Það er dálítið hjákátlegt að sjá suma stjórnmálamenn sem segjast vilja afnám verðtryggingu íslensku krónunnar í lánum til almennings berjast fyrir framhaldslífi þess annars ágæta gjaldmiðils! Staðreyndin er nefnilega sú að ónýt íslensk króna er algerlega ónýt ef ekki verður unnt að verðtryggja hana á einn eða annan hátt.
Leiðin er einföld. Hættum heimskulegri meðvirkni með krónunni. Stefnum á stöðugleikasamning við evrópska seðlabankann og tengjum krónuna evru á sama hátt og færeyska, danska og sænska krónan eru beintengd evru með ákveðnum vikmörkum. Vikmörk íslensku krónunnar verða náttúrlega að vera mun meiri en hjá sænsku og dönsku krónunum til að byrja með – en þetta er eina vitræna leiðin.
… þess vegna verðum við að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og sjá hver niðurstaða efnahagspakkans verður.
Hin leiðin er verðtryggð króna með grimmum gjaldeyrishöftum!
Þetta er nú meira ruglið í þér.
Raunávöxtunarkrafa lífeyrissjóða og verðtryggð króna eru langstærstu ástæður fyrir verðbólgu og háum vöxtum hér á landi.
Einnig verða ekki grimm gjaldeyrishöft hér í framtíðinni, það er gróusaga sem flestir ESB-sinnar taka sem sannleik, eða ljúga því vísvitandi við hvert tækifæri.
Það þarf bara að viðurkenna að kerfi okkar er löngu orðið úrelt. Auðvelt er að laga þetta, eina sem þarf er samvinnu.
Við höfum ekkert upp úr því að ganga inn í annað kerfi sem er sökkvandi skip.
Með sterkri evru yrði vöruskiptajöfnuðurinn umsvifalaust neikvæður. Og hvernig yrði sá halli fjármagnaður? Við gætum ekki lækkað gengið eða prentað evrur – við yrðum því að taka meiri og meiri lán, alveg eins og Grikkir.
Nei takk.
Þetta er hárétt greining Hallur krónan veldur of miklum gengisveiflum til að hægt sé að búa við hana án verðtryggingar, gjaldeyrisshafta, og verði ESB umsókn dreginn til baka verður líka að taka upp ströng innflutningshöft.
Það hljóta að vera gallar við Evruna líka. Krónan er tæki gjaldþrota stjórnmálastéttar til að þrifa eftir sig. Hversvegna ættu hinir óábyrgu að vilja önnur verkfæri en þau sem virka á getuleysið.
Það verður engin króna á Íslandi til framtíðar. Hún er einfaldlega of dýr. Þjóðfélagið getur ekki staðið undir kostnaðinum og samtímis elft framfarir og aðra velferð. Fyrirtækin eru hvert á fætu öðru búin að færa sig yfirí aðra mynt ónefnda. Almenningur mun ekki geta borgað undir krónuna án þess að missa aleiguna eða góðan hlut hennar á ca 7 – 10 ára fresti. Það kann að vera til ungt fók í dag sem sættir sig við þetta af því að það hefur enga reynslu en það mun læra og krafan um að fá að nota stöðuga mynt mun verða háværari.
Það eina sem stendur í mönnum er að það verður að ganga í ESB til að fá tækifæri til að taka upp slíka mynt. Hún er það eina sem býðst og skilmálarnir eru á tæru. ESB andstæðingar geta ekki komið með neitt annað val en áframhaldandi krónu sem LÍÚ á að borga fyrir (kiss my ass) og bændur og búalið (ca 2000 manns) eiga að fá í laun fyrir kjötið og smjörið. Restin af þjóðinni getur ekki og vill ekki borga fyrir þetta krónusukk mikið lengur. Ef inngang í ESB er leiðin þá so be it.
,,Það er dálítið hjákátlegt að sjá suma stjórnmálamenn…“
Það eru ekkert sumir , það eru allir stjórnmálamenn sekir um aumingjaskap varðandi þessir mál !
