Sú ákvörðun að setja í umferð nýjan 10 þúsund króna seðil er ekki einungis vísbending um óhóflega verðbólgu á Íslandi heldur ekki síður vísbending um að neðanjarðarhagkerfið á Íslandi hefur bólgnað svo um munar. Enda er bólgið neðanjarðarhagkerfi óhjákvæmileg afleiðing stefnu núverandi ríkisstjórnar.
Seðlabankastjóri segir að ein meginástæða útgáfu 10 þúsund króna seðils sé stóraukið magn seðla í umferð.
… og hvað þýðir aukið magn seðla í umferð hjá debetkortavæddri þjóð?
Jú, bólgið neðanjarðarhagkerfi.
Sá myndina „Scarface“ þeir félagar í myndinni notuðu seðla en það var lítið um plast kort í þeim bisness sem þar var stundaður.
Magnús þú segir að þetta bólgna hagkerfi sé ríkisstjórninni að kenna. Má ekki alveg eins segja að afleiðingarnar af efnahagsstjórn sjálfs-framsóknarFLokksins séu enn ljóslifandi?
Í Sviss höfum við 1000 Franka seðil, sem samsvara 150.000 ISK. Hér notar fólk mikið seðla, 10, 20, 50 Franka seðla, snyrtilega samanbrotnir í peningaveskinu. Svo leita menn vandlega að klinki í sérhólfi veskisins, frábært. Neytendur eru mjög meðvitaðir um verð og verðlag, gera sjálfir verðsamanburð, en ekki einhverjir “ASÍ” gaurar, ónotahæfir í eitthvað annað. Hér á skerinu nota menn kortið of mikið, finnst mér. VISA, Mastercard, eða allar þessar sjoppur, eru hið bólgna neðanjarðarhagkerfi.
Ég er löngu hætt að nota öll kort og spara stórfé. Maður fer ósjálfrátt miklu betur með fjármunina ef maður er með takmarkaðan fjölda króna á sér á hverjum tíma og þarf alltaf að fara í bankann að sækja meira. Prófið þetta. Það svínvirkar. Besta sparnaðarráð ever.
Tók mitt sparifé úr bankanum og geymi undir koddanum (sver það er satt). Dettur ekki í hug að láta bankann „njóta“ minna peninga lengur.
Fullt af fólki notar eingöngu peninga, bæði vegna þess að það vill ekki eiga bankaviðskipti lengur og svo skuldar það bankanum svo mikið að í hvert sinn sem peningar fara inná reikninga, hriðir bankinn þá um leið upp í skuldir. Veit meir að segja um nokkur fyrirtæki, sem bjóða laun í seðlum vili fólk það frekar.
Aldrei skal ég treysta íslenskum banka aftur í lífinu og hvet mín börn til að nýta sér ekki bankareikninga.
10000 kr seðill.
Tvö núll voru tekin af fyrir nokkrum árum.
Svo þessi seðill væri á því ári, 1000000 kr.
Ísland var/er stjórnað af vitgrönnu fólki, núllinn segja allt sem segja þarf.
„Enda er bólgið neðanjarðarhagkerfi óhjákvæmileg afleiðing stefnu núverandi ríkisstjórnar.“
Humm var ekki núverandi ríkisstjórn að endurgreiða virðisaukan í allir vinna?
Það er ótrúlegt að skutla fram fullyrðingu eins og þessari án nokkurra raka.
Ástarbréf Davíð voru upp á 300 milljarða, sem fóru allir í að þynna krónuna með tilheyrandi verðbólgu.
NB 300 milljarðar eru milljón á mann fyrir gengishrun þannig að þetta eru engir smá aurar.
Veit ekki til þess að núverandi ríkisstjórn eins gölluð og hún er hafa afrekað aðra eins peningaprentun.
Já nú skil ég Hallur, þess vegna er EVRU svæðið með 500 Evru seðil, sem jafngildir 85.000 íslenskum króna. Það er til þess að efla og styrkja svarta markaðinn sem hér blómstrar sem aldrei fyrr. Þá sérstaklega hefur Mafían á Italíu fært sig upp á skaftið og er nú orðin stærsti partur hagkerfis landsins og stundar nú stærsta og umfangsmesta atvinnrekstur landsins, ásamt víðar í atvinnuleysinu í S-Evrópu ríkjum ESB/EVRU svæðisins.
Ég bý nú hér í ESB/EVRU svæðinu Spáni og þá sjaldan ég hef slysast til að fá 500 EVRU seðil í hendurnar, þá get ég ekkert notað hann í venjulegum búðum eða venjulegum viðskiptum.
Tortryggnin út í þennan EVRU seðil er svo mikil að það er ekki einu sinni hægt að skipta honum nema í sumum bönkum.
Við skulum nú innilega óska og biðja þess að þetta verði ekki svona slæmt með 10.000 kallinn íslenska, það er allavegana nokkurn veginn búið að setja fyrir það að Framsóknamafían dafni neitt frekar !
Hélt fyrst að þessi fyrirsögn tengdist Mottumars.