Föstudagur 07.09.2012 - 06:57 - Rita ummæli

Búseti berst gegn straumnum

Þótt stjórnvöld hafi ekki gert neitt til að skapa búseturéttarforminu og húsnæðissamvinnufélögunum heilbrigðan rekstrargrundvöll þá hefur húsnæðissamvinnufélagið Búseti nú tekið mikilvægt skref í uppbyggingu húsnæðismarkaðarins með stórverkefni við miðbæ Reykjavíkur. Því ber að fagna á alþjóðaári samvinnufélaga. Búseti berst gegn straumnum með hag almennings í brjósti.

Núverandi húsnæðislöggjöf er beinlínis andstæð húsnæðissamvinnufélögum og búseturéttarforminu. Túlkun Íbúðalánasjóðs á þeirri löggjöf hefur þess utan verið eins andstæð búseturéttarforminu og sjóðurinn hefur getað komist upp með. Enda hvarflar ekki að forsvarsmönnum Búseta að leita til Íbúðalánasjóðs um lánafyrirgreiðslu. Sú staðreynd ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar farið er yfir galinn rekstrarkostnað þess annars ágæta sjóðs.

Til hvers er sjóðurinn eiginlega?  Innheimta skuldir og reka leiguhúsnæði frekar en að sinna fyrrum hlutverki sínu sem svo vel er skilgreint í lögum um húsnæðismál: „… að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“. ?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur