Það er engin ástæða til að bæta krónu við eigið fé Íbúðalánasjóðs úr ríkissjóði. Núverandi 2,3% CAD hlutfall er alveg glimrandi gott og er í takt við það sem sérfræðingar Deutsche Bank töldu hæfilegt fyrir ríkistryggðan sjóð þegar breytingar voru gerðar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins árið 2004. Fyrir þann tíma voru engar kröfur um eigið fé Íbúðalánasjóðs.
Ástæða þess að núverandi reglugerð um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs sem einfalt er að breyta gerir ráð fyrir 5 í CAD var varúðarráðstöfun fjármálaráðuneytis sem vildi með því koma í veg fyrir að RÍKISSJÓÐUR ÞYRFTI AÐ LEGGJA SJÓÐNUM TIL FÉ!!!!
… og ekki gleyma að það er MARKMIÐ ekki skylda.
Það er engin sérstök ástæða til að CAD hlutfall ríkistryggðs Íbúðalánasjóðs sé 5% hvað þá hærra. Allra síst ef það á að færa dýrmætt fé úr ríkissjóði sem annars hefði verið unnt að nota í eitthvað annað. Eins og td. Norðfjarðargöng eða heilbrigðiskerfið. Nema stefna ríkissjóðs sé að einkavæða Íbúðalánasjóð í kjölfar fjárframlags. En þá þarf CAD hlutfallið að fara yfir 8.
Nú þegar eru rúmir 21 milljarður úr ríkissjóði bundinn að óþörfu á afskriftarreikningi Íbúðalánasjóðs í kjölfar óþarfs 33 milljarðar framlags ríkisins til sjóðsins vegna pólitískrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að færa lán Íbúðalánasjóðs niður í 110% – oft á tíðum algerlega að óþörfu.
Eftir hrun hafa einungis verið afskrifaðir 8,3 milljarðar af þeim tæpu 800 milljörðum sem útlán Íbúðalánasjóðs standa í. Eðlilegast hefði verið að einungis þeir fjármunir hefðu komið sem framlag ríkisins til ríkistryggðs Íbúðalánasjóðs vegna ársins 2011 en ekki 33 milljarðar króna eins og ríkisstjórnin ákvað „afþvíbara“.
Hvernig væri að velferðarráðherra geri breytingar á reglugerð um áhættustýringu Íbúðalánasjóði og breytti langtímamarkmiði sjóðsins um CAD hlutfall úr 5 í 3 í stað þess að dæla nýjum 10 milljörðum inn í sjóðinn bara til að uppfylla óþarflega hátt markmið í reglugerð – markmið sem sett var tvöfalt hærra en færustu sérfræðingar Deutsche Bank töldu hæfilegt árið 2004 – einungis til þess að koma í veg fyrir að ríkissjóður þyrfti að leggja Íbúðalánasjóði til fé!
Sú einfalda aðgerð sparar ríkissjóð 10 milljarða án þess það komi niður á einum eða neinum!
Rita ummæli