Mögulegt forsetaframboð hins ágæta sjónvarpsmanns, vinstri manns og fyrrum jarðfræðikennara, Ara Trausta Guðmundssonar er greinilega tilraun til gambíts.
Ari Trausti og þjóðin veit að hann mun ekki verða næsti forseti lýðveldisins.
Spurningin er því – hver leggur upp gambítinn með Ara Trausta?
Hallur, mér finnst þú gera heldur lítið úr Ara Trausta.
Það er misskilningur. Ég hef mikið álit á Ara. Hann er skemmtilegur sjónvarpsmaður, bráðvelgefinn fræðimaður og rökfastur í vinstri pólitíkinni sinni.
En þrátt fyrir það þá veit hann – og við báðir – að hann verður ekki næsti forseti lýðveldisins.
Af hverju heldurðu að einhver „leggi upp“ gambítinn með Ara Trausta?
Getur hann ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir? Og er það alveg nauðsynlegt að það þurfi einhver að vera á bak við hann og gera hann út?
Hefur hann ekki eigin vilja?
Ari Trausti er flottur maður.
Ég myndi kjósa hann.
Kannski Ari Trausti og einhverjir hans stuðningsmanna telji að framboð hans gæti haft jákvæð áhrif á kosningabaráttu og umræðu um Forsetaembættið, hlutverk forseta og skyldur, jafnvel þó sigur sé ekki alveg í augsýn.
Mér finnst mjög ólíklegt að Ari Trausti gangi erinda Ólafs Ragnars og sé ekki að hann myndi endilega frekar taka atkvæði frá Ólafi en Þóru.
Mér líst vel á framboð Ara Trausta.
Skáld og fræðimaður.
Bara flottur fulltrúi þjóðarinnar.
Vonandi gefur hann kost á sér.
Mér líst líka ágætlega á framboð Ara Trausta. Mun þó ekki kjósa hann því ég vil sjá Þóru í embættinu.
En það er ljótt að halda því fram að hann sé að fara fram af annarlegum hvötum eða að einhver sé að nota hann. Ari Trausti er örugglega fullfær um að taka eigin ákvarðanir eins og aðrir frambjóðendur.
Hættum svona rugli og reynum að vera á málefnalegum nótum.
Ari var forystumaður endurvakningar Kommunistaflokks Íslands amk að eigin skoðun. Síðan hefur hann einsog svo margir Maóistar fundið göfgun í útisvist og sem fræðari fjöldans á saklausari hátt en þegar hann boðaði byltinguna. Hann var á sínum tíma róttækur en í þeirri afstöðu últra afturhaldsmaður. Ég sé alla hans góðu kosti sem flugmæskan og fluggáfaðan mann á sinn hátt þegar vel liggur á honum. Hann er þó langt frá því að geta talist sameiningartákn og hans gamli stjórnmálaferill sem var mest undir yfirborðinu þolir varla skoðun.