Miðvikudagur 17.10.2012 - 10:01 - 1 ummæli

Svíður undan Talsmanni neytenda?

Talsmaður neytenda er eins manns skrifstofa.  Reyndar hefur Talsmaðurinn verið í krafti embættis síns mun meira áberandi í hagsmunamálum neytenda en 14 manna Neytendastofa.  Þá er ég ekki að gera lítið úr Neytendastofu. Hún vinnur eflaust mikið og þarft verk þótt neytendur taki ekki sérstaklega eftir því.

Mér hefur þótt með ólíkindum hversu miklu þetta eins manns embætti hefur komið í verk á þeim tíma sem embættið hefur starfað.  Enda er Talsmaðurinn afar  vinnusamur og áhugasamur um málaflokk sinn.

Talsmaður neytenda hefur komið starfi embættisins á framfæri opinberlega á vefsíðu Talmanns neytenda www.tn.is  reglulega og upplýst fagráðherra sína um starfsemina eins og lög kveða á um. Talsmaðurinn hefur skrifað greinargerðir inn á vefinn sjálfur enda enginn annar til þess í eins manns embætti.  Hann hefur hins vegar ekki skilað hefðbundinni ársskýrslu á dýrum glanspappír.  Neytendastofa hefur hins vegar haft mannskap til að vinna ársskýrslur.

Nú er óopinbert málgagn Sjálfstæðisflokksins og stórútgerðarmanna að vekja athygli á því að eins manns embætti Talsmanns neytenda hafi ekki skilað glansandi ársskýrslu eins og lög gera ráð fyrir að hann geri.

Þessi áhugi málgagnsins er ekki tilviljun.  Maðurinn sem gegnir embætti Talsmans neytenda hefur nefnilega tekið þátt í starfi stjórnmálasamtakanna Dögunar sem hyggst bjóða fram fyrir næstu Alþingiskosningar. Ekki nóg með það. Dögun hefur á stefnuskrá sinni að bylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og er nú á fundarferð um landið að kynna hugmyndir sínar meðal annars í sjávarplássum.

Mér skilst að einhverjir kvótaeigendur og stórútgerðarmenn svíði þessi herferð.

Er ekki rétt að styrkja embætti Talsmanns neytenda með þó ekki væri nema 1/2 starfskrafti áður en menn gera kröfu um vinnslu hefðbundinna ársskýrslu þessa öfluga eins manns embættis!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Andrés Magnússon

    Einmitt. Mér er sagt að Árna Matt hafi verið fyrirskipað að jarða allar plötur með Þóri Baldurs héðan í frá.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur