Færslur fyrir september, 2012

Fimmtudagur 13.09 2012 - 09:50

Stjórnin eða hrunkrónan?

Það er eðlilegt að ríkisstjórnin vilji þakka sér árangurinn í þeim atvinnugreinum þar sem uppgangur hefur verið og tekjur í íslenskum krónum aukist. En staðreyndin er sú að hrun íslensku krónunnar er fyrst og fremst ástæða tekjuaukningarinnar – ekki sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þá er ég ekki að gera lítið úr aukinni endurgreiðslu kostnaðar vegna erlendrar […]

Föstudagur 07.09 2012 - 06:57

Búseti berst gegn straumnum

Þótt stjórnvöld hafi ekki gert neitt til að skapa búseturéttarforminu og húsnæðissamvinnufélögunum heilbrigðan rekstrargrundvöll þá hefur húsnæðissamvinnufélagið Búseti nú tekið mikilvægt skref í uppbyggingu húsnæðismarkaðarins með stórverkefni við miðbæ Reykjavíkur. Því ber að fagna á alþjóðaári samvinnufélaga. Búseti berst gegn straumnum með hag almennings í brjósti. Núverandi húsnæðislöggjöf er beinlínis andstæð húsnæðissamvinnufélögum og búseturéttarforminu. Túlkun […]

Miðvikudagur 05.09 2012 - 06:33

Íhaldsstrákarnir óttast Hönnu Birnu!

Strákagengið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins óttast greinilega Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem gæti ef hún vildi rúllað upp prófkjöri í Reykjavík og tekið fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Það er hin rökrétta skýring á því að þingflokkurinn kasti duglegri konu sem þingflokksformanni og geri umdeildan fyrrum bankastrák og hrunliða að formanni þingflokks. Það virðist […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur