Fjöldi lækna virðast hafa dottið í móðursýkiskast við þá eðlilegu hugmynd að veita velmenntuðum og sérþjálfuðum skólahjúkrunarfræðingum heimild til að ávísa getnaðarvarnartöflum til unglingsstúlkna sem löngu eru farnar að stunda kynlíf.
Auðvitað eru skólahjúkrunarfræðingar sem eru oft á tíðum í miklu betra sambandi við unglingsstúlkurnar og hafa gjarnan náð þróuðu trúnaðarsambandi við stúlkurnar betur til þess fallnir að meta félagslega og kynferðislega stöðu þeirra en sífellt sitthvorir heilsugæslulæknar.
Læknastéttin er svo fjarri því að vera sú besta til að taka félagslega ákvörðun um það hvort ávísa skuli getnaðarvarnartöflum til unglingsstúlkna. Reyndar er ákveðinn hluti þeirrar ágæti fagstéttar nánast óhæfir til þess að taka ákvarðanir út frá félagslegum forsendum þótt þótt læknisfræðileg hæfni þeirra sé afara góð.
Þá stendur eftir hvort þú þurfir – á lyfjafræðilegum og líffræðilegum forsendum – að vera læknir til þess að taka ákvörðun um tilvísun á getnaðarvarnir. Svarið við því er nei.
Því íslenskir hjúkrunarfræðingar – að ég tali ekki um hjúkrunarfræðinga sem hafa sérstaklega fengið fræðslu um viðfangsefnið – eru fullkomlega hæfir til að meta lyfjafræðilegar og líffræðilegar forsendur enda með góðan faglelgan bakgrunn til þess.
Og það sem meira er – þeir eru menntunar sinnar vegna – mun betur til þess fallnir að meta félagslega hvort ávísa eigi getnaðarvarnartöflur til unglingsstúlkna en stór hluti læknastéttarinnar.
… auk þess sem það tekur drjúgan part meðgöngu að ná viðtalið við heimilislækninn sinn vegna getnvaðarvarnartafla eins og ástandið er í dag á undirmönnuðum heilsugæslustöðvum!!!
Hafa unglingar breyst frá því þú varst ungur Hallur? Mér sýnist þeir lítið hafa breyst frá því ég var ungur og þá var það sem hélt kannski mest aftur af mínum jafnöldrum að stunda ótímabært kynlíf, hræðslan við getnað.
Ég hef stundum velt því fyrir mér á seinni árum hvernig ástandið hefði verið með tilliti til kynsjúkdóma ef þessum stóra hræðslupósti, getnaði, hefði verið kippt í burtu. Þess vegna held ég að það sé skynsamlegra að dreyfa smokkum.
Ég hef nefnilega lúmskan grun um að við hefðum hagað okkur eins og börn í sælgætisbúð en hvað veit ég?
Smokkurinn er ágætis getnaðarvörn og hjúkrunarfræðingar eiga kenna þá notkun. Pillur eru ekki svarið við vandamálum ungs fólks. Ótímabær getnaður barna undir 15 ára aldri eru alger undantekning og mér vitanlega ekki vaxandi vandamál og engin opinber stjórnsýla mun geta tekið fyrir slíkt með „pillunni“. Til dæmis er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Smokkurinn getur hindrað kynsjúkdómasmit sem pillan gerir auðvitað ekki. Kynsjúkdómar geta valdi ófrjósemi hjá konum einsog mörg dæmi sanna. Ég get ekki varist þeirri hugsun að „velmenntaðir“ hjúkrunarfræðingar séu að seilast til verkefna sem þeir geta ekki valdið þegar á reynir. „Velmenntaður“ kennari ætti þá alveg eins að geta dreift pillunni einsog lýsispillunum í gamla daga. „velmenntaður“ er ekki gæðastimpill hvorki á læknum eða hjúkrunarfræðingum. Það segir okkur ekkert um það sem gerist í raun. Við göngum útfrá því að fólk sé „vel menntað“.
Hallur tad væri nu gott ad vera ekkert ad flækja hlutina fyrir ser, tad gerir allt bara svo oyfirstiganlegt. Tu hlytur ad dansa a rosum. Eg vil takka ter fyrir ad blanda ter i umræduna og einfalda malid svona fyrir okkur hin. Tess vegna ætla eg ekkert ad vera ad setja ut a tessi skrif.
Finnst ter ekki kæfuvornin samt otarflega flokin ?
