Alvarleg mistök Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra þegar hækkaði laun forstjóra Landspítalans um mánaðarlaun hjúkrunarfræðings eru nú að koma í hausinn á honum og heilbrigðiskerfinu. Aðgerðarleysi velferðarráðherrans sem hefur ekkert gert til að knýja á um að gengið verði frá stofnanasamningum við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum bætir ekki úr skák!
Nú hafa tugir hjúkrunarfræðinga sagt upp starfi sínu á Landspítalanum. Ástæðan er óánægja með launakjör sín – eðlilega – og að ekki sé búið að ganga frá stofnanasamning við þá. Þessar uppsagnir eru bein afleiðing mistaka Gutta.
Þessi staða eru alvarleg tíðindi fyrir Samfylkinguna – en fram til þessa hefur Samfylkingin átt mikið fylgi meðal heilbrigðisstarfsfólks. Sá stuðningur kann að minnka verulega. Þökk sé mistökum Gutta.
… sem reyndar er synd því Guðbjartur Hannesson er einn af betri þingmönnum Samfylkingarinnar!
Sæll en Gutti gerð það sama og Denni frammari viðurkenndi mistökin og leiðrétti þau sjálfur.
Þarna snýr Framsóknar-Hallur öllu á haus. Velferðarráðherra er að reyna að koma skikk á rekstur ríkisins eftir langvarandi óstjórn Framsóknar-Sjálfstæðisflokks og það er ekki auðvelt starf.
Ríkisstjórninni hefur gengið ótrúlega vel við að reisa Ísland úr rústum frjálshyggjukerfi Framsóknar-Sjálfstæðisflokks þrátt fyrir allar tilraunir þeirra afla við að tefja uppbygginguna.
Þorsteinn Jón Óskarsson. Er það að hækka laun ríkisforstjóra sem nemur mánaðarlaunum hjúkrunarfræðings það „… að koma skikki á rekstur ríkisins…“. Held ekki.
\“Damned if you do. Damned if you don\’t\“
Pólitísk staða Guðbjarts var afleit þegar Björn Zoëga sagði upp vegna tilboða um hærri tekjur erlendis. Hann hafði tvo valkosti (hér lýst út frá mögulegum sjónarhól Guðbjarts) og ómögulegt að komast vel frá þeim:
1. Hækka laun starfsmannsins sem honum var akkur í að hafa áfram (Damned if you do)
2. Láta starfsmanninn fara (embættismann sem hefur haldið stofnun sinni innan heimilda fjárlaga ár eftir ár (þrátt fyrir allt verður það ekki af BZ tekið)) og láta ríkissjóð borga fyrir að auglýsa, ráða og þjálfa upp nýjan forstjóra. (Damned if you don\’t)
2 valkostir og hvorugur góður. Hvor um sig opnar á mikla gagnrýni. Ákvörðun Guðbjarts var rökstudd þannig að verið væri að greiða BZ (vel ríflega) fyrir læknisstörf sem hann vinnur samhliða forstjórastarfinu. Á almennum markaði hefði þessi ákvörðun jafnvel verið talin góð rekstrarfræði…
Allavega hafði ég mikla samúð með Guðbjarti þegar hann var kominn í þessa stöðu.
Eyjólfur. Rétt hjá þér.
En vandamál Gutta er að sú ákvörðun sem hann tók varð til þess að það varð ákveðið rof milli almennra starfsmanna Landspítalans sem hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að halda hlutunum gangandi í blóðugum – en nauðsynlegum – niðurskurðinum.
Niðurskurðarhnífurinn stóð að beini þegar hann hækkaði laun forstjórans sem nemur rúmum mánaðarlaunum hjúkrunarfræðings. Því miður fyrir Gutta þá skiptir engu þótt ákvörðunin hafi verið dregin til baka. Skaðinn var skeður.
Í augum almennra starfsmanna Landspítalans tók Guðbjartur ranga ákvörðun með launahækkuninni. Almenningur er að stórum hluta á sama máli.
Tímasetningin var galin.
Gutti tók eina ranga – en að sumu leiti skiljanlega – ákvörðun. Stjórnmálin eru grimm. Þessi ranga ákvörðun gæti kostað hann formannsembættið í Samfylkingunni. En það getur líka verið að flokksforystan í Samfylkingunni sé svo sterk að Gutti sem frambjóðandi hennar klári slaginn.
Það sem er jákvætt að það eru almennir flokksmenn sem ákveða niðurstöðuna – ekki þröng valdaklíka í forystu þessa annars ágæta hluta fjórfloikksins.
Hallur flokksmenn Samfylkingar eru engvir vitleysingar og kjósa formann óháð því hvernig þingmenn kjósa. Flokksmenn Samfylkingar og þar með talið þingmenn munu meta formannsefni sín eftir því hvor frambjóðandinn sé betri að halda jafnaðarstefnunni á lofti og vinna að framgangi hennar í næstu kosningum. Ef Guðbjartur vinnur kosninguna þá er það vegna þess að hann fær meirihluta stuðning hins almenna flokksmanns og þar vegur atkvæði þingmanna til jafns á við alla aðra flokksmenn, en þessu er kannski öðruvísi háttað hjá ykkur framsóknarmönnum.
Þegar einhver einstaklingur var til óþæginda fyrir Davíð Oddsson sagði hann: „höfum við eitthvað á hann.“
Ég veit að það er erfitt að finna eitthvað á Guðbjart. Nú hafa menn grafið upp mál varðandi yfirmann Landspítalans sem varð þó ekkert mál þar sem það var tekið til baka og leyst. Björn Zoëga heldur við þekkingu sinni sem skurðlæknir og fær greitt fyrir auk þess að hafa með endurbótum í rekstri landspítalans sparað skattgreiðendum hundruðir milljóna. Guðbjartur gerði sitt til að hann yrði okkur Íslendingum áfram til gagns en færi ekki til starfa í útlöndum. Það tókst. Þökk sé Guðgjarti.
Nú er uppi mál húsnæðisstofnunar varðandi „stjórnvisku“ framsóknarráðherra sem kostar skattgreiðendur milljarða. Ég hélt satt að segja að framsóknarmenn hefðu nóg að hugsa í því sambandi og hvernig megi sjá til þess að það mál leysist á farsælan hátt fyrir landsmenn.
Veit ekki hvort hann lýti á þetta sem mistök í dag eða hvort að það voru við hin sem skyldum ekki málið
Hann hækkaði launin um 450.000 sem er mun hærra en laun hjúkrunarfræðinga.
Mér er svo spurn hvernig forstjóri getur verið í tveimur vinnum úti í bæ. Það myndi ekki ganga í einkafyrirtæki og allsekki á landsspítalanum við eðlilegar aðstæður
Aðstæður eftir hrun voru þannig að fórnfúsir starfsmenn landsspítalans voru tilbúnir að leggja mikið á sig til að hjálpa til eftir hrunið.
Ákveðinn elíta ákvað svo að þakka sér fyrir og taldi að fornfýsi starfsmannanna hefði með þá að gera en ekki samfélagslega ábyrgð tengda hrunina.
í því fellst dómgreindarleysið!
Ef það varð að hækka laun forstjórans til að halda honum, afhverju er hann þá ekki farinn???
Hann hefði betur óskað zoega góðrar ferðar……..