Þriðjudagur 25.09.2012 - 07:47 - 4 ummæli

Mistök ofurskattasefnu

Ofurskattastefna ríkisstjórnarinnar hefur öfug áhrif. Tekjur ríkisins dragast saman í stað þess að aukast. Nú „vantar“ ríkisstjórninni hálfan milljarð í skttatekjur af eldsneyti. Ástæðan er einfölf. Ofurskattar og gjöld ríkisins á eldsneyti voru hækkuð og voru óhófleg fyrir. Viðbrögðin er samdráttur í veltu og lægri tekjur ríkissjóðs.

Svipað gerðist með áfengið. Hækkanir áfengisgjald skiluðu sér ekki nema að litlu leiti í ríkissjóð. Fólk minnkaði áfengiskaup, smygl og landaframleiðsla hófst á ný. Það sem bjargaði því sem bjargað varð í tekjuöflun ríkisins var mikil fjölgun ferðamanna sem – vegna hinnar lágt skráðu krónu – finna ekki eins fyrir skattpíningunni og Íslendingar.

Nú ætlar ríkisstjórnin að hrekja þessa ferðamenn í burtu með verulegum skattahækkunum á ferðaþjónustu.

Væri ekki nær að hafa skattana hóflegri og ná tekjunum í aukinni veltu og velsæld almennings?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Skattahlutfallið í bensínverði hefur farið lækkandi á undanförnum árum og eldsneytisneysla jókst um 1% á síðasta ári sem var vissulega minni aukning en reiknað var með, en engu að síður aukning og því ekki ástæða til að tala um minkun í velltu.

    Hlutfall skatta af bensínverði feb 2009: 52,95%
    Hlutfall skatta af bensínverði feb 2012: 48,37%
    Heimild:
    http://datamarket.com/is/data/set/1uu5/bensinverd-samsetning#!display=columnstack&ds=1uu5!1w4a=4.5.6.7.8.9:1w4b=2

  • „Nú ætlar ríkisstjórnin að hrekja þessa ferðamenn í burtu með verulegum skattahækkunum á ferðaþjónustu.“

    Og hækka skatta á m.a tóbak meira.

    Það er eitthvað ekki alveg að gera sig þarna í þessum ráðuneytum sem með þessi mál fara.

    Það þýðir ekki að borga fyrir hrunið með sköttum á fólk og hækkunar á húsnæðislánum.

    Það verður að finna aðrar lausnir. Fólkið í landinu getur ekki meira.

    Og á meðan skila bankarnir (sem bjuggu vandamálið til) milljarðatugum í gróða.

    Er ekki eitthvað að hérna??

  • Ágæti Hallur.

    Þú misskilur málið í grundvallaratriðum.

    Þessu fólki er alveg sama þótt tekjur dragist saman vegna ofurskatta.

    Tilgangurinn er ekki sá að afla tekna – því þá væri þetta einfaldlega ekki gert- heldur er tilgangurinn sá að stýra lífi annars fólks.

    Líf hinna – það var gerð mynd um hvernig þessi ofstjórnarhyggja og fasismi birtist í Austur-Þýskalandi.

    Sama ástand hér enda sama fólk við völd.

  • Að þruma boltanum í eigið mark.

    „Sala áfengis jókst um 23,1% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 28,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam aukning í veltu áfengis í ágúst 8,6% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 4,4% hærra í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.“

    http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/09/14/afengissala_jokst_um_23_28_prosent_3/

    Í raun hafa auknar skatttekjur ásamt niðurskurði skilað góðum árangri enda hallinn mikill. Hagvöxtur hefur verið mjög góður en upphafleg áætlun frá 2008 byggði á óraunhæfum risa álversverkefnum með tilheyrandi skuldsetningu.

    Við þurfum bara að ná eðlilegum tekjum af sjávarútvegsauðlindinni. Einnig reyndust hamfaraspár kolefnisskattsins bull því hann hefði einungis verið 8% af hagnaði álvera. Einnig þurfum við ekki að óttast vsk hækkun á gistingu þar sem gistiheimilin sjálf hafa hækkað sjálf verðið um 15-17% á ári og alltaf fjölgar ferðamönnum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur