Það er aumkunarvert að hlusta á Steingrím J. Sigfrússon – guðföður íslenskra skilanefnda – halda því fram að gjaldtaka lögfræðinga þrotabús Glitnis „séu úr takt við íslenskan veruleika“.
Þvert á móti þá eru ofurtímalaun íslenskra lögfræðinga hjá skilanefndunum algerlega í takt við íslenskan veruleika hundruða eða jafnvel þúsunda fjölskyldna í landinu sem ná ekki að standa í skilum í tíma og þurfa að greiða lögfræðingum okurlaun fyrir sjálfvirkar útskriftir sem framkvæmdar eru af hóflega launuðum skrifstofustúlkum.
Munurinn milli kostnaðar slitastjórna og almennings liggur ekki í tímakaupinu heldur í tímamagninu.
Innheimtuskrifstofustúlkur fínu lögfræðinganna mala þeim gull á kostnað almennings daginn út og daginn inn – á sama hátt og taxtamælir lögfræðinga slitastjórnanna tikka frá morgni til kvölds.
Steingrímur J. Sigfússon er annað hvort að opinbera hræsni sína eða fávisku sína. Fjármálaráðherrann fyrrverandi!
Um þessar mundir eru jólin hjá lögfæðingum þessa lands og þau eru fyrst og fremst í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Sé ekki hvað málið komi Steingrími við þó hann hneikslist á ofurlaunum. Framsóknarmenn þreytast ekki á að reyna sverta ímynd bjargvættisins og þetta nudd þeirra er satt að segja að verða nokkuð hvimleitt og hallærislegt.
Pétur.
Ertu að tala um mig þegar þú ert að taka um Framsóknarmenn? Ef svo þá verð ég að leiðrétta þit. Ég gekk úr Framsóknarflokknum 1. desember 2012.
En yfir í Steingrím J. Vinstra liðið þreytist ekki á því að reyna að hvítþvo Steingríms J. sem hefur að miklu leiti brugðist við úrvinnslu hrunsins og þessi kattarþvottur er saðða að segja að verða nokkuð hvimleiðut og hallærislegur.
Veit ekki um fyrirætlanir þínar en þú ert alla vega Framsóknarmaður í 2 mánuðu í viðbót.
Ég tek meira mark á erlendum efnahagsgreiningum á íslenskum fjármálum en íslenskum og ég tek ekkert mark á hlutdrægum órökstuddum álitum íslenskra spekúlanta.
Flottur Pétur 🙂
Það var 2010 sem ég yfirgaf Framsókn!