Þriðjudagur 20.03.2012 - 23:11 - Rita ummæli

Hlunnindi stjórnenda Íbúðalánasjóðs

Í ljósa ummæla framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs á Pressunni sem heldur því fram að ekki hafi verið launaskrið í Íbúðalánasjóði – þá óska ég eftir því að framkvæmdastjórinn birti meðalheildarlaun sviðsstjóra 1. janúar 2010 og aftur meðalheildarlaun sviðsstjóra 1. janúar 2012.

Einnig að fram komi sundurliðaður heildarkostnaður við hlunnindi sviðsstjóra 1. janúar 2010 og 1. janúar 2012. 

Með hlunnindum á ég við kostnað við tæknibúnað á heimilum sem sjóðurinn leggur til, persónuleg tæki ss. farsíma og fartölvur, greiðslur persónulegra símreikninga – þmt. sjónvarpsáskriftir, nettengingar og niðurhal af neti gegnum heimatengingar, bílastyrki og annan kostnað sem ríkisendurskoðun skilgreinir sem hlunnindi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur