Fimmtudagur 23.08.2012 - 06:58 - 1 ummæli

Háskólabærinn Reykjavík?

Reykjavík er margþætt borg og skemmtileg. Reykjavík er meðal annars háskólabær. Reykjavík hefur í grunninn allt til þess að geta verið fyrirmyndar háskólabær.

En hvað þarf til svo að háskólabær sé til fyrirmyndar?

Það er ýmislegt. Meðal annars góðar almenningssamgöngur sem eru samkeppnisfærar við einkabílinn í kostnaði. Nægt leiguhúsnæði á eðlilegu leiguverði. Leikskólapláss fyrir börn ungra foreldra í námi. Og reyndar margt fleira.

Er Reykjavík góður háskólabær?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Elín Sigurðardóttir

    Er Reykjavík góður bær? Er ekki hægt að koma til móts við þá sem ekki vilja fjármagna karp Stefáns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins? Hversu margir vilja láta sitt framlag til uppeldis og menntunar renna til Jóns og Gunnu – heimavinnandi foreldra. Hefur það verið kannað?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur