Það var dálítill hroki í Stefáni Jóni Hafstein hér í eina tíð. Allavega var hann dálítið góður með sig. Hafði reyndar að sumu leiti efni á því. Vel gefinn, myndarlegur maður sem auðvelt á með að tjá sig við hvern sem er. Ljóst að það rúllar enginn yfir Stefán Jón.
En Stefán Jón hefur breyst. Hann dró sig út úr íslenskri pólitík og fór að starfa að þróunarsamvinnu í Afríku. Ég hef fylgst með honum þar. Séð hann vinna gott starf. Og séð „dálítinn hroka“ hægt en örugglega þróast yfir í hæfilega auðmýkt.
Þrátt fyrir hæfilega auðmýktina rúllar enginn yfir Stefán Jón. Það segir honum enginn fyrir verkum. En hann hefur lært að þjóna.
Þannig þarf forseti Íslands að vera.
Sammála þér. Stefán Jón er í fyrsta sæti hjá mér eða Rannveig Rist. Hún er kvenskörungur og hefur fyrir löngu sannað sig sem dugleg , ófeimin, klár og ákveðin. Ég trúi að hún yrði einskis taglhnýtingur.
Stefán Jón Hafstein er of ungur og einnig líklega of klár til að sitja á hækjum sínum á Bessastöðum. Ég vil sjá Stefán Jón í pólitíkinni. Leyfum Ólafi Ragnari að vera næstu árin fjögur áfram forseti. Það skiptir eiginlega engu máli hver þar dvelur og við þekkjum orðið duttlunga hans og kúnstir. Hann kemur ekki lengur á óvart.
Ég er sammála þér að Stefán Jón hefur þroskast gífurlega við þróunarsamvinnustörf sín. Það er virkilega gaman núna að fylgjast með honum núna.
Þjóðin þarf á Ólafi Ragnari að halda fimmta kjörtímabilið svona rétt á meðan hún er að gera upp hrunið. Þegar um hægist eftir rúm fjögur ár má una við einhvern hæglátan og aðgerðarlítinn kandidat á forsetastóli.
Þeim hins vegar sem er umhugað um framtíð Stefáns Jóns Hafstein hér og nú má benda á þá hrollköldu staðreynd að stöðugt fjarar undan Samfylkingunni. Jóhanna er að gamlast, Össur er erlendis og skýst aðeins heim örskotsstund til þess að verja ríkisstjórnina falli, varaformaðurinn er í felum, Árni Páll fallinn í ónáð, Björgvin búinn að missa kjarkinn og aðrir í þingliðinu annað hvort í barnseignarfríi eða lítt til foringja fallnir.
En Samfylkingin getur dregið úr fallinu, rétt úr kútnum og komist hægt og bítandi aftur á beinu brautina. Svarið er Stefán Jón Hafstein. Á hvítum hesti skeiðar hann frá Afríku, hratt og örugglega inn í íslenska pólitík og hrifsar til sín leiðtogasæti Samfylkingarinnar. Það er skrifað í skýin.
Ólafur Ragnar varð sér til skammar á þessum blaðamannafundi í dag. Lætur eins og að þessi undirskriftasöfnun komi sér á óvart og hann þurfi eina til tvær vikur í viðbót, til að hugsa málið. Það sjá allir sem vilja þvæluna í kringum þetta. Svo hnikkir hann út með að segja að ef hann ákveður að bjóða sig fram aftur og fái til þess stuðning frá þjóðinni þá sé hann að gera það launalaust og væri að gera þjóðinni stórkostlegan greiða.
Það var þreyttur og lúinn forseti á Bessastöðum í dag.
Gefum honum tækifæri á að yfirgefa sviðið.
The show is ower!
Leyti er með y. Leiti er hæð.
Ég hef verið vinkona Stefáns Jóns í 21 ár. Unnið undir hans stjórn hjá Rás 2, starfað með honum að útgáfu bókar og efnis á netið. Betri, heiðarlegri og greindari mann er ekki hægt að finna að mínu mati. Vissulega kom hann fyrir sem hrokagikkur þegar hann var í útvarpinu. Vitið þið hvernig var að sitja fyrir svörum í Þjóðarsálinni? Eina leiðin til að komast í gegnum þann þátt var að þykjast vera með hroka. Stefán Jón er eldklár og réttsýnn, hann hefur búið i Afríku í fimm ár og horfir á landið okkar öðrum augum en við sem höfum verið flækt í þetta ömurlega leikrit síðan í október 2008. Ég veit um marga sem vilja Stefán Jón sem forseta – en spurningin er bara hvort hann hafi áhuga á því.
