Föstudagur 02.11.2012 - 12:12 - 4 ummæli

Fréttin er Björt framtíð

Fréttin er Björt framtíð en ekki tímabundið stopp í fylgishruni ríkisstjórnarinnar. Fréttin er að fari fram sem horfir verður nýr þingflokkur á Alþingi eftir komandi kosningar. Miðað við núverandi fylgi yrði slíkur þingflokkur Bjartrar framtíðar með að minnsta kosti 4 þingmenn. Einhverntíma hefði það verið talin frétt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Já það færi vel á því að Framsóknarmenn kysu Bjarta Framtíð þá væri kominn þar einhverskonar miðflokkur með 12 + 7% atkvæða.

  • Spái fleiri þingmönnum til Bjartrar framtíðar.

  • Sigurjón

    Það hefur oft áður gerst að ný flokkur fái í könnun fylgi fyrir fjóra þingmenn. En það hefur alltaf verið í tengslum við pólitísk upphlaup og hamagang í áberandi persónum. Núna virðist BF vera með þetta fylgi í könnun án þess að mikið hafi borið á flokkum. Hvað boðar það?

  • Guðný Ármannsdóttir

    Ætli það boði ekki bara skynsemi? A.m.k. eru margir orðnir þreyttir á sandkassavinnubrögðunum í pólitíkinni

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur