Mér líkar Ögmundur Jónasson og hef gert í áratugi. Ekki af því að ég sé sammála honum – sem reyndar gerist einstaka sinnum þótt oftar sé ég honum ósammála – heldur vegna þess að hann segir það sem honum finnst. Hversu „heimskuleg“ mér kann að finnast afstaða hans. Því maðurinn er langt frá því að vera heimskur 🙂
Nýjasta dæmið sem mig líkar Ögmundur er að mínu viti nánast fáránleg viðbrögð hans við þeirri eðlilegu aðgerð ESB að taka þátt í málflutningi ESA gegn Íslandi vegna Icesave. Sem var algerlega fyrirsjáanleg og styrkir okkar stöðu frekar en að veikja hana – vegna þess að með beinni aðild ESB að IceSave getum við komið okkar sjónarmiðum og athugasemdum íhugað og skriflega á framfæri í stað þess að þurfa að nýta takmarkaðan tíma í munnlegum málflutningi ef ESB hefði sent inn skriflega athugasemd sem óbeinn aðili að málinu enn ekki verið beinn aðili.
Málið snýst nefnilega ekki um rök – heldur heiðarlegar tilfinningar. Og Ögmundur kemur beint fram með tilfinningar í málinu – góðar, soldið þjóðernislegar tilfinningar Ögmundar – sem kemur honum líklega á óvart – alþjóðasinnanum. En tilfinningar beint frá hjartanu. Það er einmitt Ögmundur!
Þess vegna líkar mér Ögmundur!
Mér líkar Ögmundur.
Mér líkar ekki þessi nýsköpun í fallbeygingu. Sögnin „að líka“ tekur með sér þágufall, ekki þolfall.
🙂 Algerlega!!!
Hver bað nú um þetta bull?
„Hann segir það sem honum finnst“. Frábært!
„heiðarlegar tilfinningar“. Eru til óheiðarlegar tilfinningar?
„alþjóðasinnanum“. Síðan hvenær?
„tilfinningar beint frá hjartanu“. Þær koma nú oftast frá heilanum.
„Þess vegna líkar mér Ögmundur“. Ekki þarf mikið til.
Ömmi er fyndinn!
Heimskan ríður hér húsum – líkt og hjá Ögmundi.
Ég fylgist sæmilega með skrifum Halls þessa ágæta síðuhaldara. Það er ekki oft sem maður rekst á mannvit í sorphaugum bloggsins.
Hallur segir:
Málið snýst nefnilega ekki um rök – heldur heiðarlegar tilfinningar. Og Ögmundur kemur beint fram með tilfinningar í málinu – góðar, soldið þjóðernislegar tilfinningar Ögmundar – sem kemur honum líklega á óvart – alþjóðasinnanum. En tilfinningar beint frá hjartanu. Það er einmitt Ögmundur!
Mér kemur stórkostlega á óvart að jafn glöggur maður og Hallur skuli komast að þeirri niðurstöðu að dómsmál frammi fyrir alþjóðlegum dómstól skuli snúast um „heiðarlegar tilfinningar“.
Ég tel það alveg fráleitt.
Dómsmál snúast um allt annað en tilfinningar.
Um Ögmund ráðherra er best að segja sem minnst – kurteisinnar vegna.
Hann er augljóslega í stöðu sem hann ræður ekki við, hvort sem öfgar eða hæfileikaleysi móta þá vegferð.
Ögmundur má nú eiga það að hann fylgir yfirleitt sannfæringu sinni, hvort sem hún kemur frá heilanum eða hjartanu. Fyrir bragðið er hann ekki alltaf fyrirsjáanlegur og heldur ekki dæmigerður stjórnmálamaður.
Ég ætla að nota tækifærið hér til að hrósa Ögmundi fyrir að hafa brugðist við ábendingum um að vísa ætti nepölsku stúlkunni Priyönku úr landi og beitt sér fyrir því að hún fengi dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ekki held ég að forveri hans í starfi Björn Bjarnason hefði sinnt þessu máli og reyndar er ég ekki heldur viss um að Ragna Árnadóttir hefði gert það heldur.
Veit það ekki. Minnir frekar á söguna af þorgeiri Hávarssyni þegar hann hjó blásaklausan smalamann sem studdist fram á staf sinn og var að ræða við aðra menn. Viðstaddir furðuðu sig á athöfnum þorgeirs sem vonlegt var og er þeir náðu tali af honum spurðu þeir: Afhverju hjóst þú þennan mann?
þorgeir svarar: ,, „Eigi hafði hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins.“
„..heiðarlegar tilfinningar..“ common Hallur um hvað ertu að tala í þessu samhengi. Ertu að gera grín? Að sjálfsögðu snýst þetta um grundvallaratriði hjá Evrópusambandinu. Litla Ísland er smáatriði.
Heyrðu Hallur, eru lesendur þínir húmorslausir ? Það má öllum vera ljóst að dómsmál snúast ekki um rök.
„við þeirri eðlilegu aðgerð ESB að taka þátt í málflutningi ESA gegn Íslandi vegna Icesave“ ? Þetta er fyrsta dæmið í sögunni. Jáisland, sterkaraísland, samfylking og allir þessir evrópufíklar klappa fyrir þessu. Því hærri skuldabyrði sem lendir á ríkissjóð því betra fyrir málstaðinn. Þannig er nú bara allt komið á hvolf hjá þessum fólki, Því ekki væri nú gott fyrir málstaðinn að Ísland bæri sigur í þessum málaferlum, uff það væri alveg ferlegt….. Ætli fiskveiðilögsaga Íslands væri ekki ca 20 sjómílur ef svona hugsandi fólk hefði verið við völd í þorskastíðunum, og nú er unnið hörðum höndum að afhenda ESB allt draslið no mater what.
Ég ætla að hrósa Ögmundi fyrir að nota ekki diplomatapassa, ferðast á almennum farrýmum og hafna sölu lands til Nupo eða fyrirtækja á hans vegum. Enda fékk Ögmundur heiðursorðu Hróshópsins fyrir það. Ögmundur er alvöru og það eru ekki margir þannig. Mér þykir vænt um svona fólk.