Fimmtudagur 12.04.2012 - 08:17 - 7 ummæli

Óttast menn stuðning ESB við Ísland?

Af hverju fara andstæðingar aðildarviðræðna að Evrópusambandinu alltaf af límingunum þegar Evrópusambandið beitir sér í að verja hagsmuni aðildarríkja sinna gagnvart Íslandi af fullum krafti?

Þola þeir ekki að Íslendingar sjái það afl sem standa mun að baki hagsmunum Íslands gagnvart ríkjum utan Evrópusambandsins ef íslenska þjóðin tekur þá ákvörðun að gang í ESB?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Eggert Sigurbergsson

    Þetta sama afl hefði staðið með Bretum og Hollendingum ef við hefðum verið innan ESB, þarf ekki annað en að horfa til Írlands þar sem skattgreiðendur voru látnir borga bankareikninginn enda stóð ESB með Þjóðverjum en ekki Írskum skattgreiðendum.

  • Íslendingar þola ekki þegar ráðamenn ESB hafa gefið út yfirlýsingar þess efnis að deila Íslendinga við Breta/Hollendinga muni engin áhrif hafa á „könnunarviðræðurnar“. ESB ætli sér ekki að skipta að því. Síðan eru ESB orðnir aðili að málinu, og utanríkisráðherrann segir sem jafnan þegar hann er að klúðra einhverju, að það styrki málstaðinn.

    Þessi ríkisstjórn er búin að vera. Það er enginn meirihluti lengur fyrir hennar störfum. Hún á að segja af sér. Úr því ekki verður kosið um stjórnarskrána í vor, þá er fínt að kjósa bara til alþingis um leið og kosið um forseta. Jóhanna og Steingrímur hafa ekki náð einu einasta af sínum stefnumálum í gegn. VG/Samfylking eru óhæf með öllu að stjórna landinu.

  • Leifur Björnsson

    Góður pistill Hallur stuttur og gagnorður.
    Þetta mál sýnir bara að þau 40% þjóðarinnar sem sögðu já við Bucheit samningnum höfðu rétt fyrir sér.

  • Væri nú ekki eitthvað skrítið ef þjóðin hefði staðið með Bretum í Þorskastríðinu? Nú er allt komið á hvolf og ESB fíklarnir standa með Brussel í einu og öllu í hverju sem er.

  • Ómar Kristjánsson

    það sem lýðskrumarar og öfgamenn hafa verið að segja allan tímann er – að ísland eigi bara að hafa sjálfdæmi um þessa skuld þeirra. það er það sem þeir hafa verið að segja. þeir hafa augljóslega enga rauverulega trú á ,,lagalega sterkri stöðu“ sem þeir hafa þó skýlt sér á bak við.

    Undir þessa vitleysu hafa allir meginfjölmiðlar hérna tekið og alið og æst einhverja dómadags þvælu og vitfirringu upp í vesalings innbyggjurum hérna.

    Allt málið sýnir svo vel og dregur fram veikleika íslands sem ríkis. því miður. Ísland sem ríki er eins og óviti sem heimtar og heimtar og er alveg að drepast úr frekju og óvitaskap.

  • Röksemdarfærslan í pistli Halls Magnússonar er fullkomlega í takt við það sem utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson lét hafa eftir sér.
    Íslendingar geta verið þakklátir fyrir það, að menn á borð við þá tvo réðu ekki ferðinni í þorskastríðunum forðum daga.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur