Fimmtudagur 15.11.2012 - 09:50 - 6 ummæli

Myrkraverkin undir Svörtuloftum

Seðlabankinn lék lykilhlutverk í hruninu. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu bankana á versta tíma og klikkaði á að snarhækka bindiskylduna þegar bankarnir fóru að dæla út niðurgreiddu lánsfé upp á hundruð milljarða króna haustið 2004.

Seðlabankinn bjó til falskt sterkt gengi íslensku krónunnar með hávaxtastefnu sinni. Það falska sterka gengi varð til þess að ódýrt erlent lánfé streymdi inn í landið gegnum bankana, keyrði upp verðbólguna og safnaðist í snjóhengju efnahagshrunsins.

Nú er Seðlabankinn aftur kominn af stað með hávaxtastefnu sem mun kæfa atvinnulífið og auka verðbólgu.

Er ekki í lagi undir Svörtuloftum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Ómar Kristjánsson

    það sem er orðið mikil tíska í dag (og kannski skiljanlegt vegna ess að nú styttist í kosningar) að það þorir enginn að benda á staðreyndir í málum vegna þess að þá verða menn umsvifalaust ,,vondir“ eða ,,talsmenn fjármagnseiganda“ etc.

    Staðreyndin í þessu vaxtamáli að skynsamlegt hefði verið að hækka vexti núna um sirka 1%. Enn skynsamlegra hefði verið að gera það fyrr smám saman. Strax í vor.

    það er alveg ljóst að það er undirliggjandi verðbólga. Hún á bara eftir að hækka. Stýrivextir geta aldrei verið langt undr verðbólgu.

    Samanburður við Davíðstímann er svo annað mál og flóknara. þá voru allt aðrar aðstæður. Á þeim tíma hefði þurft að gera miklu miklu meira en bara hækka vexti.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Háir vextir kynda undir verðbólgu.

    Catch 22?

  • Halldór Guðmundsson

    það er deginum ljósara að veruleg tiltekt verður að fara fram á svörtuloftum.
    Peningamálastefna Seðlabankans frá 2001, að setja smæsta gjaldmyðil í heimi á flot, gerði þessa þjóð, svo gott sem gjaldþrota, og Seðlabankann sjálfan tænilega gjaldþrota, síðan þegar allt blés út, var sagt að það væri ekki í tísku að nota bindiskildu.
    Ef FME hefði ráðið fyrsta árs nema í endurskoðun til að koma við í bönkunum síðasta dag hvers mánaðar til að skoða lánabækur bankanna, hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg stór slys, í útlánum.

  • Stefán Jóhann Stefánsson

    Mér finnst þetta nú full groddaleg framsetning hjá þér Hallur. Þú gleymir alveg aðalleikendunum í þessu, bönkunum. Ég held að Seðlabankinn hafi í reynd haft mjög lítið svigrúm varðandi bindiskylduna, eins og lesa má í ýmsum rannsóknargögnum, auk þess sem hún í sjálfu sér skipti ekki öllu máli í því hvernig fór. Það voru hinar samevrópsku frjálsræðisreglur sem heimiluðu bönkunum að þenjast út erlendis sem voru lykilþátturinn í þessu og ein meginskýringin á því að bankakerfið óx Íslandi yfir höfuð þannig að ekki varð við neitt ráðið þegar Lehman féll.

  • Jón Ólafur

    Stýrivaxta hækkun Seðlabankans í 6% er óskiljanleg með öllu, því atvinnuleysi er með því mesta sem þekkist hér, og atvinnulýfið hálf lamað,
    og í Evrópu og Norðulöndunum eru stýrvextir ca. 1-2% þannig að þetta er óskiljanlegt með öllu, og þetta gengur ekki lengur svona.

  • kristinn geir st. briem

    er skrítið að ríkistjórnin vill auka þenslu en seðlabankin vill draga úr þenslu eiga stjórnvöld og seðlabankin ekki að róa í sömu átt verða að áhveða sig geta ekki bæði dreigið úr og örvað atvinnulífið á sama tima. vil ekki trúa því en er nær að halda að seðlabankinn sé að gera þettað viljandi til að komma okkur inní evrópusambandið. Er nokuð viss um að það sé ekki vegna verðbólgunar. Hverju lofað seðlabankinn bönkunum þegar kröfuhöfar tóku yfir bankan gétur það verið teingt því.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur