Norska þjóðin gaf heiminum fordæmi um það hvernig unnt er að sigrast á illsku, kynþáttahatri og ofbeldi með samhyggð, kærleika og staðfestu eftir voðaverk Breiviks í Úteyju og í Osló. Það var norska þjóðin sem sigraði illskuna og aðför að lýðræðislegu samfélagi með því að bregðast ekki við með hatri heldur draga fram ástúð í garð þeirra sem féllu og láta hið lýðræðislega réttarríki í Noregi hafa sinn gang.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs stóð sig eins og hetja í kjölfar voðaverka Breivik. Hann leiddi þjóð sína í gegnum erfiðan tíma með auðmýkt hins öfluga, lýðræðislega leiðtoga.
Það er því nöturlegt að pólitísk framtíð Stoltenbergs geti verið í hættu vegna voðaverka Breivik.
Hreinskilin, vel unnin rannsóknarskýrsla um viðbrögð lögreglu við hryðjuverkum Breivik og greining á frammistöðu stjórnvalda í aðdraganda hryðjuverkanna sýnir að stjórnvöld og lögregla brugðust.
Breivik gat framið hryðjuverk í Osló vegna þess að stjórnvöld – og Jens Stoltenberg persónulega – brugðust ekki við skýrum ábendingum um nauðsynlegar aðgerðir kring um stjórnsýsluna í Osló.
Lögreglan brást með því að vera ekki undirbúin undir hryðjuverk sem þessi og hunsa ábendingar um yfirvofandi hættu. Lögregan brást algerlega í viðbrögðum sínum við hryðjuverkaárásunum. Það hefði verið unnt að bjarga mörgum mannslífum ef ekki hefði verið margfalt klúður og ráðaleysi lögreglu eftir að Breivik hóf skothríð og dráp í Útey.
Það er átakanlegt að lesa helstu atriði úr þessari rannsóknarskýrslu. Maður finnur til með ekki einungis ættingjum og vinum fórnarlambanna – heldur einnig þeim í stjórnsýslunni og í lögreglunni sem þurfa að lifa við það að hafa brugðist og bera þannig óbeina sök á dauða ungmenna. Það hlýtur að vera hræðileg staða.
En nú er að sjá hvort Stoltenberg muni taka á sig ábyrgð og segja af sér sem forsætisráðherra Noregs.
Ég spái því að svo muni verða. Ég spái því að Stoltenberg og ríkisstjórn Noregs muni á næstu vikum tryggja að sett verði af stað ferli sem tryggi úrbætur í starfi lögreglu og öryggismálum almennt. Þegar þeirri vinnu hefur verið hleypt af stokkunum muni Stoltenber axla ábyrgð og segja af sér. Þannig mun hann undirstrika að hann er öflugur, lýðræðislegur leiðtogi sem ber ábyrgð.
Tel að hann mun ekki segja af sér en væntanlega mun Jonas Gahr Støre http://no.wikipedia.org/wiki/Jonas_Gahr_St%C3%B8re við sem formaður.
Hann kemur úr hægri hluta AP og færir flokkinn til hægri við miðjuna.
Hvorki Høyre eða Fremskridtspartiet sem væntanlega verða í næstu stjórn í kosningum á næsta ári. Þeir sjá sér ekki hag í að flýta þessu ferli vilja bíða fram yfir kosningar.
Systurflokkur íslanska Vinstri Grænna, eða SV Sosialistisk Venstreparti er undir 5% fylgi og mun líða gríðartap og væntanlega einnig systurflokkur íslenska Framsóknarflokksins, Senterpartiet sem einnig mun geta liðið sömu örlög.
Það sem brást var það sem Senterpartiet hefur staðið vörð um með mörgum og dreifðum og fámennum lögregluumdæmum þetta brást gjörsamlega 22.7. og þetta þýðir að þeim verður slegið saman í stór umdæmi. Lögreglan fékk falleinkun, raunar var nóg fólk og tæki til staðar en samhæfingin brást. Þetta prinsipp Senterpartiets um að fólk fær betri þjónustu með dreifðri og fámennri þjónustu lögreglu brást 22.7.
Heilbrigðiskerfið norska fær góða einkunn og gat raunar meðhöndlað fleirri og árangurinn einstaklega góður.
Í fyrsta lagi: Þúsund rokkstig fyrir rannsóknarskýrsluna, sem m.a.s. virðist eiga að fara eftir og bregðast við, nokkuð sem við þekkjum ekki nema af afspurn.
Í öðru lagi: Vona að Stoltenberg segi ekki af sér – geri hann það hefur sjúkmennið haft sigur á öllu þessu góða fólki.