Fréttin er Björt framtíð en ekki tímabundið stopp í fylgishruni ríkisstjórnarinnar. Fréttin er að fari fram sem horfir verður nýr þingflokkur á Alþingi eftir komandi kosningar. Miðað við núverandi fylgi yrði slíkur þingflokkur Bjartrar framtíðar með að minnsta kosti 4 þingmenn. Einhverntíma hefði það verið talin frétt.
Já það færi vel á því að Framsóknarmenn kysu Bjarta Framtíð þá væri kominn þar einhverskonar miðflokkur með 12 + 7% atkvæða.
Spái fleiri þingmönnum til Bjartrar framtíðar.
Það hefur oft áður gerst að ný flokkur fái í könnun fylgi fyrir fjóra þingmenn. En það hefur alltaf verið í tengslum við pólitísk upphlaup og hamagang í áberandi persónum. Núna virðist BF vera með þetta fylgi í könnun án þess að mikið hafi borið á flokkum. Hvað boðar það?
Ætli það boði ekki bara skynsemi? A.m.k. eru margir orðnir þreyttir á sandkassavinnubrögðunum í pólitíkinni