Föstudagur 05.10.2012 - 10:48 - 3 ummæli

Höft veita pólitísk völd

Höftum og einangrunarstefnu fylgja völd. Pólitísk völd. Gæti það verið skýringin á því að margir stjórnmálamenn sem ættu að vita betur vilja ríghalda í íslensku krónuna sem ekki getur þrifist án óheilbrigðra gjaldeyrishafta?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Heyr, heyr!

    Vel mælt.

    Íslenskir stjórnmálamenn eru sérstaklega stjórnlyndir og frumstæðir.

    Því taka margir þeirra höftunum fegins hendi.

    Hverjir?

    Þeir sem hefta vilja allt og alla og ráða lífi annarra.

  • Stjórnmálamenn hér á landi hafa stundað fyrirgreiðslu frá fyrstu tíð. Byrjaði smátt – með saumnálum og öðru smávegis – innfluttningsleyfin voru gott tangarhald – auðlindir og fjármálafyrirtæki hin síðari ár – burt með valdnýðsluna og krónuna !!

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    Auðvitað er þetta rétt athugað hjá þér Hallur. Orð í tíma töluð.

    Þeir sem „ráða“ geta ráðið miklu, miklu meiru eftir því sem frelsið verður minna. Þess vegna er það kaldhæðni örlaganna að helstu „aðdáendur krónunnar“ skuli vera einstaklingar sem töldust eitt sinn vera fylgismenn viðskiptafrelsis, og má þar helst nefna hinn svokallaða „Davíðsarm“ FLokksins. Annað nafn hef ég heyrt á þessum söfnuði, og það er „Náhirð Davíðs“. Það segir eiginlega allt um þetta fólk sem vill halda Íslandi föstu í sinni bláu hönd.
    En stærstu fyrirtækin hafa nú þegar skipt út krónunni fyrir Evru. Hvaða skilaboð ætli það sendi til „Náhirðarinnar“?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur