki getað lagt fram nein gögn né neinar sannanir fyrir því að fjárkrafa þess eigi við rök að styðja.
Þvert á móti dæmdi héraðsdómur fyrirtækinu í vil eingöngu á málflutningi framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem aldrei kom að málinu og á málflutningi starfsmanns fyrirtækisins sem bauð Framsóknarfélögunum í Reykjavík sérkjör fyrir þjónustuna. Engin gögn. Engar sannanir.
Ég veit þetta því það var ég sem kosningastjóri hjá mínum gamla flokki sem fékk munnlegt tilboð um sérkjör á þjónustu fyrirtækisins. Þjónustu sem aldrei hefði verið keypt ef hún hefði átt að kosta það sem rukkað var fyrir. Aldrei.
Auðvitað eru allar líkur á að hæstiréttur snúi þessum sérstaka dómi héraðsdóms við. Því ef það gerist ekki þá eru félagasamtök í landinu berskjölduð fyrir óprútnum fyrirtækjum sem geta gefið út á þau tilhæfulausa reikninga.
En á meðan beðið er dóms hæstaréttar þá reynir fyrrnefnt fyrirtæki að gera Framsókn að féþúfu með því að kúga það til greiðslu tilhæfulauss reiknings með umfjöllun í fjölmiðlum. Kúgunarleið sem fyrirtækið hefur áður beitt gegn flokknum.
Eins og menn vita þá er ég ekki lengur í Framsóknarflokknum. Mér gæti ekki verið meira sama um erfið fjármál flokksins og það að einhver aðildarfélög hans verði gjaldþrota. En ég vil þá að gjaldþrotið byggi á raunverulegum fjárskuldbindingum sem Framsókn hefur staðið fyrir en ekki tilhæfulausum fjárkröfum fyrirtækis út í bæ.
kannski ekki gera munnlega samninga?
Hvaða mál er þetta? Ef eg má spyrja.
Þar kom vel á vondann. Segir einhver ef að líkum lætur. 🙂
Það er nú best að hafa allt skriflegt. Sérstaklega ef verið er að vinna á reikning annara.
BORGIÐ YKKAR SKULDIR ÓREIÐUFÓLK!
Gaman að sjá hvað þér er alltaf annt um þinn gamla flokk.
Ertu fæddur í gær? Hver gerir munnlega samninga um svona mál? Þið buðuð þessu heim!
það getur ekkert verið dæmt á munnlegum samningi eingöngu. þetta hlýtur að vera byggt á einhverju sem hönd er á festandi. það er löngu liðin tíð á Íslandi að ,,Orð skuli standa“. Löngu liðin tíð.
En getur framsókn ekki sett Vigdísi í þetta mál? Hún er besti lögfræðingur á Íslandi.
þessi dómur er hérna:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201007447&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=
Hverjir fengu hús gefins rétt áður en Búnaðarbankanum var úthlutað til vildarvina flokksins frítt ??
hver treystir flokki sem hefur ekki enn birt ársuppgjör seinustu ára?! Fjárglæfraflokkurinn ætti þetta að heita!
Af hverju ekki að senda Teiti Atlasyni reikninginn. Hann var eitthvað vondur við ykkur hækjurna, leyfði sér að segja satt. Það gengur auðvitað ekki, no way!
Kalli hefur líklega misst af þessu:
http://www.rikisend.is/fileadmin/media/skyrslur/Ársreikningur_Framsóknarflokksins_2010.pdf
Framsókn er búin að féþúfu allt mitt líf og nú hvarta þeir að þurfa borga reikninga þegar spillangargjöldin eru hætt að berast. Gott á þá.
1. Óli ætti ekki að trúa öllu bullinu sem hann les í DV. Þessari dellu varðandi húsið var svarað og að fullu árið 2005 þegar Helgi Hjörvar spurði um það. Þar var um mjög eðlileg fasteignakaup að ræða. En DV hefur því miður hingað til ekki látið raunveruleikann trufla sig þegar búnar eru til bullfréttir.
2. Kalli veit augljóslega ekki um hvað hann er að tala, Framsókn hefur skilað öllum ársreikningum sem hefur átt að skila. Tveir síðustu reikningum var því miður skilað of seint, en framkvæmdastjóri flokksins hefur útskýrt skilmerkilega hvernig á því stendur.
3. Því miður er stór hluti af netumræðu um stjórnmál svona rakalausar upphrópanir eins og þeir Óli og Kalli stunda hér. Þeim væri nær að leita hins sanna í málum eins og Hallur gerir vel hér í færslunni.
Jóhannes Þór
þetta snýst ekkert um DV eða hvort húsið var gefið eða selt til málamynda…..flokksdindlarnir fengu Bankan gefins að kröfu Halldórs Ásgrímssonar…..það er engi upphrópun, það er staðreynd og lýsir þessari mafíósastarfsemi mjög vel.