Stjórnmálamenn hugsa eingöngu um að moka undir eigið rassgat !!!
Þetta veist þú eftir þátttöku í þessum leik !
Hvers vegna heldur þú að venjulegt fólk þurfi að fara þessa leið, að fara í mál við íbúðarlánasjóð ?
Hvar eru þeir aðilar sem ættu að vera búnir að gera eitthvað í þessum málum ?
Hvar er t.d. verkalýðshreyfingin ?
Þetta þjóðfélag er ekkert líkt því sem við héldum að væri hér !!!
þetta er rétt. Eina varanlega lausnin á þessari hringavitleysu með nefnda krónu er, altso, aðild að EU og upptaka Evru. Fólk getur farið inná tímarit.is og slegið inn verðtrygging eða vísitölubinding lána, gengisfelling o.s.frv. – þa er þetta bara gegnumgangandi alla tíð. þessi hringavitleysa.
Hinsvegar sko, að mínu mati, svona viss óraunsæi í umræðunni um peningamál og lán, afborgani oþh. það þarf líka að borga af Evrulánum. Evran er í raun álíka og verðtryggð króna – án verðtryggingar, má segja. þ.e. hún heldur mestanpart verðgildi sínu til lengri tíma. þessvegna þarf ekki verðtryggingu á Evrulánum. það er engin verðbólga að ráði. það er kosturinn. Stöðugleikinn.
Við stöðugleikann og þá til lengri tíma – þá ölast fólk allt aðra tilfinningu gagnvart peningum. Eg held að margir íslendingar skilji þetta ekki. Samt þarf ekki annað en vera í Danmörku í smá tíma. Maður sér strax að það er allt annað viðhorf gagnvart peningum. Bara hvernig þeir meðhöndla þá. þeir líta á sem verðmæti etc.
Kosturinn til lengri tíma er stöðugleiki í heild fyrir þjóðarbú og þ.a.l. almenning.
þetta sko, að það má alveg finna á einhverjum tímapunktum kost við hriplekan og veikan gjaldmiðil eins og krónu. Hægt að sveigja beigja og sona. Fólk á að horfa á heildarmynd og lengri tíma. þá vega kostir evru miklu miklu miklu mun meira. það er málið. Kostirnir til lengri tíma.
þetta er soldið eins og finninn sagði hérna um árið, að nánast enginn í finnlandi vildi í alvöru skipta aftur yfir í finnska markið og eyða allri orkunni sem fór í að fabúlera útí hið óendanlega um hvernig ætti að stjórna því. Nú gætu finnar eytt pólitíska tímanum í eitthvað gagnlegra og uppbyggilegra. Er soldið mikið þannig.
Þau sem vilja upptöku evru eru upp til hópa peningatrésfólk, þ.e.a.s. halda að peningar vaxi á trjám. Með evru þá verður ríkið að sækja fjármagn á alþjóðlegan lánamarkað sem myndi þýða margföldun á vaxtakostnaði á kostnað velferðarkerfisins og fjárfestinga. Þegar áfall dynur yfir eins og bankahrunið þá verður að skera niður til að mæta því. Og hvar verður skorið niður?
Eins og ég sagði að ofan þá þýðir upptaka evru að annaðhvort að við verðum að byrja að hlaða á okkur lánum til að viðhalda núverandi lífskjörum eða atvinnuleysið byrjar að rjúka upp. Gerir fólk sér grein fyrir því að atvinnuleysi ungs fólks í Grikklandi er 60%?
Afhverju höfnuðu okkar næstu nágrannar, norðmenn og bretar evrunni?
Kalli 14.11 2012 @ 08:13:
„Afhverju höfnuðu okkar næstu nágrannar, norðmenn og bretar evrunni?“
Enska pundið er ein af útbreiddustu myntum heimsins og var pundhagkerfið á þeim tíma þegar Bretar tóku afstöðuk til evrunnar stærra en evruhagkerfið. Pundið á sína sögu og hefur fyrir tíð evru ávalt verið talið einn af 2 gjaldmiðlum sem öruggast var að fjárfesta í.