Hallur mér er það hulin ráðgáta hvernig þér dettur það í hug að lyfjaávísun getnaðarvarnarlyfja skulu flokkast sem félagsfræðilegt atriði en ekki heilbrigðismál.
Mér finnst jákvætt að þú skulir hafa sett þig svo vel inn í menntun skólahjúkrunarfræðinga að þú teljir þig þess umkominn að mæla svo fyrir um að í þeim sameinist félagsfræðingur og læknir svo fátt eitt sé nefnt.
Ólafur Adolfsson.
Fyrst til hamingju með apótekasigurinn gegn auðhringingum 🙂 Það er enn von á Íslandi þegar samfélag eins og samfélagið á Skaganum stendur saman!
En yfir í bloggið.
Mér er það hulin ráðgáta hvernig þú getur lesið út úr pistli mínum að ég telji lyfjaávísun EKKI heilbrigðismál.
Þá verð ég að biðja þig um að gera greinarmun á félagsFRÆÐIlegum þáttum og félagslegum þáttum.
Ekki gleyma að starf lækna – ekki hvað síst heimilislækna – er ekki síður félagslegt en „hard core“ heilbirgðislegt. Stór hluti forvarnarstarf sem heimilislæknar vinna er miklu frekar félagslegt en heilbrigðislegt.
En lyfjaávísun fyrir getnaðarvarnarlyf er – hvort sem læknum og lyfjafræðingum líkar það betur eður verr – BÆÐI félagslegt mál og „læknisfræðilegt“.
Auðvitað er fyrsti kosturinn og sá sem bæði heimilislæknirinn og skólahjúkrunarfræðingur leggur áherslu á sem fyrsta kost er smokkurinn. Smokkurinn hefur það fram yfir getnaðarvarnartöflur að hann er ekki hormónalyf og hann vinnur gegn kynsjúkdómum.
En öryggi smokksins er ekki eins mikið og öryggi getnaðarvarnartöflunnar – gefið að getnaðarvarnartaflan sé tekin á réttan hátt.
Því er öryggið meira í getnvaðarvarnartöflunni ef við horfum til þess að hún kemur frekar í veg fyrir ótímabundinn getnað en smokkurinn.
Ef stúlk undir lögaldri er farin að lifa reglulegu kynlífi – hvort sem það er í föstum samböndum eða hún velur að stunda kynlíf með mörgum – þá er rétt að ávísa á hana getnaðarvarnartöflum. Með það að markmiði að koma í vegn fyrir ótímabæran getnað.
En ef sú sama stúlka kýs að stunda kynlíf með mismunandi aðiljum en ekki með einum aðilja sem er kynsjúkdómafrír – þá hlýtur samhliða ávísun á getnaðarvarnartöflu lögð áhersla á fræðslu og þrýsting um að stúlkan noti líka smokkinn – vegna kynsjúkdómahættu.
Aftur að því hvort það er læknir eða skólahjúkrunarfræðingur – þá er eðli málsins þannig að félagsslegar nálgunin gerir skólahjúkrunarfræðing ekki síðri kost en heimilislækninn sem sjaldnast er unnt að ná um með stuttum fyrirvar og er því í kerfinu í dag EKKI að virka eins og hann var hugsaður – öflugur fagmaður sem heldur sambandi við sína skjólstæðing og skjólstæðingar geta alltaf sótt til hvort sem um er að ræða hrein „heilbirgðismál“ eða félagsleg mál eins og hvort rétt sé að byrja á „pillunni“.
Virkni og þekking á getnaðarvarnartöflunni eru ekki geimvísindi. Það veist þú vel sem lyfjafræðingur.
Ef þú ætlar að halda því fram að skólahjúkrunarfræðingar sem hafa fengið sérstaka þjálfun séu ekki hæfir til þess að ávísa getnaðarvernartöflum til stúlkna sem þær þekkja vel – þá á sama hátt ættu hjúkrunarfræðingar heilsugæslustöðvanna EKKI að geta unnið þá vinnu sem þær gera í dag – þe. að meta það hvort fólk sem vill hitta heilsugæslulækni strax vegna kvilla eða veikinda – sé nógu „sjúkt“ til þess að unnt sé að hleypa þeim að heilsugæslulækninum.
Á sama hátt gæti ég véfengt að þú sem lyfjafræðingur ættir að hafa heimild til að ráðleggja fólki hvaða lyfseðilslausu lyf það ætti að nota við hinum ýmsu kvillum – af því þú ert ekki læknir!
