Vinsældir eru ekki allt. En ríkisstjórn með einungis 28% fylgi í skoðanakönnunum getur ekki skákað í því skjólinu.
Hinn hluti fjórflokksins er heldur ekkert sérstaklega vinsæll! Þrátt fyrir afar óvinsæla ríkisstjórn sem hefur ekki staðið sig sem skyldi þá er annar „gamli“ stjórnmálaflokkurinn með minna fylgi en í síðustu Alþingiskosningum!!!
Hinn „gamli“ stjórnmálaflokkurinn í stjórnarandstöðunni er reyndar að braggast eftir algjört fylgishrun í síðustu Alþingiskosningum – en á samt langt í land í að ná sambærilegu fylgi og áður í Alþingiskosningum eftir stjórnarandstöðutímabil.
Hvert stefnum við?
Framgangur ríkisstjórnar Svavars, Indriða, Jóhönnu og Steingríms var aldrei líkleg til árangurs hvað þá vinsælda.
Allt byggir á að hlúa að þeim sem ekkert vilja gera og að standa vörð um að ekkert sé gert.
Allir þessir frasar um fjórflokk og ekki fjórflokk er tímaskekkja, Við erum búin að búa til fyrirkomulag sem byggir á gamla sniðmengja fyrirkomulaginu.
Klárlega viljum við ekki öll hafa sama flokkinn við völd (því miður) og þess vegna er það alltaf þannig að ferskir vindar og bjartir litir enda sem litlausir lognmollu samningasnillingar!
Við sitjum eftir, litlu sætu kjósendurnir, með ónýt atkvæði algjörlega ósátt en útvötnuð sem saltfiskur og segjum ekki orð.
Nú er svo komið að allir sem ég þekki og kusu VG eða Samfylkinguna ganga með veggjum og skammast sín alla leið.
Amma mín sem hefur kosið Alþýðuflokkinn alla æfi, þótt hann hafi ekki verið í framboði – ætlar að kjósa sjálfstæðisflokkinn eða framsókn næst – svo lærir sem lifir….. Ekki fleiri vinstri stórslys.
Ég myndi segja að það væri glöggt merki að þjóðfélagið stefndi uppá við því minna sem þessi gömlu steingerfðu öfl fá í könnunum. En kannanir eru áróður og því ekkert að marka.
Þessi vinstri stjórn hefur verið í einu orði sagt afleit og þeim er kannski vorkunn að taka við búinu í rúst eftir gömlu klíkurnar.
Það er ekki þar með sagt að það komi ekkert annað til greina en að kjósa yfir sig gerspillta mafíuna aftur !!
Áhyggjur mínar eru ekki með lítin stuðning við ríkisstjórnar flokkana .
Áhyggjur mínar er með kjósendur sem segjast ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn !!!
Hvað þarf til að opna augu fólks ?
Allt farið til fjandans allt á vonarvöl vegna verka sjálfstæðisflokksins !
Ekki voru svona margir á spenanum hjá hinu opinbera í gegnum sjálfstæðisflokkinn ???