Norðmenn eru með fjall gjaldeyrisbirgða í formi olíusjóðsins sem þeir geta notað að vild til að stýra norsku krónunni.
Saga íslensku krónunnar er ein hörmungarsaga fra fyrsta degi.
Hætta svo þessum heimskulegu samlíkingum. Þetta er álíka vitlaust og að líkja íslensku samfélagi við hið gríska.
Sá á kvölina sem á völina.
Ætlum við að pipra eða taka næstbesta kostinn (Kvonfangið)
Hvort er skinsamlegra að eig fjölskildu að enda svipað og Gísli gamli á Uppsölum alveg einangruð. Það var mikil sorgarsaga.
Þurfum ekki að enda þannig.
Þetta er mikil einföldun en samt valkosturinn.
Norðmenn hafa aldrei hafnað Evrunni bara evrópusambandsaðild. Svíar fóru í ESB en höfnuðu Evrunni og það hafa Danir líka gert amk tvisvar. Bretar eru aðildarþjóð að ESB. Þeir komu með fram með þá gagnrýni á Evruna sem hefur staðist að hún hafi verið sett á af meiri pólitískum áhuga en efnahagslega raunsæjum. Dæmið um að Grikkir fengu að taka upp Evruna er besta dæmið sem allir skilja í dag. Því kann það að vera legitímt að spyrja sig hvað Íslendingar eiga að gera inn í þennan selskap. Vandamál Íslendinga er að vanta lögeyri sem getur þjónað samfélaginu á sama hátt og krónurnar á hinum norðurlöndunum gera fyrir þær. Breska pundið er ennþá gjaldmiðill sem getur nýst í viðskiptum. Þetta er bara staðreynd. Ef við hefðum hérna krónu sem hægt væri að treysta á til lengri tíma myndi ég heldur ekki nenna að tala fyrir upptöku Evru sem íslensk lögeyris. Þannig er ástandið að sótt er að krónunni innanlands sem utan og enginn vill eða getur notað hana nema annað hvort til að spekulera með eða út úr neyð þar sem ekkert annað er í boði. Útgerðir þjóðarinnar og stærstu fyrirtæki geta til skamms tíma vel hugsað sér að þéna í evrum og borga okkur laun í krónum en þetta er líka ástand sem er ekki sjálfbært til lengri tíma. Það þarf bara að hugsa og þá er þetta ekki svo erfið ákvörðun. Það sem er erfitt er að fá aðildarsamning sem allir geta sætt sig við.
Verðtrygging veldur ekki verðbólgu. Á áttunda áratugnum var verðbólgan 30-40% að meðaltali allan áratuginn. Samt var engin verðtrygging.
Eftir að verðtryggingin komst á minnkaði verðbólgan mikið að fáeinum árum liðnum.
Verðtrygging lána gerir mörgum kleift að kaupa íbúð sem án hennar geta það ekki. Það er vegna þess að greiðslubyrði óverðtryggðra lána er miklu hærri fyrstu árin og rýkur upp úr ölli valdi þegar verðbólgan fer a skrið.
Þó að það sé visst fjárhættuspil að taka verðtryggð lán á Íslandi er það miklu meira fjárhættuspil að taka óverðtryggð lán nema fjárráðin séu mjög rúm.
Verðtryggð lán hafa jafna greislubyrði. Eina hættan með þau er því sú að kaupmáttur launa minnki.
Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er hins vegar miklu meiri óvissu háð enda rýkur hún upp úr öllu valdi með vaxandi verðbólgu.
Meðan fólki gefst kostur á að taka óverðtryggð lán er fráleitt að banna verðtryggð lán og koma þannig í veg fyrir að fjöldi fólks geti eignast íbúð.
Fyrsta skrefið er að nema úr gildi 3,5% regluna sem lífeyrissjóðirnir starfa eftir. Þessi regla myndar vaxtagólfið á Íslandi. Í öðru lagi er hægt að halda í krónuna en til þess þurfa að vera ákveðin höft á fjármagnsflutningum sem snúa að stórum hreyfingum, vörn gegn stöðutökum í krónunni. Í þriða lagi þarf að setja stífar reglur um það hvernig stjórnmálamenn mega hegða sér þegar kemur að ríkisfjármálum, eitthvað sem þarf líkanað gera með evruna.
