Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hækkaði um 720 milljónir eða 67% milli áranna 2011 og 2010. Þetta kemur fram í ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2011 sem birtur var í morgunn.
Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hækkaði um 720 milljónir eða 67% milli áranna 2011 og 2010. Þetta kemur fram í ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2011 sem birtur var í morgunn.
Flokkar: Óflokkað
Annar rekstrarkostnaður hækkar um 598 milljónir króna og skýrist það m.a. af fjölgun fullnustueigna í eigu sjóðsins og rekstrarkostnaði þeim tengdum (214 m. kr.), hækkun framlags til rekstrar Umboðsmanns skuldara (216 m. kr.) og kostnaði vegna verðmats fasteigna sem tengist greiðsluvandaúrræðum (106 m. kr.). Nánari sundurliðun annars rekstrarkostnaðar má finna í skýringu 15 í ársreikningi.
Gott svar Gunnar. Vænti þess að þetta sé Gunnar Axel hinn knái aðstoðarmaður velferðarráðherra 🙂 Ef svo – og þótt svo sé ekki – þá verð ég að nota tækifærið og óska velferðarráðherra til hamingju með Gunnar Axel sem aðstoðarmann. Gunnar Axel er gagnrýninn, en afar sanngjarn stjórnmálamaður sem á framtíðina fyrir sér sem slíkur. Þá er hann réttsýnn – sem er mikilvægur eiginleiki fyrir stjórnmálamann.
Eflaust eru einhverjar haldbærar skýringar á þessari geðveikislegu hækkun rekstrarkostnaðar. En það má ekki gleyma því að á árinu 2010 fjölgaði fullnustueignum einnig verulega frá árinu áður.
Hækkun „annars rekstrarkostnaðar“ á árinu 2011 er 100 milljónum HÆRRI en ÖLL laun og launatengd gjöld ársins 2010.
Þá er líka athyglisvert að „annar starfsmannakostnaður“ tvöfaldast milli áranna 2010 og 2011.