@Þorsteinn Úlfar.
Þegar ég var að klára grunnskóla voru 4 stúlkur í mínum skóla óléttar.
Svarar þetta spurningunni þinni?
Það væri auðvitað langskynsamlegast að dreifa smokkum ókeypis, pillan er alls ekki heppileg fyrir kornungar stúlkur að taka og skiptir þá ekki máli hver dreifir þeim. Svo eru börnin ekki eingetin og mætti kannski alveg hugsa svolítið um hugsanlega ábyrgð ungra feðra, hafa þeir eitthvað meiri þroska til að taka ábyrgð á börnum sínum en ungu stúlkurnar?
Þessi færsla Halls snýst um „móðursýkisleg“ viðbrögð lækna. Það gerir málefnið að neðanmálsgrein sem ætti þó að vera aðalatriðið. Þessi færsla færist yfir i flokk þeirra athugasemda sem fyrst og fremst gera lækna að skotspæni. Unglingaþunganir hafa fylgt okkar þjóðfélagi alla tíð og það þarf ekki manns minni Halls til að rifja það upp. Pillan er ekki „lausnin“. Verður ekki lausnin og kannski finnst aldrei „lausnin“. Það að þessi umræða kemur upp er ekki af tilliti til velferðar ungra stúkna heldur kjörið tækifæri fyrir „velmenntaða“ fræðinga sem vantar heilbrigða sjálfsímynd.
Með þessu er allri ábyrgð á kynmökum unglinga komið yfir á unglingstúlkur. Smokkar væru mun betri leið til sama árangurs og mun heilsusamlegri á allann hátt. hér virðast hjúkrunarfræðingar komnir í sandkassaslag við lækna um hvor fær að hafa meiri völd og fórnarkostnaðrinn eru unglingar
Sæll aftur Hallur og þakka þér fyrir árnaðaróskirnar en stríðinu er ekki alveg lokið því það eru amk tvær orrustur eftir.
Bara svo því sé til haga haldið þá munu rýmri reglur um lyfjaávísanir að öllum líkindum ekki draga úr lyfjaávísunum heldur auka þær, sem óneitanlega væri gott fyrir reksturinn hjá mér, en ekki endilega fyrir samfélagið í heild.
Það er einnig rétt hjá þér að læknar sinna ýmsum verkum sem tengjast félags(fræði)legum þáttum en flestir þeirra lækna sem ég þekki vilja heldur vísa þeim yfir á félagsfræðinga eða aðra sérfróða tengiliði enda ekki á sérsviði þeirra. Forvarnarstarf lækna er mikilvægt og þarft en það tengist að sjálfsögðu f.o.f heilbrigði einstaklingsins. Ráðleggingar um mataræði, hreyfingu, hvíld, ábyrgð í kynlífi, umgengni um vímuefni, notkun lyfja o.s.frv. er auðvitað frá hendi læknisins til að tryggja heilbrigði einstaklingsins.
Varðandi þekkingu á lyfjum þá er það auðvitað þannig með allar heilbrigðisstéttir að þær hafa skilgreint grunnnám sem miðast að því að skapa ákveðna færni fyrir þann starfa sem viðkomandi fagstétt innir af hendi.
Af því þú kaust að bera saman lyfjafræðinga og hjúkrunarfræðinga mtt þekkingar á lyfjum vil ég upplýsa þig um að BS próf í hjúkrun er 240 einingar og þar af eru 6 einingar í lyfjafræði og 8 einingar í lyflæknisfræði.
Grunnnám til sk meistaraprófs í lyfjafræði er 300 einingar og þar af 200 einingar í lyfjafræði.
Nú kann svo að vera að í framtíðinni verði ákveðið að fela öðrum heilbrigðisstéttum en læknum ávísanarétt á lyf en þegar sá tími kemur vona ég að þær heilbrigðisstéttir verði vel menntaðar í greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra sem er jú megin grundvöllur lyfjaávísana.
Ég mælist til þess að skólahjúkrunarfræðingar berjist fyrir því að kynfræðsla fái aukið vægi í kennslu og berjist fyrir fjárveitingu til þess að dreifa smokkum frítt í alla efri bekki grunnskóla sem og framhaldsskóla. Það væri að mínu mati áhrifaríkasta og ábyrgasta leiðin til að vernda ungviðið og koma í veg fyrir að stúlkur einar beri ábyrgð á ótímabærum þungunum.
mbk
ÓA