Framsóknarflokkurinn hefur um áratugaskeið litið á bandaríska Demókrataflokkinn sem systurflokk sinn. Það er ekki að ófyrirsynju því flokkarnir hafa átt samstarf meðal annars gegnum Alliance of Democrats. Þessu sambandi heldur núverandi flokksforysta Framsóknarflokksins nú á lofti og hefur lýst stuðningi við demókratan Barack Obama í bandarísku forsetakosningunum sem nú standa yfir.
Hins vegar virðist núverandi flokksforysta hafa gleymt því að Framsóknarflokkurinn hefur um áratauga skeið átt í miklu og nánu samstarfi við frjálslynda flokka víðs vegar um heiminn í gegnum Liberal International þar sem Steingrímur Hermannsson gegndi meðal annars embætti varaforseta.
Þar hefur samstarfið eðlilega verið nánast við evrópska, frjálslynda flokka og þá ekki síst frjálslynda Evrópusinnaða flokka á Norðurlöndunum.
Þar hafa systurflokkar Framsóknar meðal annars verið hinn finnski Evrópusinnað Miðflokkur (Suomen Keskusta) hinn finnski Sænski þjóðarflokkur (Svenska folkpartiet), hinn Evrópusinnaði Frjálslyndi þjóðarflokkur í Svíþjóð (Folkpartiet Liberalana), sænski Miðflokkurinn (Centerpartiet) sem einnig er Evrópusinnaður, dönsku Evrópusinnuðu flokkarnir Venstre Danmark Liberale Parti og Det Radikale Venstre og hinn norski frjálslyndi flokkur Venstre – sem einnig er Evrópusinnaður.
Núverandi flokksforysta Framsóknar hefur ekki lagt rækt við þetta hefðbundna samstarf að undanförnu. Þess í stað hefur núverandi flokksforysta haldið mjög á lofti samstarfi við eina miðflokkinn á Norðurlöndum sem ekki er Evrópusinnaður og hvorki í Liberal International né í ELDR – Evrópusamtökum frjálslynda flokka – það er norska Miðflokkinn (Sentern). Sá flokkur berst hart gegn hugmyndum um aðild Noregs að Evrópusambandinu og leggur áherslu á ofurtolla til verndar norskum landbúnaði.
Enda hefur minna farið fyrir hinni frjálslyndu miðju í Framsóknarflokknum undanfarin misseri!
Satt segirðu.
Hallur – er það skilgreining þín á miðlægri pólit. afstöðu; sá sem er aðildarsinnaður?
Það er unnt að túlka þessi skrif þannig.
Mér finnst það nefnilega dálítið harkaleg afstaða ef þ.e. um slíka að ræða, að hófsamur vs. að vera það ekki, er einungis skilgreint skv. einni vídd.
Það væri í reynd ekki hófsöm afstaða, vil ég meina.
En afstaða flokksins til Obama og Demókratafl., myndi annars seint teljast til skorts á hófsemd.
Kv.