Við eigum að vera áberandi hýr í Bakú. Hvort sem við erum gagnkynhneigð eða samkynhneigð. Notum öll tækifæri til þess að vera hýr og koma boðskap um eðlileg mannréttindi samkynhneigðra á framfæri. Í öllum viðtölum. Í öllum partýum. Á sviðinu í Bakú. Páll okkar Hjálmtýsson á ekki að sniðganga Bakú. Hann á að vera í […]
Það stefnir í algjört kraðak á Alþingi í kjölfar komandi Alþingiskosninga. Það sjá það allir að flokkakerfið er í rúst og núverandi stjórnmálaflokkar munu ekki gera það gott. Þeir munu hins vegar allir fá menn kjörna á þing. Ný framboð munu væntanlega ná betri árangri en áður hefur sést í íslenskum stjórnmálum. Þau munu einnig […]
Það er löngu kominn tími á að lýðræðisvæða lífeyrissjóðanna. Helmingaskipti stjórnendaklíku verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda hefur aldrei verið í lagi. Við sjáum afleiðingar þess lénsskipulags þar sem „verkalýðsleiðtogar“ fá dúsu í ofurstjórnarlaunum og fá að ráðgast með peninga annarra í kompaníi með „auðvaldi“ avinnurekenda. Það er einfalt að breyta þessu og taka upp beint lýðræði í […]
Gallhörðustu andstæðingar aðildarviðræðna að Evrópusambandinu óttast það allra mest að Íslendingar séu að ná góðum aðildarsamningi við Evrópusambandið þrátt fyrir skipulagða skemmdarstarfsemi þeirra sjálfra gagnvart samningaferlinu. Þessi ótti er kominn á nýtt stig sem endurspeglast hjá einum helsta skemmdarverkamanninum Jóni Bjarnasyni sem gerði allt sem ráðherra til að vinna gegn íslenskum hagsmunum með stælum. Nú sér Jón […]
Samfylkingin er best í skattpíningu. Dagur B. varaformaður Samfylkingarinnar og Beztu vinir hans í borgarstjórn veigra sér ekki að skattpína hestamenn – hækka gjöld á þá um 750%. Já, 750%. Þessir skattpíningarflokkar byrjuðu reyndar ferilinn með því að hækka orkureikninga Reykvíkinga um tugi prósenta – þegar miklu mun lægri hækkun hefði dugað. Þá hefur Jóhanna formaður Samfylkingarinnar […]