Færslur fyrir mars, 2012

Laugardagur 31.03 2012 - 10:16

Bólgið neðanjarðarhagkerfi

Sú ákvörðun að setja í umferð nýjan 10 þúsund króna seðil er ekki einungis vísbending um óhóflega verðbólgu á Íslandi heldur ekki síður vísbending um að neðanjarðarhagkerfið á Íslandi hefur bólgnað svo um munar. Enda er bólgið neðanjarðarhagkerfi óhjákvæmileg afleiðing stefnu núverandi ríkisstjórnar. Seðlabankastjóri segir að ein meginástæða útgáfu 10 þúsund króna seðils sé stóraukið magn […]

Föstudagur 30.03 2012 - 08:01

Borgar sig að spara?

Styrmir minn situr nú með smá fúlgu fjár eftir vel heppnaða fermingu og veltir fyrir sér hvað hann skuli gera við féð. Drengurinn er skynsamur og þótt hann vilji nota hluta fjárins strax þá ætlar hann að geyma hluta formúunnar til síðari tíma. Styrmir ætlar að spara. Þetta gladdi mig í fyrstu og ég fór […]

Fimmtudagur 29.03 2012 - 12:42

67% hækkun rekstrarkostnaðar ÍLS

Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hækkaði um 720 milljónir eða 67% milli áranna 2011 og 2010.  Þetta kemur fram í ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2011 sem birtur var í morgunn.

Þriðjudagur 27.03 2012 - 15:22

ÍLS gegn lántakendum í vanda?

Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs hafa lengstum miðað að því að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Þar hefur frysting lána hjá Íbúðalánasjóði í allt að 3 ár verið afar mikilvægt úrræði og orðið til þess að hjálpa mörgum fjölskyldum út úr greiðsluerfiðleikum án þess að missa húsnæðið sitt. Árangur greiðsluerfiðleikaaðstoðar Íbúðalánasjóðs var greindur í BS ritgerð Guðrúnar Soffíu Guðmundsdóttir í viðskiptafræði […]

Þriðjudagur 27.03 2012 - 11:31

Góður grunnur að fiskveiðistjórnun

Miðað við þau viðbrögð sem ég sé og heyri úr ólíkum áttum þá er ég nokkuð viss að nýtt frumvarp að lögum um stjórnun fiskveiða er gróður grunnur að fiskveiðistjórnun framtíðarinnar.  Frumvarpið er nefnilega nákvæmlega það. Grunnur. Að sjálfsögðu er ýmislegt sem betur má fara og þarf að slípa til í meðförum Alþingis.  Frumvarpið þarf […]

Laugardagur 24.03 2012 - 00:03

Móðursjúkir læknar í hormónaslag!

Fjöldi lækna virðast hafa dottið í móðursýkiskast við þá eðlilegu hugmynd að veita velmenntuðum og sérþjálfuðum skólahjúkrunarfræðingum heimild til að ávísa getnaðarvarnartöflum til unglingsstúlkna sem löngu eru farnar að stunda kynlíf. Auðvitað eru skólahjúkrunarfræðingar sem eru oft á tíðum í miklu betra sambandi við unglingsstúlkurnar og hafa gjarnan náð þróuðu trúnaðarsambandi við stúlkurnar betur til […]

Miðvikudagur 21.03 2012 - 23:23

Biðröð til Noregs

Einhver snillingur sagði fyrir nokkru síðan: „Fólk kýs með fótunum“. Það eru kosningar í gangi. Ríkisstjórning er gersamlega fallin í þeim kosningum. Fólk er að kjósa með fótunum. Það kýs Noreg. Ég hef undanfarna 3 daga verið að aðstoða norska starfsmannamiðlun við að leita eftir Íslendingum til starfa í Noregi. Við þurftum ekki að leita. […]

Miðvikudagur 21.03 2012 - 12:36

Birgi Guðmundsson sem forseta?

Af hverju ekki að gerbreyta forsetaembættinu og fá hin snjalla stjórnmálafræðing Birgi Guðmundsson sem forseta? Hann hefur alla burði til þess að skilja til hlýtar undirliggjandi pólitíska strauma við stjórnarmyndanir. Birgir er í ofanálag vel menntaður venjulegur Íslendingur sem á meira að segja ákveðnar rætur inn í Vestur-Íslendingasamfélagið í Kanada – og yrði því forseti […]

Þriðjudagur 20.03 2012 - 23:11

Hlunnindi stjórnenda Íbúðalánasjóðs

Í ljósa ummæla framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs á Pressunni sem heldur því fram að ekki hafi verið launaskrið í Íbúðalánasjóði – þá óska ég eftir því að framkvæmdastjórinn birti meðalheildarlaun sviðsstjóra 1. janúar 2010 og aftur meðalheildarlaun sviðsstjóra 1. janúar 2012. Einnig að fram komi sundurliðaður heildarkostnaður við hlunnindi sviðsstjóra 1. janúar 2010 og 1. janúar 2012.  Með […]

Þriðjudagur 20.03 2012 - 01:20

Eftirsjá af stjórnarformanni ÍLS

Það er eftirsjá af hinum skelegga hagfræðingi Katrínu Ólafsdóttur sem til skamms tíma gegndi stöðu formanns stjórnar Íbúðalánasjóðs en þarf nú að hætta sem slíkur þar sem hún hefur verið skipuð í peningamálanefnd Seðlabanka Íslands. Ég hef átt nokkur samskipti við Katrínu frá því hún tók við stjórnarformennsku. Katrín hefur tekið á málum af mikilli […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur