Mánudagur 27.02.2012 - 12:11 - 6 ummæli

Hvernig veit Álfheiður?

Hvernig veit Álfheiður að enginn þingmaður hafi hringt í mótmælendur á Austurvelli og leiðbeint þeim í aðför að lögreglu og Alþingishúsi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Hvernig veit Geir Jón það?
    Og ef hann er að skrifa skýrslu fyrir lögguna, rúmum þremur árum eftir þessi mótmæli, er eðlilegt að hann sé að gaspra um niðurstöður áður en skýrslan er birt?
    Er lögreglan kannski komin í pólitík?
    … Er þetta ekki bara klassísk smjörklípa?

  • Haukur Kristinsson

    Björn Bjarnason vill ekki upplýsa……..

    Geir Jón Þórisson, fyrrum yfirlögregluþjónn, vill heldur ekki upplýsa…..

    Björn segist ekki hafa meira um málið að segja……….

    Geir Jón vill ekki gefa upp hvaða þingmaður eða þingmenn þetta voru……..

    Við höfum sagt frá atvikum, en tilgreinum ekki nöfn……..

    Það voru ekki mín orð og ég hef enga vitneskju um það…….

    Gamla góða Ísland!

  • Kristján G. Kristjánsson

    Er þá um að ræða hópsímtal, eða var hringt í marga hvern á eftir öðrum, eða voru margir að hringja?

    A.m.k. fékk ég aldrey símtal, og enginn sagði mér að gera neitt svona eins og þú ert að tala um. Leiðinlegt að vera skilinn svona útundan.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Hún er óskeikul eða gædd dulargáfu. Nema hvortveggja sé.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Góð spurning og ein sú skynsamlegasta hingað til. Hvað er svona hættulegt að lögreglan vinni skýrslu um atburði tengdum átökunum..??? Það eru ekki miklar líkur á að Álfhildur eða aðrir snillingar eins og Illugi Jökuls, Reynir Traustason, Hafsteinn einhver hlaupatík Harðar Torfa sem og hann getir fullyrt eitt né neitt nema að þau viti upp á sig sökina. Það vill svo til að ef einhver hafði yfirsýn yfir atburði þá var það lögregluforinginn Geir Jón. Þessi umræða hefur verið í gangi frá því í búsáhaldabyltingunni því það leyndi sér ekki að aðgerðum ver vel stjórnað og vill Hörður Torfason og hlaupatíkin eigna sér „heiðurinn“. Væntalega eigna þeir sér „heiðurinn“ af hland og mannskíts kastinu, sem og öllu ofbeldi sem var framið gegn lögreglu ma. lágu stórslasaðir eftir gangstéttarhellu köst og öðrum stórhættulegum sendingum.

    Þegar þúsundir manna komu saman til að mótmæla núverandi stjórnvöldum hafði Hörður Torfason „stjórnandi“ búsáhaldabyltingunnar þetta að segja í fjölmiðlum.:

    „„Ég er maður sem kann að stjórna svona hlutum. Ég er leikstjóri að atvinnu og það segir sig sjálft að svona hlutir renna út í sandinn ef þeim er ekki stjórnað. Þetta er ekki skipulögð bylting og ekki skipulögð mótmæli, þetta er meira í ætt við uppþot. Það veit enginn hvaða kröfur eru í gangi, það virðist vera almenn reiði sem orsakar svona uppákomur.“

    Sjálfur tók ég þátt í mótmælum allt frá upphafi og var í fyrsta hóp appelsínugulra sem stilltum okkur á milli lögreglu og ofbeldis aðgerðahóps sem Hörður eignar sér. Að snú að hópnum sem var alltaf sá sami fremstur sem lét verst þá var ekki minnsti vafi á að farsímar voru notaðir með sms sendingum til að samræma aðgerðir. Hópur hvarf á einu augnabliki og ruddist að dyrum Alþingis eins og eftir skipun þó svo hann hafi verið dreifður utan um húsið rétt áður og var ekki í sjónlínu á milli enda var ekki möguleiki á neinum slíkum samræmingum, sem og þegar hann þusti að stjórnarráðinu. Þetta gerðist trekk í trekki og meðal lögreglumanna á staðnum voru þeir vissir um að svo væri í pottinn búið, þó svo snillingar eins og Álfheiður segir að ENGIN hafi stýrt hópnum. Það er ekki verið að tala um ALLA sem voru að mótmæla heldur sama hóp ofbeldisfólks sem mætti með andlitin hulin og ma. geymdu skilti og annan búnað á skrifstofu Vinstri Grænna á milli átakanna.

    Nú er Álfheiður eins og svo margir stjórnarliðar ákafir stuðningsmenn þess að grunaðir eru dregnir fyrir dómstóla svo þeir geri sannað sakleysi sitt og hreinsað sig af öllum grun. Einhverra hluta vegna má ekki ræða þetta mál og uppákomur á þingi fyrr í vetur um sama hlut ollu henni og Steingrími eins og nú þvílíku hugarangri sem öðrum stjórnarliðum að hálfa hefði verið yfirdrifið. Og það með að þau „VITA“ að ekkert er hæft í framburði þingmanna sem voru vitni að atburðum. Eina leiðin að „VITA“ er að bera ábyrgð á að hafa stýrt ofbeldishópnum og LJÚGA ÞVÍ TIL AÐ ENGIN HAFI STJÓRNAÐ HONUM. Það á við þingkonuna, trúbadorinn, hlaupatíkunnar stóryrtu, ritstjórans hraðljúgandi og al vitrann meðlim sönglagaþingsins. En var einhverntímann búið að gera grein fyrir og skila reikningum „STJÓRNENDA“ búsáhaldabyltingunnar og félagsskaparins..??? Sjálfsagt má lesa ýmislegt úr uppgjörinu ef það er til staðar.

  • Miklu nær væri að spyrja Álfheiði um framgöngu eiginmannsins fyrir hönd Lýsingar. Guð blessi hina skinhelgu:

    http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/saevar-thor-jonsson-logfraedingur-bankar-og-fjarmognunarfyrirtaeki-a-islandi-stunda-skipulagda-glaepastarfsemi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur