Ofurskattastefna ríkisstjórnarinnar hefur öfug áhrif. Tekjur ríkisins dragast saman í stað þess að aukast. Nú „vantar“ ríkisstjórninni hálfan milljarð í skttatekjur af eldsneyti. Ástæðan er einfölf. Ofurskattar og gjöld ríkisins á eldsneyti voru hækkuð og voru óhófleg fyrir. Viðbrögðin er samdráttur í veltu og lægri tekjur ríkissjóðs.
Svipað gerðist með áfengið. Hækkanir áfengisgjald skiluðu sér ekki nema að litlu leiti í ríkissjóð. Fólk minnkaði áfengiskaup, smygl og landaframleiðsla hófst á ný. Það sem bjargaði því sem bjargað varð í tekjuöflun ríkisins var mikil fjölgun ferðamanna sem – vegna hinnar lágt skráðu krónu – finna ekki eins fyrir skattpíningunni og Íslendingar.
Nú ætlar ríkisstjórnin að hrekja þessa ferðamenn í burtu með verulegum skattahækkunum á ferðaþjónustu.
Væri ekki nær að hafa skattana hóflegri og ná tekjunum í aukinni veltu og velsæld almennings?
Skattahlutfallið í bensínverði hefur farið lækkandi á undanförnum árum og eldsneytisneysla jókst um 1% á síðasta ári sem var vissulega minni aukning en reiknað var með, en engu að síður aukning og því ekki ástæða til að tala um minkun í velltu.
Hlutfall skatta af bensínverði feb 2009: 52,95%
Hlutfall skatta af bensínverði feb 2012: 48,37%
Heimild:
http://datamarket.com/is/data/set/1uu5/bensinverd-samsetning#!display=columnstack&ds=1uu5!1w4a=4.5.6.7.8.9:1w4b=2
„Nú ætlar ríkisstjórnin að hrekja þessa ferðamenn í burtu með verulegum skattahækkunum á ferðaþjónustu.“
Og hækka skatta á m.a tóbak meira.
Það er eitthvað ekki alveg að gera sig þarna í þessum ráðuneytum sem með þessi mál fara.
Það þýðir ekki að borga fyrir hrunið með sköttum á fólk og hækkunar á húsnæðislánum.
Það verður að finna aðrar lausnir. Fólkið í landinu getur ekki meira.
Og á meðan skila bankarnir (sem bjuggu vandamálið til) milljarðatugum í gróða.
Er ekki eitthvað að hérna??
Ágæti Hallur.
Þú misskilur málið í grundvallaratriðum.
Þessu fólki er alveg sama þótt tekjur dragist saman vegna ofurskatta.
Tilgangurinn er ekki sá að afla tekna – því þá væri þetta einfaldlega ekki gert- heldur er tilgangurinn sá að stýra lífi annars fólks.
Líf hinna – það var gerð mynd um hvernig þessi ofstjórnarhyggja og fasismi birtist í Austur-Þýskalandi.
Sama ástand hér enda sama fólk við völd.
Að þruma boltanum í eigið mark.
„Sala áfengis jókst um 23,1% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 28,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam aukning í veltu áfengis í ágúst 8,6% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 4,4% hærra í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.“
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/09/14/afengissala_jokst_um_23_28_prosent_3/
Í raun hafa auknar skatttekjur ásamt niðurskurði skilað góðum árangri enda hallinn mikill. Hagvöxtur hefur verið mjög góður en upphafleg áætlun frá 2008 byggði á óraunhæfum risa álversverkefnum með tilheyrandi skuldsetningu.
Við þurfum bara að ná eðlilegum tekjum af sjávarútvegsauðlindinni. Einnig reyndust hamfaraspár kolefnisskattsins bull því hann hefði einungis verið 8% af hagnaði álvera. Einnig þurfum við ekki að óttast vsk hækkun á gistingu þar sem gistiheimilin sjálf hafa hækkað sjálf verðið um 15-17% á ári og alltaf fjölgar ferðamönnum.