Miðað við þau viðbrögð sem ég sé og heyri úr ólíkum áttum þá er ég nokkuð viss að nýtt frumvarp að lögum um stjórnun fiskveiða er gróður grunnur að fiskveiðistjórnun framtíðarinnar. Frumvarpið er nefnilega nákvæmlega það. Grunnur.
Að sjálfsögðu er ýmislegt sem betur má fara og þarf að slípa til í meðförum Alþingis. Frumvarpið þarf að þróa áður en það verður að lögum.
Hinir ýmsu ólíku hagsmunahópar eru ósáttir með eitt og annað. En það er einmitt vísbending um að hér sé kominn grunnur að skipulagi sem meginhluti þjóðarinnar muni geta sætt sig við – eftir að frumvarpið hefur náð fullum þroska og orðið hæft til afgreiðslu sem lög frá Alþingi.
Það var farið frá kostningaloforði um að fyrna kvóta um 5% á ári í 20 ár.
5% af kvóta eru 20 þúsund þorskígilid sem miðað við núverandi leiguverð á kvóta á markaði 300 kr/þorskígildikg gefur 6 milljarða.
Eftir 20 ár þegar allur kvóti færi á markað væru leigutekjur 120 milljarðar.
Í stað þess er verið í fyrsta skipta að viðurkenna eigu kvótakónga í sessi til næstu 20 ára og leiguverð fyrir kvóta upp á heilar 8 krónur/kg eða c.a. 3% ef markaðsvirði. Þetta bindur væntalega framtíðarríkissjórnir og skapar skaðabótkröfur ef farið verður að leigja kvóta beint á markaði.
Ef það er ekki að vera staddur í bananalýðveldi þar sem einhver yfirstétt fer með auðlindir landsins…
Kæri Hjalti
Verð á leigukvóta þegar framboðið er aðeins brot af heildinni stendur aldrei þegar allur kvóti er kominn á leigu markað. Þegar allur hagnaður útgerðarinnar í fyrra fyrir skatt og vexti með makrílmokstrinum losar 100 milljarða er enginn að fara að borga 120 kvikindi í leigu. 100 milljarðarnir eru 80 eftir skatt, vaxtagreiðslur hlaupa á tugmilljörðum, eðlileg ávöxtunarkrafa er slatti. Það sem afgangs er má mögulega kreista úr greininni í leigu.
En ef ríkið ætlar að blóðmjólka allan umframhagnað úr greininni til sín er ég hræddur um að menn kjósi að ávaxta peningana sína í einhverju öðru en íslenskum sjávarútvegi.
Ég biðst forláts. Var með rangar tölur í kollinum. Heildar hagnaðurinn var víst bara 70 milljarðar svo…
Kæri Hrannar
Það eina sem er í hendi er það ef ég röllti til Samherja og vildi leigja af þeim kvóta þá fengi ég hann ekki undir 300 kr/kg.
Allt annað eru getgátur.
Það er auðvitað ljóst að 300 kr/kg eru efri mörk, en það er nú samt það leiguverð sem kvótalausir útgerðamenn þurfa að lifa við og þeir koma aftur að ári.
Evrópusambandið leigir kvóta af Grænlendingum á 158 kr/kg þorsks.
Það leiguverðu myndi gefa 60 milljarða í ríkiskassan.
Þetta er því einhers staðar á bilinu 60 til 120 milljarðar sem ríkið á að hafa í rentu af þessu.
Það er því óhætt að segja að niðurgreiðsla í landbúnaði er hjóm eitt miðað við þá gríðalegu niðurgreiðslu á leiguverði kvóta til handa sérvöldum útgerðarmönnum.