Sammála lýsingu Önnu Kristine á Stefáni Jóni.
Ég hef reyndar aldrei skilið hvernig eðlislæg glaðbeitt snerpa og ákveðni Stebba var allt í einu dæmd sem hroki, vegna hressandi tilsvara hans í Þjóðarsálarþáttunum, fyrir margt löngu.
Og vörpulegur er Stefán sem fyrr, er hann var ármaður í Tjörninni forðum.
Kannski léttleikandi glæsileiki hans hafi pirrað einhverja og þá helst einhverjar horn-kerlingar og kalla.
En vissulega sveif andi hans stundum geyst á skautum og er þar þekktast hið ódauðlega ljóð hans um Brewster McCloud, er birtist í Sundlaugi Wathne, tja væntanlega fyrir um 38 árum síðan, því Stebbi er nýorðinn 57 ára, góður aldur fyrir forseta, ef Ólafur kemst undan feldinum.
Alls ekki forseti…taka slaginn í Samfylkingunni…annars er hún dauð…
Íslenska þjóðin á annað skilið en að hafa forseta sem situr í einn fimmta úr öld. Löngu er kominn tími á það að fá nýjan forseta.
Ólafur var þjóð sinni bestur á 4. kjörtímabilinu og vísa ég þar til dugs hans til að virða eindreginn vilja þjóðarinnar til að vísa Icesave málinu til þjóðarartkvæðagreiðslu, í tvígang. Þar með virti hann beint lýðræði, sem flokksræðisbúlldoggar 4-flokksins hafa forðast í lengstu lög. Kannski kallinn geti enn toppað það á sínu fimmta? Aldrei að afskrifa rakarasoninn að vestan.
Hæfileikum Stefáns væri sóað í forsetaembættið – myndi ekki þurfa að hugsa mig um tvisvar hvernig ég ætti að verja atkvæði mínu ef hann færi í stjórnmálin.
Vek athygli á grein Stefáns Jóns sem komin er á tmm.is:
http://tmm.forlagid.is/?p=2451
þar sem hann fjallar um Rányrkjubúið Ísland.
Stefán Jón Hafstein á miklu frekar að láta til sín taka á öðrum vettvangi en í forsetaembættinu. Óbundinn af þeim skorðum sem það tildur setur þeim embættismanni.
Ég skildi Ólaf Ragnar vel þegar hann sagðist vilja losna úr viðjum forsetaembættisins til að beita sér að vild fyrir því sem honum liggur á hjarta. Ef hann ákveður að hætta við að hætta sem forseti, þá er hann búinn að skipta um skoðun og ákveða að setjast í helgan stein á Bessastöðum. Ekki sosum að hann ætli að sitja þar á friðarstóli, en úr þeim stól stýra menn engum framförum.
Hér má minna á, að Stefán Snævarr kom með þarfar ábendingar í gagnrýni sinni á grein Stefáns Jóns, sem Soffía vísar til og það er vel þess virði að lesa:
http://blog.eyjan.is/stefan/2011/10/08/stefan-jon-frjalshyggjan-og-hrunid/
Ég held að við þurfum á Ólafi að halda. Er ekki búið að gefa í skyn að þjóðarkvæðagreiðsla um ESB verði ekki bindandi.
Benni,
Er engum öðrum treystandi nema núverandi bónda á Bessastöðum?
Þú ert að gera lítið úr ,,væntanlegum“ kandidötum.
Nei það er ég ekki að gera. En ég veit að hann er sá fyrsti sem hafði kjark til að skjóta málum til þjóðarinnar. Og það var nú ekki átakalaust.
Ef einhver þorir þá er það Stefán Jón Hafstein honum verður ekki svo auðveldlega sagt fyrir verkum. Ég trúi því að hann muni vera réttlátasti forseti sem við gætum fengið,og styð hann eindregið og hvet