Það eru veik ein skýr batamerki í byggingariðnaði á Íslandi. Hagstofan hefur staðfest þessi veiku batamerki en í Mogganum í dag má sjá eftirfarandi:
„Sala á sementi hefur aukist um 27,2% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra að því er fram kemur í gögnum frá Hagstofu Íslands. Segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, að „tilfinningin í vor hafi verið að íbúðamarkaðurinn væri að fara í gang“ og að tölurnar staðfesti það.“ ( Sjá greinina “ Menn eru farnir af stað“)
En þessi bati er súrsætur. Sérstaklega fyrir þau vel reknu fyrirtæki sem ekki urðu tæknilega gjaldþrota í kjölfar hrunsins heldur byggðu rekstur sinn á forsjálni og öryggi. Ég þekki til hóflega rekins fyrirtækis í byggingariðnaði sem neitaði að taka þátt í stóru veislunni og vildi frekar færri og öruggari verkefni – minni og hóflegri skuldsetningu.
Fyrirtækjum eins og þessu vel rekna fyrirtæki er nú refsað fyrir forsjálnina. Þetta fyrirtækið – eins og nokkur önnur fyrirtæki í byggingariðnaði sem voru vel og skynsamlega rekin – stendur í skilum með skuldbindingar sínar og reynir að halda áfram á skynsömum nótum og bíður í verk á eðlilegum grunni þar sem markmiðið er hagvæmni en ekki taprekstur.
En þetta fyrirtæki og fyrirtæki á svipuðu reki á oft á tíðum ekki séns. Það horfir upp á rótgróna aðilja í byggingariðnaði sem gegnum vinavæðingu viðskiptabankanna hafa fengið milljarða afskrifaða og samt haldið eignum sínum – undirbjóða verk á markaði. Og það á sama tíma og afskriftakóngarnir eru að setja í gang hálfklárið – áður yfirveðsett byggingarverkefni – og það með framkvæmdafjármögnun frá sömu bönkum og hafa þegar afskrifað af þeim milljarða.
Þetta er ekki bara súrsætt. Það er afar beiskt gallbragð af þessum væga bata í byggingariðnaði. Vægum bata byggðum á einkavinavæðingu.
Kennitöluflakk með tilheyrandi afskriftum á l´num og opinberum gjöldum er viðurkend rekstraraðferð þar sem stjórnvöld sýna engan vilja til að herða reglur.
Það verða alltaf menn sem nýta kerfið útí það ýtrasta og svíkja og pretta sé það hægt (án refsinga !!) , það er eðli mannskepnunar.
En að er rétt beisktan galldauninn leggur yfir bankakerfið og virðist ekkert breytast þar um slóðir enda enginn alvöru vilji hja þeim sem setja lögin á grundvallarbreytingum.
Ég mæli eindregið með lestri á þessari vönduðu og upplýsandi grein, sem byggir á víðtækum heimildum, sem okkur eru nú þegar kunnar og ættu því að geta gefið okkur vísbendingar í hvað getur stefnt. En ætlum við að sætta okkur við það að verða þrælar uppvakinna bankaglæpamanna?:
http://www.infowars.com/11-things-that-can-happen-when-you-allow-your-country-to-become-enslaved-to-the-bankers/
Tek svo heils hugar undir þennan sanna pistil þinn Hallur og dúndrandi lokaorðin:
„Það er afar beiskt gallbragð af þessum væga bata í byggingariðnaði. Vægum bata byggðum á einkavinavæðingu“ … fyrir afskriftakóngana.
Djöfulsins viðbjóður og viðurstyggð!