Reykjavík er margþætt borg og skemmtileg. Reykjavík er meðal annars háskólabær. Reykjavík hefur í grunninn allt til þess að geta verið fyrirmyndar háskólabær.
En hvað þarf til svo að háskólabær sé til fyrirmyndar?
Það er ýmislegt. Meðal annars góðar almenningssamgöngur sem eru samkeppnisfærar við einkabílinn í kostnaði. Nægt leiguhúsnæði á eðlilegu leiguverði. Leikskólapláss fyrir börn ungra foreldra í námi. Og reyndar margt fleira.
Er Reykjavík góður háskólabær?
Er Reykjavík góður bær? Er ekki hægt að koma til móts við þá sem ekki vilja fjármagna karp Stefáns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins? Hversu margir vilja láta sitt framlag til uppeldis og menntunar renna til Jóns og Gunnu – heimavinnandi foreldra. Hefur það verið kannað?