Við getum alveg lifað með krónunni ef við sýnum aga í ríkisfjármálum en líklega er evran betri.
Eigin gjaldmiðill er hluti af sjálfsvitund þjóðar. Sjálfsvitundin er mikilvægai en frjálsir fjármagnsflutningar. Eðilegt næsta skref er að draga úr innflutningi á óþarfa- og lúxusvörum með skynsamlegum ráðum.
Óhóf í eyðslu landsmanna veldur því að dýrmætur gjaldeyrir tapast og gengið fellur. Þetta má takmarka og stuðla þannig að jafnvægi í gengi gjaldmiðlsins. Þá eru allir kostir þess að binda sig við gjladmiðli annarra og oft óvinveittra þjóða fengnir.
Sveiflukenndur gjaldmiðill er ekki aðeins afleiðing ríkisfjármála. það er líka afleiðing hve íslenska svæði er sveiflukennt. Verð á fiskmörkuðum og aflabrögð hafa gegnum tíðina verið afar rokkandi. það hefur beina afleiðingu á gjaldmiðilinn og það er nefnilega, af mörgum, talinn að alkostur ísl. krónu! Að hún sveiflist. Verðbólgan er þ.a.l. talinn kostur af sumu.
Fólk eins og getur ekki hugsað þetta af skynsemi, raunsæi og af yfirsýn.
Sem dæmi hafa margir átt erfitt með að skilja þegar eg hef sagt að Evran sé í raun verðtryggð. Að það sé innifalið í henni. Vegna stöðugleikafaktorsins. Að þá de faktó virki hún eins og verðtryggð etc. Eins og flestir eða bara allir aðrir gjaldmiðlar gera í Evrópu. Við erum ekkert að tala um neina smá gjaldmiðla í Evrópu. það er Evran með stínum mörgu stoðum og stöðugleika. Sviss með sína hefð og einn þekktasti gjaldmiðill í heimi. Danska króna með fasttengingu við vru og langa hefð í jafnvægi (vegna þess hvernig danskt efnahagskerfi er uppbyggt) Nojar með sinn olíusjóð á bakvið gjaldmiðilinn. Og Svíar sem komust í ákv. skjól með aðild að EU. Öll önnur lönd í vestanverðri Evrópu eru með Evru. það er ekkert útaf engu. Hagsmunirnir eru miklu meiri til langs tíma litið.
Mikið rétt hjá þér Hallur. En sástu viðbrögð sértrúarsafnaðar Evrópusambandsandstæðinga? Halelúja!
Þetta er nú skemmtilegt hjá þér Hallur. Alþjóðlegar samanburðartölur sýna að velferð hér á landi er bara nokkuð góð og velferðin hefur aukist talsvert á þeim tíma sem Íslendingar hafa haft eigin stjórn á peningamálum.
Það er mikill misskilningur með verðtrygginguna. Verðtryggð lán eru ekki svo óhagstæð ef litið er til raunávöxtunar óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Þá hefur ávöxtunin (vextirnir) verið að jafnaði lægri á verðtryggðum lánum.
Þegar litið er á greiðslubyrði lána sést líka að greiðslubyrði verðtryggðra jafngreiðslulána hefur á undanförnum áratugum að jafnaði lækkaði sem hlutur af launum. Þetta sést t.d. á því að launavísitala hefur hækkað meira en vísitala verðlags. Afborganir verðtryggðra jafngreiðslulána er bundin hina síðar – og á því sést að þessi verðtryggðu lán eru í raun ekki svo slæm.
En þú vilt greinilega fara úr öskunni í eldinn. Eins og vís maður sagði nýlega: ESB er brennandi hús. Við vitum ekkert hvað verður úr rústunum. Þess vegna er rétt að bíða með frekari viðræður.